Ágúst Gíslason; Gúsi guðsmaður.

Myndir af tilvitnunar miðum hans

Litlir miðar sem hann dreifði á meðal barna og fullorðinna.

Stærð miðanna var að meðalali um  9x9 sm að stærð. Sumir aðeins stærri og aðrir aðeins minni. En það var ekki stærð miðanna sem var í fyrirrúmi, heldur innihaldið; boðskapurinn, sagði hann.

Ég Steingrímur, og Gústi vorum góðir vinir, vegna sjósóknar okkar beggja á mínum yngri árum, en bátar okkar voru af svipaðri stærð.

Hann gerði marga tilraunir til að koma mér á "rétta leið" í trúnni eins og hann sagði. En það var langt á milli okkar hvað þau mál snerti. Við virtum þó báðir skoðanir hvors annars. Gústi var maður sem engum gerð mein og átti alla sjómenn, og þá sem hann umgekkst sem vini, vini sem og sýndu honum mikla virðingu.

Þessir miðar hér  fyrir neðan eru meðal fleiri miða sem hann hafði rétt mér, oft er við röbbuðum saman við brottfor til róðrar, er svo hitti á að var á sama tíma, en bátur minn Guðrún var bundinn við hlið báts hans Sigurvins. Og fyrir kom að ég renndi til hans úti á miðunum þegar logn og blíða var. Einn miðanna var samkvæmt beiðni hans, límdur inni í lokið á vélarúmskassanum á bát mínum, það átti að koma í veg fyrir að vélin bilaði.