Tengt Siglufirði
Slys og mannskaðar. Hús fauk í Rauðuvík í Arnarneshreppi. Slasaðist af því kona og biðu bana tvö börn Jóns Jónssonar smiðs, sem þar bjó, en var ekki heima, er þessi atburður gerðist. Fleira fólk er sagt að hafi verið í þessu húsi, er allt meiddist meira eða minna, allir innanstokksmunir glötuðust allt að fötunum, sem fólkið stóð í.
Sveinn bóndi í Arnarnesi varð fyrir stiga í veðrinu og meiddist mikið.
Lítið þilskip, eign J. Björnssonar á Svalbarðseyri og Jóh. Davíðssonar í Hrísey, rak í land í Hrísey og brotnaði þar í spón, drukknaði þar Páll Jónsson kallaður Rangvellingur, sem var einn í skipinu.
Annað lítið þilskip, »Kári«, kom af Siglufirði deginum fyrir veðrið hingað inn á fjörðinn og lá undan Svarfaðardal, sleit upp í veðrinu og dreif á grunn við Hríseyjarhala, týndust þar 4 eða 5 menn af Siglufirði.
Tvær stúlkur er sagt að hafi handleggsbrotnað í Hjaltadal í Fnjóskadal.
----------------------------------------------------------------
Á skipinu »Kára«i frá Siglufirði, sem brotnaði við Hrísey í rokinu 20. f. m., og getið er um í Stefni. 17. bl. a., fórust þessir menn:
Þorfinnur Jóhannsson bóndi frá Neðri-Skútu, 28 ára, nýgiptur, áíti 1 barn.
Snorri Jóhannsson frá Höfn, búfræðingur, 28 ára.
Anton Sigurðsson frá Hlíðarhúsi 30 ára ógiptur.
Sæmundur Guðmundsson Siglufjarðareyri, 30 ára.
Jóhann Jóhannsson bóndi á Efri-Skútu, 38 ára, frá konu og sex börnum.
Ólöf Bjarnadóttir frá Garðsvík 21 árs, ógipt. það eru alls 6 manns, sem fórust.
Auk þess týndust með skipinu allmiklir fjármunir, svo sem á annað hundr. kr. í peningum, allmikið af hákarli og ýmsir fleiri verðmætir munir.
----------------------------------------------------------------
Þótt höfnin á Oddeyri og Akureyri sé örugg, þá eru þeir staðir ekki vel settir fyrir þilskipaútgerð til fiskiveiða, að því leyti sem þeir liggja inst við fjörðinn, en hann er svo erfiður innsiglingar, vegna lengdar, mjóddar og strauma, að það getur tekið marga daga fyrir seglskip að ná sér út úr firðinum, ekki sízt á sumrin, þegar hafgolan er tíðust.
Eg sá þannig í sumar eitt skipið, sem var á útsiglingu, vera utar að kveldi en það var næsta morgun, og það endaði með því, að það varð að varpa akkeri til þess að berast ekki lengra inn.
Að þessu leyti stendur Siglufjörður margfalt betur að vígi, þar sem þar er örugg höfn sem liggur rétt við hafið. Það virðist því vera miklu haganlegra fyrir Akureyrarskipin, að leggja upp aflann og taka nauðsynjarnar á Siglufirði, en þótt þau liggi inni á Polli á veturna. Þetta ættu útgerðarmenn á Akureyri og Oddeyri að íhuga, því það er enginn smáræðis-tímaspillir og þar með aflaspillir, að sigla út og inn Eyafjörð.
----------------------------------------------------------------
Á Siglufirði voru öll hákarlaskipin búin til að leggja út á sunnudaginn.
En þá fylti fjörðinn með ís og króaði þau inni.
----------------------------------------------------------------
Siglufirði, 21. maí 1902. í einu af síðustu tölubl. »NorðurIands« lásum við Siglfirðingar, að neyð væri hér sökum bjargarskorts.
Þetta er ofsagt; hér hefir, enn sem komið er, engin neyð verið, þar sem Gránufélagsverzlan hér hefir altaf miðlað fólki, bæði kornmat, kaffi og sykri að þessum tíma; en annað er það, að fólk hefir orðið að halda spart á öllu þessu, síðan í marzmánaðar-byrjun, svo margir hafa nú séð, að komast má af með mikið minna en þegar allsnægtir eru fyrir hendi í verzlunum. —
Hér eru því allir ánægðir með það, sem þeir hafa, og óska að engin sveit hafi verið ver stödd á þessu vori, þrátt fyrir það, að ekkert vöruskip er enn hingað komið, nema skip, sem á að fara til Blönduóss og Skagastrandar, og úr því keypti hreppsnefndin hér 11 tnr. af kornmat, nú fyrir liðugri viku.
Þrjú, stór hvalflutninga-gufuskip eru hingað komin að vestan, og 7 skotbátar. Þessi skip komu nú fyrir hátíðina og á annan í hvítasunnu, og sögðu hverju gufuskipi fært hingað austur, hafís raunar mikill inn á Húnaflóa, en siglandi útifyrir. —
Þessi hákarlaskip héðan, komu inn fyrir hátíð:
»Christíane« með 64 tnr. lifrar og hákarl.
»Latibrúnn« með 101 tn.
»Njáll« með 201 tn.
»Stormur litli« með 50 tnr.; áður fekk hann 27 tnr.
Enn eru úti:
»Siglnesingur« og
»Víkingur« sem vonandi koma líka með afla. —
Í gær hafa 3 skotbátar komið inn með sinn bláhvalinn hver. — Og þykir okkur Siglfirðingum strax líflegra að sjá hina gömlu gufuskipaumferð aftur, því nú nokkur fyrirfarandi ár hefir verið hér stórkostleg umferð af þesskonar skipum um 3 mánuði ár hvert, apríl, maí, júní, og fram í miðjan júlí stundum.
Tíðarfar gott fremur, en of mikil frost á nóttum, svo jörð er ekki farin neitt að grænka, vonandi að það fari að lagast, og koma landátt. — Heilsufar ágætt, engin veikindi. —
»Kjóinn« verður langt til búinn um mánaðamótin, að þvi er Bjarni smiður heldur, enda er vel áfram haldið við hann. — G. S. Th. Q
(Ath. sk- Kjóinn hafði strandað á Hellunni eða Neskrók og brotnað lítillega og náðist út.)
--------------------------------------------------------------
Gránufjelags aðalfundur var haldinn á Oddeyri 19. þ. m.
Af Austurlandi mættu á honum bræðurnir Einar og Kristján Hallgrímssynir af Seyðisfirði, Jón Bergsson á Egilsstöðum, Gunnar Pálsson á Ketilsstöðum og Sölvi Vigfússon á Arnheiðarstöðum.
Þrír hinir síðasttöldu komu landveg að austan.
Hreift var því á fundinum, að fjelagið leggði niður vínsölu á verslunarstöðvum þrem, er það hefir hana.
Meiri hluti fulltrúa var því mótfallinn, að hætta henni á Oddeyri og Sauðárkrók, þar sem fleiri kaupmenn á þeim stöðum hefðu vínsölu.
En á Siglufirði þótti það langtum heldur takandi í mál, en þó var í þetta sinn látið sitja við, að leggja fyrir verslunarstjóran þar, að selja eigi eða láta úti vinföng nema fyrir peninga út í hönd. —
Eignaskýrsla fjelagsins við síðastl. áramót ber með sjer, að skuldir viðskiplamanna fjelagsins hafa minnkað um nálægt 11 þúsund kr. og er sú minnkun mest við Oddeyrarverslun, að öðru leyti hefir fjelagið fremur skaðast en hagnast árið sem leið.
----------------------------------------------------------------
Ísafold - 17. september 1902 Hluti af umfjöllun um innfluttar vörur ofl.
........................Niðursoðin matvæli kaupum vér að fyrir 16 þús. kr. og önnur matvæli fyrir 13 þús. kr.
Ástæða væri að taka til alvarlegrar íhugunar, hvort ekki væri hægt að sjóða niður hér á landi mestan hluta þeirra matvæla, sem nú eru flutt hingað niðursoðin frá öðrum löndum.
Að minsta kosti var látið mjög vel af niðurstöðu þeirri á sauðakjöti, er fór fram á Siglufirði fyrir nokkrum árum, en nú mun lögð niður.
En eigi slíkar vörur að ganga út, þarf bæði varan sjálf að vera góð, og allur ytri frágangur að vera engu síðri en á sams konar vörum erlendis, en því mun einkum hafa áfátt verið um niðursuðuna á Siglufirði. ...........................
----------------------------------------------------------------
Ísafold - 24. september 1902 Hluti langrar greinar
Nú í sumar hefir verið fjöldi norskra síldarveiðaskipa við landið. Þau hafa mörg legið alt sumarið inni á Eyjafirði og fiskað þar síld á firðinum bæði í net og nætur.
Þrjú stór gufuskip voru síðast í ágúst inni á Bíldudal og drógu þar á land við bryggju Thorsteinsons 3400 tn. Þeir hafa margir saman legið inni á Siglufirði, og mörgum öðrum fjörðum við Norður- og Austurland og veitt í lagnet og nætur; fyrir utan það sem þeir hafa verið með reknet sín í landhelgi, sem þeir hafa að miklu leyti byrjað á í sumar; og enginn af öllum þeim, sem hér eru tilnefndir, eiga hér neitt lögheimili. Þeir vinna með norsku fé, sigla undir norsku flaggi með norskri skipshöfn.
Sumir eru þó svo kurteisir, að þeir ganga ekki í berhögg við lög og landsrétt. Þeir fá sér einhvern íslending að »lepp«, eins og t. d. gufuskipið »Arctie«, sem lá á Eyjafirði við síldarveiði í sumar.
----------------------------------------------------------------
Kíghósti kvað ganga fyrir norðan. Eru í Siglufirði dáin úr honum 5 börn og í Ólafsfirði önnur 5.
-----------------------------------------------------------------
Siglufjarðarbréf. Siglufirði í febr. 1903.
Tíðarfar og aflabrögð.
Veðuráttan umhleypingasöm mjög; þó hafa hákarlaskipin „Phönix" og „Stormur" farið í hákarlalegur og aflað vel, flutt mikinn hákarl á land.
Skemtanir fyrlr fólkið.
Faktor Grönvold bauð um 40 börnum á „jólatré" á jóladagskveld, og mörgum foreldrum barnanna, og veitti þeim og börnunum af hinni mestu rausn, eins og þeim hjónum er lagið; sérstáklega lét Grönvold sér ant um, að fátækustu börnin fengju sem mest af sælgætinu og gullunum af jólatrénu; var unun að sjá, hvað börnin voru glöð og ánægð, þegar þau hoppuðu í kríngum tréð, syngjandi og hlæjandi.
Hér hefir hr. Helgi Hafliðason gengist fyrir, að leiknir hafa verið nokkurir sjónleikir, og hafa þeir þótt góð skemtun, þó í mörgu sé áfátt að vonum. Húsnæði er til nógu stórt, en það er pakkhús og því mjög kalt, þar sem ekki er hægt að koma við ofni; hefir því ekki verið leikið nema í frostlausu veðri; það sem leikið hefir verið er: „Sálin hans Jóns míns", „Saklaus og slægur", Dalbæjarprestsetrið".
Svo er verið að æfa „Tveir heyrnarlausir", og „Margfaldur misskilningur". Inngangur kostar 40 aura fyrir fullorðna og 20 aura fyrir börn. Hér hefir verið leikið fyr, þó þess hafi aldrei verið getið, svo sem „Háa C-ið" og „Vesturfararnir" (þóttu þeir góðir) o. fl.
Gránufélasið hættir vínsölu.
Með síðasta pósti barst verzlunarstjóra Grönvold sú tilkynning frá herra kaupstjóra Chr. Havsteen, sem dvelur í Khöfn, að frá þessu nýári (1903) væri Gránufélag hætt allri áfengissölu hér; þetta kom öllum óvart, eftir þeim undirtektum, sem málaleitan um það mál fekk í sumar á aðalfundi félagsins; á því herra Havsteen þökk og heiður skilið fyrir afskifti sín af þessu máli.
Leiðrétting;. Skipið Christiane fór 5 ferðir til hákarls, og aflaði samtals 396 tnr. lifrar, vorið og sumarið 1902.
O. S. Th. G.
--------------------------------------------------------------
Tveir menn verða úti.
Af Siglufirði er skrifað 14. þ. m:
Þann 8. þ. m. gerði hér aftaka veður af N. A. með 4 0 frosti á R. og blindbyl; voru þá úti skipin >Phönix« og »Stormur«, en komust á Haganesvík.
Um morguninn fóru 2 menn héðan inn í Fljót, en lögðu út yfir sama dag, og urðu úti, örstutt frá bæjum hérna megin Siglufjarðarskarðs; mennirnir voru,
Finnbogi Hafliðason bóndi í Leyningi, lætur eftir sig ekkju og 1 barn, og
Helgi Sigfússon ókvæntur piltur, sonur bóndans í Skarðdalskoti.
----------------------------------------------------------------
Fiskiskip stranda.
Með »Vestu« fréttist, að tvö fiskiskip eyfirzk hafi strandað, en mannbjörg varð af báðum.
Annað var »Tjörfi«, eign þorv. Davíðssonar kaupmanns. Það lagði út af Siglufirði í bezta veðri, ásamt »Oak« (Höepfners verzlunar) og »Skildi« (Chr. Havsteens).
Lenti í ofsastormi, svo að ekki sást á næstu báru, og misti þá sjónar á báðum hinum skipunum.
Strandaði svo 8. marz — sama daginn sem tjónið mikla varð syðra — austan á Straumnesi á Hornströndum.
Skipið var vátrygt. Hitt skipið var »Prinsessa«, eign Jakobs Björnssonar kaupmanns á Svalbarðseyri. En um nánari atvik að því strandi höfum vér ekki frétt, þegar prentun blaðsins byrjar. Til »Oak« og »Skjaldar« hefir ekki spurst, síðan er skipverjar á »Tjörfa« mistu sjónar á þeim.
-----------------------------------------------------------------
Siglufjarðarfréttir. Tveir menn farast á hvalabát og einn lærbrotnar.
Af Siglufirði er Nl. skrifað 23. þ. m.: Í gærdag kom inn hvalaveiðabáturinn »Minerva« með flagg í hálfa stöng; hafði meðferðis 2 menn dauða og einn lærbrotinn.
Hvalur hafði barið mennina til bana með bægslinu; þeir voru í pramma og ætluðu að leggja hvalinn, en þá var hann ekki dasaðri en svo, að hann braut prammann, og vann á mönnunum.
Stórhríð í allan gærdag og ekkí nema 1° hiti yfir hádaginn; sömuleiðis í dag.
Afli á hákarlaskipum héðan fremur lítill enn: »Siglnesingur«, »Latibrúnn« og Christiane« komu inn í dag með lítinn afla, frá 20—60 tnr. lifrar. Enginn hafís fyrir Horni í gær (22. þ. m.) en ís á Húnaflóa, eftir því, sem norskt hvalaveiðaskip segir.
------------------------------------------------------------------
Fiskveiðafélag Danmark. - Reknetaveiðar við ísland.
Félag með því nafni er nýstofnað í Khöfn. Tilgangur þess er að stunda síldarveiðar við ísland með reknetum.
Aðalmaðurinn í félagsskap þessum er fiskimaður einn, H. J. Olsen að nafni; 6 aðrir eru í því. Olsen þessi var á Akureyri í fyrra sumar til þess að kynna sér fiskiveiðar þar. þar frétti hann, hversu vel hefðu tekist tilraunir Norðmanna með reknetaveiðar, og varð það til þess, að hann kom félagi þessu á fót.
Það byrjar smátt, en ætlar sér að færa út kvíarnar seinna, ef vel gengur. Það hefir keypt enskan fiskikugg. Hann á að hafa með sér 1 hreyfivélarbát og 4 aðra báta, 100 reknet 20 faðma á lengd hvort, og eina ameríska hringnót. Skipshöfnin á að vera íslenzk að meiri hlut. Það á að gera að síldinni og salta hana niður í tunnur jafnakjótt sem hún veiðist.
Þegar skipið er orðið hlaðið, affermir það á Siglufirði, og þaðan verður síldin send jafnskjótt til Noregs. Þeir ætla í sumar að stunda veiði þessa eingöngu fyrir norður- og austurlandi.
-----------------------------------------------------------------
Fiskveiðafélag er enn einu sinni stofnað í Khöfn til að reka fiskveiðar við ísland. í þetta sinn eru það síldveiðar með reknetum, og er helzti maður í því H. J. Olsen, fiskimaður.
Félagið byrjar með einu ensku seglskipi, er hefir með 1 lítinn eimbát og 4 báta aðra, 100 reknet, 20 faðma hvert.
Það á að hafa stöð sína á Siglufirði. — Vonandi því gangi betur, en fiskveiðatilraunum Dana hér við land er vant að ganga.
-----------------------------------------------------------------
Sjávarafli. í þessari viku hafa komið hákarlaskipin „Anna" með 58 tunnur, „Brúni" með 20 tnr. og „Erik" með 70 tnr.
Fiskiskipin „Otto Jakob" með 7000 og „Oeysir" með 16,500 fiskjar.
Drifsíldarveiði Norðmanna er nú byrjuð hér úti fyrir. „Albatros" sagði að alls væri búið að leggja upp á Siglufirði, þar sem flest þeirra hafa aðalstöð sína, um 1000 tnr. Síldin úti fyrir óvenjumikil, að sagt er, og alt sem veiðist stór hafsíld.—
Frézt hefir, að Stefán Th. Jónsson, hafi fengið 200 tnr. af síld á einum sólarhring á drifsíldarskip sitt.
Aflabrögð hér úti á firðinum allaf treg, vantar beitu, en talsvert í aðra hönd, þegar beita fæst.
----------------------------------------------------------------
Reknetaveiðarnar eru nú stundaðar af miklu kappi fyrir Norður- og Austurlandi og fjölgar óðum skipunum frá útlöndum er þær stunda, og eru sum þessara skipa spáný og ágætlega ve! útbúin.
Eitt þeirra ,.Heim" , sem var smíðaður í Stavanger í vetur og er allt úr járni með ágætum rúmgóðum káetum fyrir yfirmenn og hásata og mørgum síldarklefum, svo hvergi þurfi að hrúga of miklu saman af síldinni, er vill skemma hana. „Heim" hefir 153 raknet meðferðis til veiðanna.
Með „Agli" síðast komu hér við 4 reknetamenn T. L.Imslands, er fara í land á Eyjafirði og taka þar nótabát og önnur reknetaáhöld og halda svo öllusaman til Siglufjarðar, þaðan sem þeir ætla sér svo að stunda reknetaveiði í haust; og verður fróðlegt að vita hvernig það úthald lánast er næst mundi við hæfi vort Íslendinga.
Á Siglufirði hafði eitt stórt reknetafélag, með eitthvað 3 gufuskipum og 6 seglskútum, fengið nýlega um 2000 tunnur síldar.
Síldina hafa reknetamenn selt hér til beitu á 28—30 kr. tunnuna, sem oss virðist alltof dýrt, svona rétt upp úr sjónum, því svo segja oss fróðir menn, að ætíð leggist einar 8 kr. í kostnað á hverja síldartunnu til þess að koma henni á erlendan markað, og þá ætti 25 kr. að vera nægilegt verð fyrir tunnu af síld uppúr sjóaum, er samsvaraði 33 kr. á erlendum markaði, er ætið má heita dágott verð.
Og svo seldist miklu meira, ef reknetamenn seldu síldina svona óýrt. Vér viljum og skora á reknetamenn að fara með síldina sem fyrst til sölu bæði á Suðurfirðina og Borgarfjörð og; Vopnafjörð, þar sem mikið mundi verða keypt af síld, því alstaðar kvað nú fiskur fyrir, ef beitu vantaði eigi. Reknetamenn ættu að láta innlenda fiskimenn njóta þess,að það er íslenzkur auður, er þeir ausa hér upp úr sjónum í kringum Norður- og Austurland í reknet sín.
-------------------------------------------------------------------
Sjálfsmorð.
Sjómaður nokkur af skipinu »Kristiana« fyrirfór sjer nýlega á Siglufirði, með þeim hroðahætti að hann stakk sig 24 stingi í gagnaugun, skar sig á háls og steypti sjer útbyrðis. Nl..
-------------------------------------------------------------------
Uppboð var haldið í Siglufirði fyrir þrem vikum á norskri síldarveiðaskútu, sem þar hafði sokkið á höfninni.
Nokkurir Siglfirðingar keyptu hana fyrir 1000 kr. niðri í sjónum með einhverju af tómum tunnum o. fl., sem í henni var.
Aflinn af skipinu var líka seldur, tunnan á 5—7 kr. Sömuleiðis net, sem seld voru á 5 - 7 kr. hvert.
------------------------------------------------------------------
Taugaveiki skæð var að ganga í Siglufirði; var þar látinn Karl Grønvold verslunarstjóri Gránufélagsins.
------------------------------------------------------------------
Siglufjarðarpóstur segir bændur vera hrædda við heyleysi t Siglufirði og Ólalafsfirði. »Fönix", skip þeirra B. Einarssonar, og Kristjánssona hafði nýlega fengið 35 tn. lyfrar í hákarlalegu, hafði fengið 15 tn. áður.
Í Fljótum var sagt að 3 hafísjakar hefðu sjeðst vestur hjá Skaga.
Snjó setti ákaflega mikinn niður seinni part þorrans, með góukomu blotaði og hefir snjórinn mikið sigið.
Austanpóstur ókominn enn. Vestanpóstur fór í fyrradag.
-------------------------------------------------------------------
Ferð með Mjölni.
Heyleysi — Hákarlaskip — Hvalir — Afgreiðsla.
Hjalteyri þ. 3. maí 1904. Nýlega fór eg með s/s »Mjölni« vestur á Siglufjörð, Haganesvík Sauðárkrók og Blönduós, og vil eg með fáum línum drepa á það helzta, sem til frétta má telja úr því ferðalagi.
Á Siglufirði lágum við nær því sólarhring. Þar var kafsnjór yfir alt og einlægar hríðar; en menn mjög heylitlir —margir alveg heylausir, svo til stórra vandræða horfir. Hákarlaskipin lágu þar mörg inni — höfðu orðið að hleypa þar inn sökum óveðurs — einlægir stormar og sjógangur, svo gamlir formenn sögðust vart hafa átt við óblíðara veðurlag til svo langs tíma.
Af Eyfirzkum skipum lágu þar inni:
»Flink«, hafði aflað 32 tnr. lifrar,
»Vonin« 72 tnr.,
»Anna« 30 tnr.,
»Henning« 28 tnr., hafði tapað dreggi, forhlaupara og einhverju talsverðu af stjórafæri.
»Hríseyjan 24 tnr.,
»Kristján« 54 tnr.,
»Áki« hafði tapað einhverju, en Iagt upp talsverðan afla (68 tnr.) hér á Eyjafirði;
»Anna María« með engan afla,
»Æskan« með ekkert,
»Víkingur« með mjög lítið, hafði tapað þrisvar sinnum neðan úr og talsverðu af stjórafæri.
»Mínerva« með engan afla — hafði tapað neðan úr og einhverju af stjórafæri.
»Kristján« hafði tapað stjórafæri — engan afla.
»Brúni« með engan afla. Eitthvað var talað um að fleiri skip hefðu tapað stjórafæri.
»Fönix« hafði aflað 84 tnr. Iifrar. Af Siglufjarðarskipunum lágu þessi inni:
»Latibrúnn« með 1I2 tnr. á 5 dögum;
»Kristján« með 33; »Njáll« með engan afla.
»Fljóta-Víkingur« með ekkert.
Þessi skýrsla sýnir, að mörg eru með engan afla, nokkur með lítinn og að eins 4 skip með afla, sem dregur, og má óhætt telja að það sé veðráttunni að kenna, því að skipin segja að nægur hákarl hafi verið undir.
Hvalabátur lá inni á Siglufirði; hafði ekki getað aðhafst sökum óveðurs, en lítið hélt skipstjóri að væri um hvali fyrir Norður og Austurlandi. Sama sagði Endersen kapteinn, að engan hvalreyk hefði hann séð, þegar hann kom austan fyrir, og bendir það á að hvalirnir eru farnir að týna tölunni.
Í Ólafsfirði kvað horfa til stórra vandræða með heyskort, — og ástæður manna á meðal miður góðar.
Í Haganesvík frétti eg, að mjög væri tæpt um hey í Fljótum og fannfergja var þar mikil. Annars lítið þaðan að frétta; gott heilsufar; enginn afli. Þaðan stunda menn hákarlaveiði á opnum bátum, en í vetur hefir það ekki borið neinn árangur.
Á Sauðárkrók frétti eg, að ástæður Skagfirðinga væru góðar með hey, og snjófergja var þar ekki mjög mikil. Sama er að segja úr Húnavatnssýslu.
Tíðarfarið þar vestra stirt undanfarið, miklum mun betra samt en í norðursveitunum, Siglufirði, Ólafsfirði og Fljótum.
Eg vil geta þess hér að afgreiðsla á »Mjölni« gekk mjög vel á öllum þeim stöðum, sem við komum á, nema á Blönduósi. —
Þar lágum við í 9 kl. tíma, biðum eftir því að verða lausir við 2 báta af vörum, og helminginn varð skipið að fara með til Sauðárkróks; þær vörur áttu menn, sem verzla upp til sveita í Húnavatnssýslu.
Veður var mjög gott, að eins ofurlítil kvika. Flestir viðurkenna víst, að þessar samgöngubætur, sem hr. Túlinius lætur í té við Húnavatnssýslu séu mjög hagstæðar. En þó lítur nú sem stendur ekki út fyrir, að neinir fáist til þess að afgreiða skipin á Blönduósi.
Kapt. Endresen hafði líka helzt á orði að leggja til við Túlinius að láta skipin hér eftir að eins ganga til Sauðárkróks. —
Annað skip lá fyrir á höfninni, »Hermes«, með vörur til Höepfnersverzlunar, en ekkert var aðhafst við afgreiðslu á því skipi, meðan við lágum þar, fyr en seinast, þegar við vorum að leggja á stað, og hefði fólkið verið notað og viljinn góður, þá hefði verið hægt að afgreiða »Mjölni« á 4 tímum. Óskandi væri Húnvetninga vegna, að einhver lagfæring gæti komist á þetta. —
Nú er Siglufjarðarpóstur kominn og höfðu öll skipin, sem hér eru talin að framan, legið þar inni, og því engar nýjar fréttir af þeim að segja. L. M.
----- ------ ------- -------
Illar horfur í útsveitum.
Siglufjarðarpóstur, sem kom á miðvikudagsnóttina var, segir vondar horfur í útsveitunum. Í Fljótum, Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafsfirði er alt undir gaddi, engin björg úti fyrir nokkura skepnu, nema þar sem fjörubeit er. Í Svarfaðardal er komin jörð á nokkurum parti.
Á Árskógsströnd alt fram undir Hillur má heita jarðlaust. Á Siglufirði lifa skepnur á fjörubeit og kornmat, en heylaust orðið.
Í Héðinsfirði og Ólafsfirði eru horfurnar einna verstar; mjög lítið um hey og kornmatarlítið í Ólafsfirði og búið að taka fóðrið frá nautgripum, svo að til mestu vandræða horfir.
-------------------------------------------------------------
Orðum aukið er það
Í 32. bl. Norðurlands., að margir séu hér alveg heylausir, því það e r enginn enn ; en hitt er rétt, að margir eru orðnir tæpir, þó helzt 3 heimili (tvíbýli á einu), og eru þau heimili fram í firði, og hafa rekið sauðfé sitt hér ofan til sjávar, og haft það við hús hér, en þó altaf gefið því hey með fjörubeitinni og korninu ; korn hefir sem sé verið gefið kúm með töðu, frá því fyrst í febrúar og fram á þennan dag , en sauðfé frá því um páska .
Tvær kýr hafa verið drepnar, báðar í óstandi, og því lítil eftirsjá í þeim, og ekki sízt þegar eigendur gátu fengið gott verð (25 aura pd.) fyrir kjötið af þeim, til sjómanna ; enginn ber á móti því, að horfurnar vóru orðnar alt annað en glæsilegar, ef alt af hefðu haldist stórhríðar, því snjór var hér miklu meiri fyrir, en vanalegt er um þetta leyti.
Héðinsfirðingar, Dalamenn og Siglnesingar hafa staðið sig með heiðri o g sóma í þessum aftökum; þó hefir eitthvað verið gefið af korni í Héðinsfirði, og á Dölum hefir Jakob bóndi verið banki eins heimilis síðan á páskum, með hey.
Er gott fyrir sveitarfélögin að eiga slíka hauk af horni. Einnig mun Jón á Hóli hafa hjálpað um æðimarga poka hingað á Eyrina til þurrabúðarmanna , sem litla grasnyt hafa. Nú er þetta basl fyrir okkur vonandi á enda ; snjórinn hverfur nú ótrúlega fljótt, því hita r eru miklir, oft 25° á Reaumur á móti sólu. Svona hefir tíðin verið stöðugt síðan á hvítasunnu —
Engin næturfrost, svo alt kemur grænt undan fönninni.
Siglufirði 29. maí 1904. O. S. Th. Q
Ath, sk; – 25° Réaumur hitamælir er = 31.25° á Celsius
-----------------------------------------------------------------
Aflabrögð að lifna.
Siglufjarðarpóstur, sem kom í gær, segir afla kominn hér úti í firðinum. Frá Böggversstöðum var róið snemma í þessari viku og fengust 80 á skip af mjög vænum fiski. Í Ólafsfirði var róið litlu áður og fengust 60 á skip, sömuleiðis af mjög vænum fiski. Fyrir Siglufirði var dreginn mikill fiskur nú í vikunni.
------- ------ ------ ----- ----- ----- -----
Úti í fjörðunum vestan megin Eyjafjarðar eru skepnuhöld betri en áhorfðist um tíma. Fé hefir ekki fallið þar, svo orð sé á gerandi. —
Þegar póstur var staddur í Siglufirði á mánudaginn var, var jörð ekki nema hálfauð í fremri hluta fjarðarins, og sagt að snjóskaflar á Skardalstúni væru þá enn 2—3 álna djúpir. Sumstaðar var ekki búið að vinna á túnum í Fljótum um síðustu helgi.
------ ------ ------- ------ ----- ----- ----
Norskir reknetaveiðamenn voru að byrja að koma á Siglufjörð um síðustu helgi, og hvalveiðabátar hafa verið að koma við og við, en flestir aflalitlir. Hafa þó leitað vestur undir Grænland.
------ ------ -------- ------------ ----------
Ófært var með hesta með öllu fyrir Siglufjarðarpóst alla leið úr Svarfaðardal til Ólafsfjarðar, Haganesvíkur og Siglufjarðar. Póstur segir, að mjög sjaldgæft sé að verða að fara gangandi þá leið um þetta leyti árs.
--------------------------------------------------------------------
Trúlofuð eru: Stefán Sigurðsson kaupmaður á Akureyri og ungfrú Jóhanna Jónsdóttir frá Hofi í Vopnafirði. —
Helgi Hafliðason kaupmaður á Siglufirði og ungfrú Sigríður Jónsdóttir frá Hraunum.
--------------------------------------------------------------------
3 skip hafa komið af Siglufirði nú í vikunni til þess að útvega kvenfólk til síldarsöltunar; en fremur fáar stúlkur hafa fengist til að fara.
--------------------------------------------------------------------
Norðurland - 6. ágúst 1904 Fréttir frá Siglufirði
Skarlafssótt er sögð komin upp á Siglufirði.
Tvö börn höfðu veikst, þegar póstur fór þaðan nú í vikunni, 1. ág.
Hafís hafði verið fastur við Horn skömmu áður en Skálholt fór þar um.
Þá kom færeyskt skip að ísnum, austan að, en varð að snúa frá og sagði frá ferðum sínum á Siglufirði.
Af Skálholti sást til hafíssins frá því er lagt var út af Aðalvík til þess er Norðurfjörður blasti við. Fyrir Horni fór skipið gegnum íshroða, en aðalísinn var rúma mílu undan landi. Fæsta hefir víst grunað, í annari eins tíð og nú er, að ís gæti valdið farartálma hér við land.
Snjór er enn mjög mikill á fjöllum, sem Siglufjarðarpóstur fer um. Hann segir, að aldrei hafi verið þar jafnmikill snjór um þetta leyti árs — langir kaflar, þar sem ekki verður af snjó stigið — þrátt fyrir sífelda hita. Siglufirði 31/7 04.
Tíðarfar gott; samt þerrilítið síðustu daga; en einmuna tíð hefir mátt heita frá því um hvítasunnu. Menn eru langt komnir að slá tún sín hér, en lítið er enn þurt af töðunni, alveg óskemdar samt enn því seint var byrjað að slá. Úrkomur litlar, að eins þykt loft og hlýtt.
Hér eru ósköpin öl! af norskum skipum, bæði segl- og gufuskipum; og eru þau farin að afla vel síld.
Vinna við síld er hér afar mikil; um 30 kvenmenn af Eyjafirði eru hér við síldarsöltun, auk fólks héðan, en altaf vantar fólk.
Norðmenn borga 50—75 aura fyrir að salta hverja tunnu.
Afli hefir verið hér afbragð frá því um 20. þ. m., samt mest ýsa. Menn hafa þó getað haft alt að 14 kr. hlut á dag; verð á blautum fiski er hér til 10. ágúst 6 aura þorskur upp og ofan (stór og smár) og 4—4½ eyri ýsupundið.
Norðmenn koma upp húsum í óða önn, 4 hús nú í smíðum, og verða líklega fleiri. Við Siglfirðingar horfum næstum undrandi á öll þessi ósköp, því munur er á eða fyrrum, þegar hér sást ekki hræða; hér gengur alt í friði og ró samt, og yfirleitt eru Norðmenn vænstu menn, sem eg mun sýna fram á í blaði yðar hið fyrsta; tíminn leyfir ekki meira nú.
G. S. Th. G.
----------------------------------------------------------------------
Aflabrögð.
„Fremad" hefir komið inn með um 8½ þús.
Síldarskipin
„Robert" og „Lottie" hafa og komið, hvort með nál. 130 tn. og
„Fönix" með um 60 tn.
Norska síldarveiðaskipið „Albatros" kom í fyrrakvöld með 200 tn síldar.
Það hafði farið frá Noregi til Siglufjarðar á 2½ sólarhring, fór svo út tafarlaust, fleygði út hringnót og fekk þennan afla á svipstundu. –
Norska skipið „Ulf" hefir og komið hingað með liðugar 300 tn. síldar. Tregt er um afla hér á firðinum fyrir innan Hrísey, en mikill afli fram undan Héðinsfirði. Síldarveiðaskip eru þar svo þétt á löngum kafla austur eftir, að menn þora varla að vera þar með lóðir á opnum bátum, eru hræddir um, að lóðirnar festist í netin.
Siglingar. »Harald«, norskt síldarveiðaskip, kom þ. 7. þ. m. frá Siglufirði með frú Grönvold, alflutta hingað.
Fór aftur 8. þ.m. »Jarl«, gufuskip Wathnes Erf., kom þ. 10. frá Siglufirði og fór aftur daginn eftir. »Rosa«, seglskip Gránufélagsins, kom snemma í vikunni frá Siglufirði og er farið til útlanda. »Modesta« kom í fyrrakvöld af Siglufirði og fór héðan í gærkvöldi með um 2000 tn. síldar; átti þó eftir að taka síld og þorsk á Þórsnesi, og mun sömuleiðis hafa átt að taka vörur á Hjalteyri og Dalvík.
-----------------------------------------------------------------------
Skip til sölu, Kútter, 25 Reg-Tons, úr eik, byggður á Englandi, er til sölu, með öllu tilheyrandi; menn snúi sér til kaupm. G. S. Th. Guðmundssonar á Siglufirði, innan miðs septbr. n. k. —
Verðið er 4000 kr.; skipið er ekki gamalt.
------------------------------------------------------------------------
Mislingar eru á norsku skipi á Siglufirði, skipið hafði komið af Vesturlandi; se x men n voru sjúkir. Skipið e r í sóttverði.
Heyskapur gengur yfirleitt vel. Þó hefir í sumum sveitum verið óþurkasamt 2—3 vikur.
Aflabrögð.
Þessi síldarveiðaskip íslenzk hafa komið:
»Helga«, 350 tn.;
»Fönix« 67;
»Lottie« 94;
»Robert« 164;
»Brúni« um 90;
»HeIena« um 100;
»Familien« um 500;
»Marianna« um 200.
Af norskum síldarveiðaskipum hafa komið hringnótaskipin
»Albatros« með hátt á 3. hundrað tn. og
»Imbs« með yfir 300 og svo
»KvaIen« með 4—500 tn.
»Minerva« kom nýlega á Hjalteyri með 4800 fiska; aflinn ágætlega vænn.
Afli er góður á Siglufirði og töluverður fyrir Fljótum.
Króna var nýlega borguð á Siglufirði um klstund við að fletja þorsk.
15 tn. af síld höfðu fengist í lagnet á Grenivík nú í vikunni, og mikil síld sögð komin inn í austurálinn.
------------------------------------------------------------------------
Norðmanna-sektir.
»HekIa« kom hingað nú í vikunni og fór vestur á Siglufjörð með sýslumann.
Þrír Norðmenn voru þar sektaðir, um 75, 50 og 30 kr., fyrir ólöglega fiskverkun á landi.
»Hekla« kom aftur í gærkveldi og sýslumaður með henni.
Hafís var mikill við Horn nýlega, fyrir eitthvað tveim vikum. Mörg skip á norðurleið hurfu þar frá, en eitt, norskt fiskiskip, komst gegn um ísinn og sagði fréttina á Siglufirði.
-----------------------------------------------------------------------
Siglufjarðarbréf. 29. september 1904.
Nú eru allir Norðmenn farnir, svo nú er alt hljóðlegra og daufara en var í sumar; yfirleitt hafa Norðmenn aflað mjög vel síldina í reknet sín, samt er hætt við að allur sá mikli afli hafi veríð misjafnlega með- farinn; við íslendingar erum forviða á hvernig Norðmenn fara með síldina, sérstaklega á gufuskipunum, þeir hrista hana úr netunum á þilfarið, í stóra hauga sem ná upp á hástokka að segja má, (þegar vel aflast) og traðka svo innan um bynginn á bússunum, síðan ausa þeir síldinni með háfum í stampa, sem eru á vagni á bryggjunni, svo úr stömpunum í mælingatunnur, úr þeim í byng inn í húsi; síðan taka saltarar síldina aftur í stampa, svo þetta er meira en lítið volk er síldin verður fyrir, og ekki ólíklegt að hún verði kramin og vond vara. —
Þetta var meðferðin á síld þeirri er á Iand kom hér; mikið betur fara þeir með síldina er fiska á seglskipum og sem salta fram á skipunum.
Gránufélagið lét halda út tveimur skipum til reknetaveiða, og öfluðu þau vel yfir tímann; í skipum þessum voru tómir íslendingar; — mikið hefir verið gert úr því, hve miklir peningar hafi komið inn í sveitina fyrir síldarverkun, en misjafnlega líta menn á það, og sumir halda jafnv