Ýmsir fróðleiksmolar gamlir og yngri. – Ýmis skrif.

Blaðið Norðri 1853 – Heilsufar -Verðlag á verslunarvörum

Fremur er sagt kvillasamt vestra, einkum í Skagafirði og eins í Ólafsfirði. en annarstaðar hér niðra, að kalla, heilbrygði manna á meðal.  

Á Stykkishólmi: Eúgur7rbd., hvít ull 30 sk., tólg 18 sk. sykur 20 6k. og kaffi 22 sk., brennivín 14 — 16 sk. — Sama verðlags var og vænt í Borðeyri. Á Skagaströnd og Hofsós hefur verið sagt líkt verðlag og hér, nema ullin á 30 sk., og á Siglufirði hvít ull 28—30sk., hákarlalýsi 1 tunna 24 rbd

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138313&pageId=2035539&lang=is&q=

Siglufjörður 1935 +/- -ókunnur ljósmyndari

Siglufjörður 1935 +/- -ókunnur ljósmyndari

-------------------------------------------------------- 

Blaðið Norðri 1853 – Óveðursfréttir ofl.

I hinum miklu veðrum, hinn 16. og 21.—22. f. m., urðu ýmsir fyrir tjóni á heyjum sínum og skepnum, og enda hér og hvar á húsum, því t.d. er sagt að 2 timburkirkjur nýbyggðar fokið í Fljótum, Siglufirði og Héðinsfirði og sum þeirra í spón. Þá var og sagt, að fokið hefðu 40 hestar af töðu í Höfn í Siglufirði, og á Hvanneyri tekið 1 eða jafnvel 2 hey ofan af fyrirhlöðuveggjum........ Þá er og vert að geta um unglingsmanninn, Friðrik Jónsson, ættaðan frá Siglunesi, en ...........

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138317&pageId=2035563&lang=is&q=

og http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138317&pageId=2035563&lang=is&q

-------------------------------------------------------

 Norðri 1855 - Hrakfallasaga

........ sem ásamt oss voru í sömu lífshættu staddir, að inna þeim, er forsjónin sendi oss til lífsbjargar, verðskuldaðar og falslausar þakkir vorar, jafnframt því vér óskum, að þetta tilfelli mætti sem flestum til varnaðar verða, því sjaldan er of varlega farið. Ritað í Siglufirði seint í marsmánuði  af tveimur hinna ofantöldu níu.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138347&pageId=2035725&lang=is&q=   

------------------------------------------------------ 

Norðanfari janúar 1863 – Merkir menn !

Látinn er og óðalbóndinn Guðlaugur Jónsson á Hálsi í Svarfaðardal, hér um sextugur að aldri: hafði verið þrígiftur, fyrst giftist hann ekkjunni Katrínu á Staðarhóli í Siglufirði, síðan ekkjunni Önnu Níkulásdóttur á

Kálfsá í Ólafsfirði, sem báðar voru jarðeigendur og vel efnaðar, enn þá hnignar á efra aldur; og seinast giftist hann ungri stúlku Arnbjörgu Björnsdóttur Gíslasonar frá Gunnólfsá í Ólafsfirði. Björn þessi var á sinni tíð talinn spakastur og forvitrastur manna hér nyrðra. Með seinustu

konu sinni varð Guðlaugi nokkurra batna auðið; en hvað mörg vitum vér eigi................

Hingað hefur og frést, að Mad. Sigríður Jónsdóttir á Torfastöðum í Vopnafirði, ekkja Ludvigs Schoti, sáluga er var á Siglufirði og síðan á Vopnafirði, sé nýlega látin; og getum vér því miður ekkert greinilegt sagt

frá þessari merkiskonu.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138699&pageId=2039345&lang=is&q=

------------------------------------------------------ 

Norðanfari 28/8 1868 - Kirkjumál

Herra biskupinn byrjaði vísitasíu sína 13. júlí 1868, á Saurbæ í Eyjafirði, en endaði hana að Hvanneyri í Siglufirði 2. þ. m. Allir sem hafa verið viðstaddir þessa vísitasíu herra biskupsins, ljúka upp sama munni um, að hann hafi leyst þetta embættisverk sitt, sem öll önnur, svo ljúfmannlega og vandlega af hendi, að honum var unnt.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138816&pageId=2039788&lang=is&q=

------------------------------------------------------

Þjóðólfur 8. Desember 1868 -- Tilnefning

„Lloyd's“ — Verslunarstjóri herra Snorri Pálsson á Siglufirði í Eyafjarðarsýslu er í dag útnefndur „Lloyds Sub-Agent“ þar.

Reykjavík, 8. Desember 1868. Oddur V. Gíslason. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=135951&pageId=2025654&lang=is&q=

------------------------------------------------------

Baldur 9/12 1868 – Hlutfélag og útgerð

...........Næsta ár mun félagið halda saman, og er nú helst í ráði að það gangi upp í hlutabréfafélag, og ráðist í að kaupa og gjöra út að sumri 60 lesta

skip franskt, er selt var í sumar, er leið, á Siglufirði, sem strand, en sem vel má þó gjöra haffært..........

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139447&pageId=2042421&lang=is&q 

---------------------------------------------------- 

Tímarit 01/01 1869 – Ættartal !

Þorsteinn Eiríksson, bjó og á Brekku, ætt þá, er frá honum er, nefna menn Stórubrekku ætt; hans faðir Eiríkur, bjó í Siglufirði, foreldra hans er eigi getið; hann hefir lifað á sautjándu öld;

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139475&pageId=2042549&lang=is&q=

------------------------------------------------------

Tímarit 01/01 1869 – Ættartal !

Steingrímur Guðmundsson, er sagt að búið hafi á Hofi í Skagafjarðardölum; hans faðir 7. Guðmundur á Lóni í Viðvíkursveit, kvinna hans var Steinunn, en síra Bjarni Jónsson á Hvanneyri á Siglufirði var bróðir hennar. Guðmundur hefir lifað á fyrra hluta 17. aldar. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139475&pageId=2042564&lang=is&q=

-------------------------------------------------------

Norðanfari 12/1 1869 – Útgerð !

.........Skyldi þeim eigi er keyptu síðara strandskipið á Siglufirði í sumar, detta í hug að búa það út, og senda síðan til annarra landa með vörur?

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=138830&pageId=2039833&lang=is&q=

-------------------------------------------------------- 

Baldur 6/10/ 1869 – Skipskaðar og strand.

Í norðangarðinum 11. f. m., sleit upp á Siglufirði öll skip þau, er þar lágu

7 að tölu; 2 þeirra, Jagtina Söblomstenn og skonnortuna Valdemar, átti Thaae kaupmaður, en hið þriðja, skonnortan Maríu, hafði hann

leigt; hið fjórða var skip lausakaupmanns Lund, sem í mörg undanfarin ár hefur rekið verslun þar og víðar um norðurland; hin 3 voru ensk fiskiskip, er höfðu leitað þar inn sakir ofviðris. Skonnortan María kvað vera alveg óhaffært og talið óvíst, að nokkurt hinna muni komast út aftur.

Allir skipverjar komust lífs af. í sama veðrinu 12. f. m., urðu skipverjar á skonnortu skipinu Meta, eign Clausens stórkaupmanns, sem þá lá í Stykkishólmi, að höggva fyrir borð siglutrén, svo að skipið eigi bæri á land. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139466&pageId=2042497&lang=is&q=

-------------------------------------------------------

Þjóðólfur 8/11/ 1869 - Skipskaðar og strand.

Skipströnd. — Í ofsastorminum er gekk yfir allt Vesturland og vesturhluta norðurlands dagana 11-13. September. þ. árs (eins og meðfram má ráða

upphafi bréfkaflans af Ísafirði hér á eftir) .... sleit upp eigi færri en 7 hafskip samtals á Siglufirði (i Eyaf.sýslu); þau lentu flest eða öll á grynningum þeim, er «Leiran» nefnist, og stóðu þar grunn um hríð, en náðust samt öll á flot aftur með heilu og höldnu að mestu, og var meðal þeirra eitt skip,«Söblomslen» kallað, er var á leið til Hofsóss frá Khöfn með allskonar nauðsynjavörur; en 7. skipið, «María», er þar barst á, og var komið heim í leið frá Hofsós til Danmerkur með Íslenska vöru, en hafði

átt að koma við á Siglufirði til að taka þar viðbót (því Thaae kaupmaður mun einnig eiga Siglufjarðarverslunina), bilaði svo og bramlaðist, að gefa varð upp skip og farm til uppboðs.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=135979&pageId=2025839&lang=is&q=

------------------------------------------------------- 

Tímarit 01/01/ 1870 - Ættartal

Ólafur Guðmundsson, prófastur á Hrafnagili, dó 1731; hans faðir  Guðmundur Jónsson á Þóroddstöðum í Ólafsfirði; hans faðir Jón Guðmundsson prestur á Siglunesi; hans faðir Guðmundur Jónsson, þar og prestur, lifði á 16. öld, og fram yfir 1600.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139477&pageId=2042647&lang=is&q=

-------------------------------------------------------

Þjóðólfur 28/7 1870 Dánartilkynning !

— Hér með er skorað á alla þá, er til arfs telja eftir Hallgrím heitinn Þorgeirsson, er dó á Brimnesi í Ólafsfirði um seinastliðna fardaga, að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn fyrir undirskrifuðum skiptaráðanda.

Skrifstofa Eyafjarðarsýslu 13. Júlí 1870. St. Thorarensen.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=135998&pageId=2025985&lang=is&q

------------------------------------------------------ 

Blaðið Gangleri – 1/8 1870 – Prestatal (?)

Hvanneyri í Siglufirði: Jón Grímólfsson, (fyrir 1684).

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139491&pageId=2043074&lang=is&q

------------------------------------------------------

Blaðið Tímarit, 1/1 1871 – Ættartal – Prestar !

....... Síra Sveinn átti tvo bræður, er báðir hétu Guðmundar; var annar þeirra á Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, en hinn á Siglunesi; það mun vera réttara, sem og sumstaðar segir, að síra Ólafur á Hrafnagili, afi Ólafs stiptamtsmans, hafi verið sonur Guðmundar á Siglunesi, en hitt, sem sagt er í ætt síra Stefáns í Kálfholti b. gr. nr. 6, 2. B síðu 26, að hann hafi verið sonur Guðmundar á Þóroddsstöðum; en sonur Guðmundar á Þóroddsstöðum var þar á móti Sveinn Fljótaráðsmaður, faðir Guðrúnar konu Eiríks Þorsteinssonar á Brekku í Fljótum, og þeirra dóttir var Ingiríður Eiríksdóttir, amma Péturs prófasts á Víðivöllum, sjá ætt Péturs biskups 4. gr. nr. 4, 2 B. síðu 16. Jón faðir síra Sveins, og faðir Jóns, Guðmundur, er telst að hafa verið Jónsson, eru víða kallaðir prestar og sagt, að þeir hafi verið á Siglunesi, en það er nær mér að halda, að hvorugur þeirra hafi prestur verið;...... (þetta er blaðsíða 40, meira um presta ofl. á Tröllaskaga á bls. 41) 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=139481&pageId=2042785&lang=is&q 

--------------------------------------------------------------

Nokkrar heimildir um Siglufjörð: 

http://www.sk2102.com/438817478 (20. maí)