Tengt Siglufirði
Þetta var átak sem ekki hefði verið hægt að framkvæma án aðstoð fjölda góðra manna og fyrirtækja.
Það var í byrjun júnímánaðar 2007 sem ég fór að huga að því hvernig ég gæti lækkað kostnað þann sem ég (sk) þurfti að greiða Símanum fyrir rekstur vefmyndavélarinnar (niðurhal frá vefmyndvélinni, sem Lífið á Sigló hafði rekið í um tvö ár.
En regla símans var og er enn sú að við samsvarandi tengingu þurfti ég að greiða bæði fyrir leigu á beini (routher), aðgangi svo og bæði upphalið frá myndavélinni og einnig niðurhali þeirra sem notuðu vélina á netin.
Og alltaf jókst kostnaðurinn bæði vegna sífelldra gjaldskrárhækkana hjá Símanum og svo sífellt auknum fjölda þeirra sem daglega fóru á síðu mína og skoðuðu myndskeiðin frá vefmyndavélinni í leiðinn.
Þetta gekk ekki, það hluta að vera einhver leið til að útloka Símann. Ég fór að leita á netinu eftir því hvernig erlendir vefmyndavélarekendur höguðu sínum málum.
Ekki vissi ég þá, nema af tveim öðrum á Íslandi sem voru með vefmyndavélar opnar almenningi en það var á Sveitarfélagið á Snæfellsnesi og á Kaupfélagið á Sauðárkróki- Þeir voru báðir tengdir símakerfinu, svo leit mín hófst á erlendum síðum.
Þar fann ég marga möguleika og þann æskilegasta sem var rándýr í innkaupi svo að viðbættum tolli og söluskatti.
Ég hætti að láta mig dreyma um innflutning. Þá fór ég í símaskrána í leit af fyrirtækjum sem væru að flytja inn fjarskiptabúnað, mjög fá fyrirtæki voru með heimasíður á þessum tíma.
Svörin voru misjöfn enginn viðkomandi átti slíkan búnað á lager, sumir buðust til að panta og verðið sem boðið var skipt í öllum tilfellum vel yfir 100 þúsund og einn raunar á þriðja hundrað þúsund krónur. Og enn gafst ég upp, en fyrir tilviljun þá sá ég í tímariti auglýsingu frá fyrirtækinu IceCom ehf. – en leit í símaskránni hafði nafnið farið framhjá mér, eða ég ekki gert mér grein fyrir því við hvað fyrirtækið starfaði.
Auglýsingin bar með sér að þeir versluðu með alskyns fjarskiptabúnað, auk þess sem uppgefið var netfang, nokkuð sem var sjaldgæft í auglýsingum þess tíma.
Neðan ritaðan tölvupóst sendi ég svo:
From: sksiglo@sksiglo.is [mailto:sksiglo@sksiglo.is] Sent: 8. júní 2007 13:22
To: icecom@icecom.is
Subject: Orbylgjusendir
IceCom ehf.
Undirritaður rekur sem áhugamál, vefmyndavél sem staðsett er upp í fjallshlíð ofan við Siglufjörð uppi á hitaveitutank Rarik.
Þar hefi ég aðgang að símalínu og rafmagni.
Vefmyndavélin er af gerðinni Sony SNC-RZ30P Ég sendi myndskeiðin út á netið frá router og ADSL nettengingu, og vísa á frá tengli frá enn einu áhugamáli mínu sem er fréttavefurinn Lífið á Sigló, www.sksiglo.is sem ég hefi rekið á eigin kostnað og ábyrgð undanfarin fjögur ár, en með aðstoð nokkurra velviljaðra aðila sem styrkt hafa verkefnið mitt með allt að þeim kostnaði sem þetta "elliglapa" verkefni mitt hefur þurft að greiða vegna símakostnaðar og fleiri pósta.
En ég er orðinn 73ja ára og við hestaheilsu, miklum áhuga og held heilsu og huga í lagi með þessu áhugamáli mínu.
Erindið er spurning um hvort þið eigið á lager eða getið útvegað örbylgjusendir sem flutt gæti merkið frá vefmyndavélinni í beina sjónlínu til heimilis míns sem er í um 1,5 km. fjarlægð frá staðsetningu vefmyndavélar.
Það er losnað við að greiða Símanum mánaðarlega um kr. 6-7000 vegna ADSL tengingar uppi í fjalli þar sem vélin er og ekki síst hugsanlegum möguleika á að ná "live" myndskeiðum í stað höktandi eins og nú er.
Og ekki hvað síst; hvað slíkur búnaður ásamt loftnetum, snúrum og tengingum til tölvu minnar mundi kosta. Vefur minn er hýstur á tölvu hjá mér heima. - http:sksiglo.is/gamli/myndavel-allt.htm
Steingrímur Kristinsson
Siglufirði. S. 892-1569
=============================================
Svar við pósti mínum barst fljótt, eða eftir rétt rúmlega klukkustund:
Steingrimur Kristinsson
From: johann@icecom.is on behalf of Jóhann Sigurþórsson [johann@icecom.is] Sent: 8. júní 2007 14:15
Subject: RE: Örbylgjusendir
Sæll Steingrímur.
Skemmtilegt áhugamál sem þú ert með.
Það eru til fjölmargar lausnir á þessu verkefni, þær eru eðlilega misgóðar og að sama skapi misdýrar.
Mér dettur þó í hug gamall búnaður sem ég á hér upp í lagerhillu sem ég er reiðubúinn til að láta frá mér, á langt undir kostnaðarverði fyrir svona þarft verkefni, þar sem ég er að hálfum hluta Siglfirðingur og þar að auki nafni afa míns sem var Garibaldason.
Um er að ræða búnað frá fyrirtæki sem er kanadískt (WiLan) og heitir þessi búnaður AWE 4524 en hann getur flutt 3,5Mb/s þessa vegalengd.
Heildarverð án VSK verði Kr. 40.000,00 sem er u.þb. 80% verðlækkun. Innifalið í þessu verði er allur búnaður og stilling hans.
Frá loftneti sem staðsett verði úti, að rafeindabúnaði sem staðsetja verður inni eða í kassa sem ver búnaðinn fyrir veðri, verði kapallengdir ekki lengri en 3metrar
Vona að þetta hjálpi.
Johann Sigurthorsson Framkv.stj/Managing Director IceCom ehf.
sími/tel: 354 414 44 00 fax: 354 414 44 09
===========================================
Ég var fljótur að taka þessu góða tilboði og sendi peninga um hæl og búnaðurinn kom norður.
Það voru margar hendur sem komu að aðstoðinni við uppsetninguna og ekki slakað á.
Hér á Siglufirði má fyrst má nefna að Rarik gaf fúslega leyfi til að staðsetja búnaðinn í skúr hitaveitunnar svo að fá að festa myndavélina efst upp á hitaveitutanknum sem er í hlíðinni ofan við Siglufjörð vestanverðum.
Starfsmenn Hitaveitunnar þeir Árni Skarphéðinsson og Óli Agnars voru ávalt reiðubúnir til aðstoðar, þá Óskar Berg Elefsen hjá SR-Vélverkstæði sem smíðaði festingar ofl. Símverk; félagarnir Egill Rögnvaldsson og Jón Salmarsson sem þar réðu ríkjum, Svo og starfsmenn Rafbæjar; Freyr Sigurðsson, Sigurbjörn Jóhannsson ofl, voru ávalt tiltækir með viðkomandi tæki og efni. Svo var það bílstjórinn með kranann sinn Sturlaugur Kristjánsson. Og rúsínan í pylsuendanum: Enginn þessara aðila sendi mér reikning, hvorki fyrir efni né vinnu. Allt góðir vinir mínir.
Aðrir styrktaraðilar þessa verkefnis frá upphafi eru helstir: Baldvin Einarsson - Box ehf. - Erla Bjartmarz - Geirlaug Helgadóttir - Guðmundur Albertsson - Hinrik Aðalsteinsson - Katrín Sif Andersen - Kristján Sigtryggsson - Leó R Ólason - Óskar Berg Elefsen - - Merkismenn - Norðurfrakt - Róbert Guðfinnsson - Sigurður Stefán Sigurðsson - Sigurður Þór Bjarnason - Skarphéðinn Fannar Jónsson - Sparisjóður Siglufjarðar - Sturlaugur Kristjánsson - Sölvar ehf (bensínstöðin) - Sæmundur Rúnar Þorgeirsson – Réttingaverkstæði Jóa - SR-Vélaverksæði -Sveinn Þorsteinsson - Theódór Júlíusson - Tryggvi Örn Björnsson - Örlygur Kristfinnsson - Þorsteinn Sveinsson - Þórir Kristinn Þórisson - Verkalýðsfélagið Vaka – ofl.
===================================================
Viðauki: Efni af vefnum Lífð á Sigló: Þriðjudagur 14. júní 2005
Eins og kunnugt er þá óskaði ég fyrir nokkru aðstoðar lesenda minna til að fjárfesta í veðurstöð. Árangurinn var mjög góður, en stöðin upp komin; það er stöðin sjálf með tilheyrandi, efni, framlagi og sjálfboðavinna sem mætti meta til viðbótar sem 3/4 kostnaðar, sem alls var um 140 þúsund krónur. Restina réði ég við, en enn er eftir að kaupa tengi og hugbúnaðinn til að koma upplýsingunum lifandi beint á síðuna, þannig að hægt verði að skoða á netinu um ástand líðandi stundar, þær fjölmörgu upplýsingar sem stöðin býður upp á. Það mál verður bráðlega í höfn.
En nú er annað mál komið í gang ekki síður áhugavert.
En eftir hvatningu góðra manna hefi ég ákveðið að kaupa vandaða vefmyndavél, og er vinna við það verkefni á fullu meðal annars er verið að semja um það mál við erlendan aðila. Aðstoð við það: Vinir mínir Baldvin Einarsson og Þórir Kristinn Þórisson.
Myndavélin hefur verið keypt, og allur undirbúningur á lokastigi -- nema búið er að bíða yfir 10 daga eftir ADSL tengingu fyrir vélina hjá símanum. (1. september 2005)
Mjög margir hafa hvatt mig í orði, tölvupósti og í "Umræðunni"
Og einnig hefur mér borist góður styrkur vegna þessara kaupa.
Það eru eftirtaldir aðilar:
Baldvin Einarsson
Box ehf
Erla Bjartmarz
Geirlaug Helgadóttir
Guðmundur Albertsson
Hinrik Aðalsteinsson
Katrín Sif Andersen
Kristján Sigtryggsson
Leó R Ólason
Merkismenn ehf
Norðurfrakt ehf
Óskar Berg Elefsen
Róbert Guðfinnsson
Sigurður Stefán Sigurðsson
Sigurður Þór Bjarnason
Skarphéðinn Fannar Jónsson
Sparisjóður Siglufjarðar
Sturlaugur Kristjánsson
SR-Vélaverkstæði
Sveinn Þorsteinsson
Sölvar ehf (bensínstöðin)
Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
Theódór Júlíusson
Tryggvi Örn Björnsson
Örlygur Kristfinnsson
Þorsteinn Sveinsson
Þórir Kristinn Þórisson
Verkalýðsfélagið Vaka
-------
Vefmyndavélin kom í gagnið 16. september 2005:
Vefmyndavél:
Allar upphæðir litlar sem stórar til þessa verkefnis eru vel þegnar.
Steingrímur Kristinsson
kt. 210234-4549 -
Reikningur: 1102-26-1569 í Sparisjóðnum á Siglufirði.
========================================
Mánudagur 30. maí 2005
VEÐURÁHUGAMENN og aðrir lesendur HJÁLP -- Ég verð að játa að ég er ekki einn í þeim hópi sem spái mikið í veðrið eða hlusta eða horfi á veðurfregnir. En eins og allir sem heimsækja þessar síður mína vita, þá eru þar daglegar fréttir og ljósmyndir sem tengjast veðrinu eins og það er í hádeginu hverju sinni. Þessi þáttur var í upphafi settur á síðuna eftir ósk brottfluttra Siglfirðinga, sem flestir hafa svo sterkar taugar til fjarðarins okkar, að þeir fylgjast með ástandinu heima og þar með veðrinu. Síðan bættist við mynd af einhverju húsi, sem venjulega var tekin fyrir hádegið og sett við hlið “veðurmyndarinnar”
Nú upp á síðkastið hafa komið ábendingar um að gott væri ef fleiri upplýsingar um veður kæmu fram á síðu minni, jafnhliða var bent á að til væru sjálfvirkar veðurstöðvar sem sendi þráðlaust allar mögulegar veðurfarsupplýsingar beint í tölvuherbergið á skjá sem þar væri og einnig væri hægt að koma þessum upplýsingum beint á netið á síðu minni.
Ég skrapp suður síðastliðinn föstudag, og eitt af erindi mínu var að skoða fjölvirka veðurstöð sem vinur minn Baldvin Einarsson hafði fundið fyrir mig. Þetta er veðurstöð af tegundinni Vantage Pro2 Plus, mjög fullkomin.
1. Eifaldasta einingin er Veðurstöðin + móttökuskjár, þar sem allar hugsanlegar upplýsingar um veður líðandi stundar kemur fram á. (Veðurstöðin væri staðsett neðan við hús mitt)
2. Hægt er að kaupa/tengja viðbótarbúnað, sem gerir kleift að skoða allar þessar upplýsingar á vefsíðu.
3. Við þann búnað er einnig hægt að tengja vefmyndavél og setja lifandi myndir frá henni inn á sömu vefsíu.
Hluti 2 og 3 þarf að kaupa sérstaklega. Nú þegar hefi ég ákveðið að fjárfesta í 1. áfanga, þó svo að fjárhagurinn leyfi það tæpast. (þetta er dýr búnaður)
1. júní: Ég er búinn að kaupa stöðina, 1. áfanga. -- (tók lán fyrir henni) Undirbúningur vegna masturs fyrir stöðina er þegar hafinn (2. júní, holan grafin)
En eftir hvatningu frá þeim sem þegar vita af þessum hugleiðingum mínum, þá óska ég eftir stuðning frá veðuráhugafólki og öðrum til þessara kaupa þennan búnað.
Hvort sá væntanlegi(?) stuðningur nægir til að kaupa 1. áfanga, - eða jafnvel 2. og eða 3. verður að koma í ljós.
Hver þúsundkallinn frá einstaklingum eða fyrirækjum hefur sitt gildi.
Máltækið segir: “Margt smátt gerir eitt stórt”
Hérna er tengill Sem segir frá veðurstöðinni: http://www.davisnet.com/weather/products/stations.asp -Því miður, ekki til lengur
Íslensk einkaveðurstöð: http://www.verksud.is/vedur/reynivellir-nu.cfm - Sama tegund
Og hérna er sýnishorn frá danskri vefsíðu sem notar samskonar búnað og ég hefi sagt frá hér fyrir ofan. http://www.mmc.dk/davis/vejret_paa_masnedoe/Current_Vantage_Pro.htm
Með vinsemd og góðum tilgangi,
Steingrímur Kristinsson
kt. 210234-4549 - Reikningur: 1102-26-1569 í Sparisjóðnum á Siglufirði.