Í tilefni Íbúaþings í fjallabyggð 23. maí 2009

Ég hefi lengi beðið eftir þessum fundi !

Mig hefur lengi langað til að bera fram ákveðnar spurningar til bæjarstjórnar Fjallabyggðar, raunar þar áður til bæjarstjórnar Siglufjarðar.

Spurningar sem varða umferðarmál

Árlega leggur sveitarfélagið í talsverðan kostnað vegna umferðamerkinga, merkingar gangbrauta og bílastæða.

Hversvegna er verið leggja í allan þennan kostnað, þegar í raun og veru fara allt of fáir eftir þessum merkingum.

Þar á ég sérstaklega við það  sem við kemur merkingum bifreiðastæða, merkingum bifreiðastæða og tímamörkum þeim tilheyrandi, sem alltof margir, sennileg nálægt meiri hluta ökumanna á Siglufirði fara ekki eftir.

Bílstjórar leggja bílum sínum þar sem þeim dettur í hug, þeir loka gangbrautum, gangstéttum og jafnvel götum, það er bifreiðar þurfa stundum að aka upp á gangstétt til að komast leiðar sinnar.

Jafnvel lögregluna hefi ég séð þurfa að aka upp á gangstétt á Aðalgötunni til að komast leiðar sinnar, án þess í það skiptið frekar en í “öðrum tilfellum” gert athugasemdir við ólöglegar bifreiðastöður.

Eða er það ekki í verkahring lögreglunnar að sjá til þess að farið sé að lögum?

Á mætti benda; rangstöður bifreiða á meirihluta Laugarvegar, rangstöður á Aðalgötunni, þar sem jafnvel fyrirtækjaeigendur og starfsmenn þeirra misnota stæðin og ekki hvað síst má benda á Hvanneyrarbrautina þar sem bifreiðum er oft lagt hreint þversum á götuna og loka til skiptis fyrir umferð götunnar, og gangstéttar fyrir gangandi vegfarendur.

Áskorun mín til bæjarstjórnar er eftirfarandi:

Getur bæjarstjórn ekki pikkað aðeins í sýslumannsembættið og fengið það til að sinna þessum hluta starfa sinna ?

Með vinsemd:

Steingrímur Kristinsson 2102314-4549

Viðbót árið 2015: Það þarf ekki að taka það fram, að þessu erindi var aldrei svarað, hvað þá að breytingar hafi orðið varðandi ofangreindar lýsingar. 

Yfirvöldum á Siglufirði er andskotans sama um svona lögbrot, sem og þeirra eigin tengdum viðkomandi lýsingum þannig að ég og fleiri erum að verða gegnsýrðir af tillitsleysinu og erum farnir að smitast af þessum lögbrotum og eru því lögbrjótunum sífellt að fjölga.

Það er "öllum" sama ?? . Er það ef til vill lausnin að taka niður allar þessar "óþörfu" umferðamerkingar ? Ég vona ekki, sveitarfélagið Fjallabyggð gæti hagnast vel á umferðarlagabrotum, ef þeir tækju til hendinni og gerðu eitthvað í málunum, svona að minnsta kosti fyrstu mánuði eftir að þeir færu að fara að lögum sem sveitarfélaginu stjórna.

Steingrímur Kristinsson