Lífið á Sigló í apríl og maí 1954, - skrifað af Andrjesi Hafliðasyni.

Annáll Aprílmánaðar 1954

Veðurfar.

Mánuðurinn var mjög hagstæður yfirleitt hvað veðráttu snerti. Meðalhiti mánaðarins mun hafa verið talsvert yfir frostmarki.

All umhleypingarsamt var, en þó voru bjartviðri tíð framan af mánuðinum og um miðjan mánuðinn mun hafa verið hlýjast og er leið á mánuðinn var jörð farin að grænka og garðablóm farm að spretta. Brum á trjám var farið að þrútna.

Undir lok mánaðarins kólnaði svo dálitið og var norðanátt með éljagangi nokkra daga. Hvítnaði þá jörð til sjávar. Engin sérstök stórviðri, gerði í mánuðinum, en 9. apríl hvessti þó af suðvestri 9 til l0 vindstig, en það veður stóð stutt og gerði engar teljandi skemmdir utan þess að einn geymsluskúr hjá Rauðku fauk og ónýttist.

Andrjes Hafliðason

Andrjes Hafliðason

Gæftir og aflabrögð.

Gæftir máttu kallast sæmilegar og var alloft róið, því að sjaldan gerði stórsjó, þótt umhleypingar væru. Sluppu menn yfirleitt farsællega, rótt nokkuð blési. Í veðrinu 9. apríl var m/3 Baldvin Þorvaldsson sendur af stað til að sæk ja trillu Águst Gíslasonar, sem var í róðri, komust bæði trillan og Baldvin farsællega til lands aftur. Aflabrögð munu hafa verið stopul, stundum sæmileg en alloft reytingsleg, Mun óhætt að segja, að, mánuðurinn sé varla annálsvetur hvað snertir fiskafla. Glæddist afli þó heldur er á mánuðinn leið.

Atvinnulíf og skipskomur.

Atvinna mun hafa verið fremur stopul í mánuðinum. Aðallega unnið við fisk, sem barst á land, en það var sjaldnar en æskilegt hefði verið.

1. apríl landaði Elliði fiski,- og var gert á honum ketilhreinsun á eftir.

4. apríl lestaði Dettifoss freðfisk til Rússlands.

7. apríl kom Reykjafoss með áburð, en tók tómar tunnur og þorskalýsi. 8. apríl kom Ingvar Guðjónsson með 38 lestir af fiski í íshús S.R. 14. apríl kom Ingvar Guðjónsson aftur með 19 lestir af fiski.

17. apríl 1önduðu bæði Ingvar Guðjónsson og Sigurður. 8. apríl kom m/s Straumey og tók áburð.

22. apríl kom Litlafell hingað í fyrsta sinn og losaði olíu og benzín 27. apríl kom m/s Ingvar Guðjónsson með 21 lest fiskjar. 28. apríl komu 2 bátar frá skagaströnd og tóku ís til að hafa við handfæraveiðar við Langanes. Sama dag kom Jökulfell með sykur og fleira til Síldarútveganefndar.

3o. apríl var m/ s Stígandi settur á land til aðgerðar. Fyrir utan smábátaútgerðina voru þessar skipskomur aðal lyftistöng atvinnulífsins, en af því sem her hefir verið sagt má sjá að ekki hefir sú stöngin lyft sérstaklega hátt í aprílmánuði. Að sjálfsögðu komu strandferðaskipin Esja og Hekla á sinum tilskyldu tímum í mánuði, en þar vísast til skipaafgreiðslunnar um nánari upplýsingar. þó bar það einnig til tíðinda í mánuðinum að póstbáturinn Drangur kom yfirleitt þegar hann átti að koma og fór sömuleiðis þegar hann átti að fara.

Mannlát og fæðingar.

7. apríl var gerð útför Páls Jónssonar, Lindargötu l c hér bæ en hann lézt 29. marz.

Páll var 72 ára að aldri, kunnur borgari og merkur maður. 21. apríl andaðist ekkjan Margrét Friðriksdóttir Hafnargötu 6 hér í bæ, 89 ára að aldri og öllum eldri Siglfirðingum að góðu kunn. Útför hennar fór fram 28. apríl. 6 börn fæddust f mánuðinum 3 drengir og 3 stúlkur. Önnur tíðindi.

Á pálmasunnudag 11. apríl hélt karlakórinn Vísir söngskemmtun í Nýja Bíó i tilefni af 3o ára afmæli sínu. Söngstjóri var Haukur Guðlaugsson Undirleik annaðist frú Guðný Fanndal. Einsöngvarar með kórnum voru Þórður Kristinsson og Sigurjón Sæmundsson.

Húsið var þéttskipað og söngnum vel fagnað. Ræður heldu við það tækifæri Páll Erlendsson söngstjóri og Sigurjón Sæmundsson form Vísis. Um kvöldið hélt kórinn afmælishóf í Alþýðuhúsinu

Á skírdag og páskadagana báða fór fram hluti af skíðamóti Íslands. Keppt var i göngu og stökki. Snjólítið var og aðstaða fremur óhæg til keppni. Verður ekki hirt um að geta afreka í þeirri íþrótt hér.

3o. apríl var botnvörpungurinn Hafliði lagður til við bryggju hér í bæ og bundinn. Varð að gera þessa ráðstöfun vegna manneklu. Áður hafði Hafliði gert sig frægan af veiðum innan landhelgi og hlotið dóm sem áfrýjað var til Hæstaréttar. Er allt útlit fyrir að Hafliði fái sæmilega hvíld frá veiðum um sinn. Væri þó athugandi fyrir bæjarstjórn að gera hann út á handfæraveiðar á vegum unglingavinnu bæjarins.

Ljúkum vér svo sögu aprílmánaðar.

Annáll Maímánaðar. 1954.

Mánuðurinn hófst með frídegi verkamanna að venju og var þá gerð kröfuganga, sem að vísu var fremur fámenn að sögn sjónarvotta. Hátíðahöld voru í A1þýðuhúsinua um kvöldið, en útisamkoma um daginn.

Önnur stórtíðindi í mánuðinum voru þessi.

9. maí var handavinnusýning í Barnaskólanum.

11. maí var Siglufjarðarskarð opnað til umferðar.

14. maí Tómas Einarsson Hólaveg 2o og Hilmar Guðmundsson Holaveg 12 féllu úr lyftustó1 af 3 hæð Útvegsbankans niður á gangstétt. Var Hilmar fluttur meðvitundalausá Sjúkrahúsið, en Tómas slapp litið meiddur eftir atvikum.

16. maí fór fram fermingarguðþjónusta í Siglufjarðarkirkju, Voru fermd 37 börn, 23 drengir og 14 stúlkur.

18. maí kom hingað til bæjarins fræðslumálastjóri Helgi Elíasson og íþróttafulltrúi Þorsteinn Einarsson til að athuga um endurbætur og viðbyggingu við Barnaskólann.

Aðfaranótt 22. maí var brotist inn í sundlaug bæjarins og þar framin spellvirki, en engu stolið. Sama dag komu meyjar frá kvennaskólanum í Reykjavik 16 að tölu og virtu fyrir sér bæinn.

Leikfélag Siglufjarðar fór í leikför til Sauðarkróks með sjónleikinn Hamingjufjölskyldan, sem sýndur hafði verið hér framan af mánuði við góðan orðstír og hollan hlátur.

23. maí kom hingað stór krani frá Vitamálastjórninni, til að vinna við flóðgarðinn.

30. maí var haldið í Siglufjarðarkirkju kóramót kirkjukóra Eyjafjarðarprófastdæmis hér annað í röðinni. Komu kórarnir innan úr firði með m/s Esju á Sunnudagsmorgun, en kirkjukór Ólafsfjarðar kom með bíl yfir Lágheiði og Siglufjarðarskarð. Mótið hófst með hátíðarguðþjónustu kl 2 e,h.kórarnir héldu svo 2 konserta um daginn kl 5 og kl 21,00 Sungu þar 6 kórar bæði einslega og saman. Er þetta stærsti söngviðburður í sögu Siglufjarðar. Lúðrasveit Akureyrar lék á Ráðhústorgi kl 4 um daginn. Um kvöldið kl.11 sátu kórarnir samsæti í Sjómannaheimilinu í boði bæjarstjórnar og sóknarnefndar. Mannmargt var í bænum um daginn og mikið um dýrðir Aðkomukórarnir heldu heim um nóttina.

29. maí var Barnaskóla Siglufjarðar slitið.

Veðurfar.

Fram af mánuðinum var fremur kalt, en er leið að miðjum mánuðinum brá til betri tíðar og mátti heita að einmuna veðurblíða væri allan seinni hluta mánaðarins. Jörðin grænkaði og gras spratt svo ört að næstu mátti sjá og heyra. Trjágróður var í blóma upp úr 2o. maí. Sláttur hófst á einstaka blettum í lok mánaðarins. Gras var að fara legur á Hvanneyrartúni undir mánaðarmótin. Sett var niður í garða um og eftir mánaðarmót.

Atvinnulíf og sjósókn.

Framan af,..mánuðinum var atvinnulíf fremur tregt, en glæddist mjög er á mánuðinn leið. Undir lok mánaðarins var góð atvinna í bænum. Gæftir voru tregar framan af og afli rýr, en glæddist heldur er á mánuðinn leið.

8. maí komu skipin Sigurður, Súlan, Ingvar Guðjónsson og Snæfellið inn vegna veðurs, en voru með lítinn afla, 16. maí kom Elliði með 2oo tonn. 17. kom Ingvar Guðjónsson með 53 tonn, 2o. kom Ingvar aftur með 17 tonn.

21. Maí kom Elliði með 24o tonn 25. maí kom Ingvar Guðjónsson með 57 tonn. 31. maí kom Snæfellið og Súlan og lögðu hér upp fisk, Snæfell 4o tonn og Súlan 35 tonn. Aðrar skipskomur voru helztar 2. maí kom Hvassafellið.

5. maí kom Goðafoss með sykur og tók freðfisk.

8. maí kom Brúarfoss að austan frá Reykjavik.

10. maí kom Þyrill með olíu til B.P. 12. maí kom norski línuveiðarinn Bruningen frá Molde með bilaðan dýptarmælir.

13. maí kom færeyskt fiskiskip Energy að nafni með bilaða vé1 til viðgerðar og Skansoddi frá Ferenning kom með sement. 15. maí kom þyrill með olíu til B.P. og Shell. - Danskt skip kom með timbur til Ó Ragnars.

2o. maí kom Litlafell og losaði olíu. Sama dag kom enskur togari með veikan mann og Græðir kom frá Reykjavík til viðgerðar i slipp.

21. maí kom botnvörpungurinn Sléttbakur með slasaðan mann, Guðmund Sveinsson Suðurgötu 49 hér í bæ.

24. maí kom Reykjafoss frá Reykjavík og fór samdægurs til Akureyrar.

25. maí kom sementskip til KFS.

27. maí kom færeyska fiskiskipið Langanes að nafni til að taka olíu, sama dag komu 6 norskir línuveiðarar inn vegna óhagstæðs veðurs. Auk þess komu ríkisskipin Esja og Hekla á áætlunarferð sinni og sömuleiðis Drangur eftir sinni áætlun.

Mannalát og fæðingar.

1. maí lést Sveinn Jóhannesson frá Heiði þekktur maður hér í bæ, 66 ára að aldri, útför hans var gerð 12, maí.

18. maí lést Jóhanna Þorbergsdóttir ekkja Hafnargötu 16, gamall Siglfirðingur, útför hennar var gerð 25. maí.

Heimild: Jón Andrjes Hinriksson