Tengt Siglufirði
Þessi kafli, Þjóðvegur til Sigló, eru að mestu fengin af vefnum www.timarit.is
Þar hefi ég plokkað frá efni sem beint og óbeint tengist vegamálum til Siglufjarðar, tilkynningum, fréttum og greinum. Miklu er þó sleppt, það er í flestum tilfellum, greinar og „fréttir“ sem sprottnar eru út frá því sem kalla má pólitískar lofgreinar eða tilvitnanir um einstaklinga og eða stjórnmálaflokka sem beint og óbeint telja sig hafa unnið meira en aðrir vegna okkar samgöngubóta.
Það mun hafa verið í fyrsta sinn árið 1876 sem nafnið Siglufjarðarskarð var nefnt í opinberum gögnum á Íslandi (samkvæmt því sem finna má á www.timarit.is ) Það var í Stjórnartíðindum sama ár.
Stjórnartíðindi . Hinn 30. nóvember 1876 Auglýsing um fjallvegi.
Samkvæmt 2. gr, laganna um vegina á íslandi frá 15. oktbr. f. á., og eptir að amtsráðin hafa tjáð mjer lillögur sínar, skal hjer með ákveðið, að fjallvegir skuli vera yfir neðannefndar heiðar og fjallgarða, milli landsfjórðunga eða sýslna:
1. Grímstungnaheiði og Kaldadal,
2. Stórasand,
3. Kjalhraun og Vatnahjalla,
4. Sprengisand,
5. Mývatnsöræfi og Dimmafjallgarð,
6. Hallgilsstaðaheiði milli Þingeyjarsýslu og Norðurmúlasýslu,
7. Vestdalsheiði milli Norður-múlasýslu og Suðurmúlasýslu,
8. Lónsheiði milli Suðurmúlasýslu og Austur-Skaptafellssýslu,
9. Mælifellssand milli Skaptafellssýslna og Rangárvallasýslu (Goðalands- eða Fjallabaksvegur),
10. Grindaskörð,
11. Lágaskarð,
12. Hellisheiði og
13. Mosfellsheiði,
allir fjórir (10-13) vegir milli Arnessýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu,
14. fyrir og milli Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu,
15. Holtavörðuheiði milli Mýrasýslu og Strandasýslu,
16. Bröttubrekku milli Mýrasýslu og Dalasýslu,
17. Kauðamelsheiði milli Hnappadalssýslu og Dalasýslu,
18. Haukadalsskarð og
19. Lax- árdalsheiði,
20. Snartartunguheiði,
allir þrír (18-20) vegir milli Dalasýslu og Strandasýslu,
21. Steingrímsfjarðarheiði milli Strandasýslu og Ísafjarðarsýslu,
22. Þorskafjarðarheiði milli ísafjarðarsýslu og Barðastrandarsýslu,
23. Vatnsskarð og
24. Gönguskörð,
báðir (23-24) milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu,
25. Öxnadalsheiði,
26. Heljardalsheiði og
27. Siglufjarðarskarð,
allir þrír (25-27) milli Skagafjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu.
Þetta er hér með auglýst almenningi.
Landshöfðingi yfir Íslandi, Reykjavík, 9. nóvember 1876
Hilmar Finsen
---------------------------------------------------------
Mjög áþekk tilkynning kom frá landshöfðingjanum árið eftir.
Þá einnig smágrein í blaðinu Máni 31 janúar 1880, um vörður á landinu, þar með sagðar við Siglufjarðarskarð.
Fjallkonan 1886 biti nánast samhljóða frásög og kom fram í Stjórnartíðindum
Siglufjarðaskarð kemur nokkrum sinnum fyrir í áðurnefndum blöðum og fleirum, en ekkert sögulegt tel ég það vera.