Þegar aurar skiptu máli

Andrés Hafliðason umboðsmaður Olíuverslun Íslands

Í „gamla daga“ var mjög nákvæmur og skilvís maður og heiðarlegur fram í fingurgóma.

Allir eldri Siglfirðingar þekktu og muna eftir þessum höfðingja.

Smá saga um vandvirkni hans og heiðarleika:

Það var eitt árið þegar ársuppgjör hjá honum fór fram að í bókhaldinu reyndist falin villa upp á 7 aura.

Á þessu tíma voru allir reikningar og færslur handskrifaðar og engar tölvur til. Andrés og bókari hans, Helga leituðu í heila þrjá daga eftir þessari villu til að geta stemmt af niðurstöðu rekstrarreikningsins, en allt kom fyrir ekki, þau gáfust því upp og sendu reiknisuppgjörið suður til höfuðstöðvanna með þessari neikvæðu 7 aura villu. - Ásamt því að segja frá að ekki hafi fundist hvar þessi villa væri falin í færslum, þrátt fyrir mikla leit.

Andrjes Hafliðason

Andrjes Hafliðason

Vilhjálmur Ólafsson frændi Andrésar, sem þá var yfirmaður allra útibúa Olíuverslunarinnar þekkti Andrés vel og þekkti hans nákvæmni og heiðarleika, ákvað að slá á létta strengi vegna þessarar 7 aura villu.

Hann sendi (meint) skammarbréf til Andrésar vegna óreiðu í bókhaldi.

Andrés mun hafa hringt í Vilhjálms og þóst vera bálreiður og hundskammaði hann fyrir að eyða 10 aurum í frímerki utan á umslag hins fyrrnefnda skammarbréfs.

Þessi samskipti voru auðvitað eingöngu til gamans gerð af beggja hálfu, en Andrés svaraði með meintum skömmum fyrir hið meinta skammarbréf.