Uppaf kvikmyndasýninga á Siglufirði

Elsta auglýsingin

Þessi auglýsing hér fyrir neðan, er "kopía" af auglýsingu sem prentuð var á 25x40 sm. (um.þ.b.) örk - Auglýsingunni var dreift um Siglufjörð, fest á ljósastaura og veggi, einhvern tíma á árunum  1913 -1917. Jón Andrjes Hinriksson varðveitir frumrit þessarar auglýsingar. En auglýsingin fannst á meðal skjala úr dánarbúi manns, sem lést árið 1917, þannig að auglýsingin er tilkomin fyrir árið 1917.

En á þessum tímum var ekkert kvikmyndahús komið á Siglufjörð, og mun þetta hafa verið sýning Norskra faralds sýningaraðila sem ferðast hafa um Ísland - og komið við á Siglufirði.  Barnaskólinn var (núverandi) var byggður árið 1913 og mun leikfimisalur hans hafa verið notaður sem samkomuhús, einkum á sumrin. En  árið 1918 var rekið þar kvikmyndahús, eins og segir frá annars staðar hér á vefnum.
---

Í kvöld kl. 8½
Verða sýndar
LIFANDI MYNDIR
í barnaskólanum
===========

Hér er svo mynd af frumritinu. L.m. sk

Hér er svo mynd af frumritinu. L.m. sk

Þar verða meðal annars sýndar myndir úr
STRÍÐINU MILLI RÚSSA OG JAPANA
teknar af herfréttaritara Rogers
KÓSAKKAR að sýna reiðlist sína á völlunum við Múkden,
Rússneskar HERSVEITIR á ferð yfir Baikalvatnið í 40 stiga frosti,

Tungúshöfðinginn Li Tang líflátinn 3. maí 1904 hjá Múkden,
Flutningar Rauða krossins, Úr orrustunni við Jaluelfi,
            Strandið á Goodwin-sandi, Björgunarbáturinn fer út,
                     Í Circus barnum: 300 fílar, 150 spilagosar.
Inngangur: betri sæti: fullorðnir 1.00, börn 0,50
       Almenn sæti              "         0,50,   "     0,25
NORDISKE BIOGRAF CO. Apparat nr. 3.  Flekkefjörd. NORGE
                                                                                                               Ísafolsdarpr.sm.

Stafsetningin og textinn, hér fyrir ofan, er sá sami og var á frumritinu. Einnig er líkt eftir upphaflegri uppsetningu. Auglýsingin var prentuð hjá Ísafoldarprentsmiðju.
Textinn: "Í kvöld kl. 8½ - í barnaskólanum" var handskrifaður.