Tengt Siglufirði
Upplýsingar um merkan Siglfirðing. 29. nóvember 1997 |
Ernst Kobbelt.
Þjóðverjinn Eduard Kobbelt, sem kom til Siglufjarðar 1925 til að setja niður og fylgja til vinnslu vélum í síldarverksmiðju landa síns dr. Pauls, var alinn upp í þeim kynslóðaræktaða og agaða starfsmetnaði sem þjóð hans er fræg fyrir.
Þetta uppeldi mótaði breytni hans og dagfar; allt skyldi vera rétt, hvergi fúskað né réttu hallað, og þessu viðhorfi leitaðist hann við að koma inn hjá börnum sínum, trúlega stundum þvert á tíðaranda og bæjarbrag síldarverstöðvarinnar þar sem þau uxu upp.
Hann var síðan í áratugi vélstjóri í síldarverksmiðjunni Rauðku, og einn þeirra erlendu iðnaðarmanna, sem áttu hlut að því að þróa málmiðnað og véltækni á Siglufirði.
Myndirnar hér fyrir neðan eru flestar teknar í Þýskalandi, ábyggilega í Dortmund eða þar í kring. -
Sendingar frá Huldu Kobbelt, dóttur Ernst Kobbelt og Guðrúnu Magnúsdóttur Kobbelt.