Aflaskipið skipið Dagný SI 7 smíðað árið 1904

Það á sér merka sögu, það var happafengt aflaskip á síldarárunum og oft á meðal þeirra aflaæðstu flotans

Skipið sem síðar fékk nafnið  Dagný SI 7, var smíðaður  úr eik og furu í Svíþjóð árið 1904. 

Í upphafi var það smíðað sem þriggja mastra seglskúta. 

Dagný var 121 brl. og í fyrstu (?) með 170 hesta June Munktel vél.

Eigendur bátsins 16. Júní árið 1937 voru þeir Sigurður Kristjánsson og Axel Jóhannsson frá Siglufirði. 

Þann 18. Desember 1942 var báturinn skráður í eign Dagný hf. á Siglufirði

Líkan af Dagný, smíðað af Siglfirðingnum Grími Karlssyni er nú varðveitt á Síldarminnasafninu.

Líkan af Dagný, smíðað af Siglfirðingnum Grími Karlssyni er nú varðveitt á Síldarminnasafninu.

Árið 1944 var báturinn lengdur og skráð stærð eftir það 136 brúttó lestir. 

Og árið 1945 var sett í bátinn ný 220 hestafla vél að gerðinni Völund. 

Síðustu ár aflaskipsins Dagný SI 7  á Siglufirði lá báturinn  í fullkomnu reiðuleysi  við bryggju á í heimabæ sínum Siglufirði.

Síðan var hann seldur til Akureyrar, þar sem möstrin voru fjarlægð og ofan á dekki bátsins var komið fyrir beltakrana og notaður til dýpkunar á höfninni á Akureyri.

Það gekk ýmislegt á tengdu því verkefni, raunar mörg happasöm og hagkvæm, en eins og gengur einnig ýmislegt sem betur hefði mátt fara. Meðal annars sökk hann þrisvar sinnum í Akureyrarhöfn.

Fréttin hér fyrir neðan um örlög bátsins, en báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 18. mars 1964.  

Heimildir: Jón Björnsson; Íslensk skip. + sk

Neðan rituð frétt er frá Morgunblaðið 7. Apríl 1965

(sk)  

 

 

 

 

 

Dagný SI 7 var mikil happafleyta og oft á meðal þeirra aflamestu á síldarárunum forðum.
Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Þarna er "Dagný" sennilega nýkomin til Siglufjarðar árið 1937 (ágiskun) Þarna er skipið þriggja mastra, en síðar var miðmastrið tekið, OG (óstaðfest), sett í skipið
Þarna liggur Dagný við löndunarbryggju (hábryggju) SR - Ég (sk) fann viðkomandi filmu á haugunum árið 1983, skarpa og ósemmda. Ljósmyndari ókunnur
Stærri mynd hér: http://www.sk2102.com/436624677?i=154637208