Eftirmáli vegna "Þjóðvegur til Sigló"

Eins og þegar hefur verið nefnt, þá er talsvert fleira sem finna má tengingar til, beinar og óbeinar tilvitnanir í Siglufjarðarskarð. 

Miklum hluta hefi ég sleppt, þar sem mér hefur ekki fundist skipta máli hvað þessa sögu samantekt mína varðar.

En eitt sem ég taldi mér trú um að væri að finna á nefndum síðum www.timarit.is fann ég ekki. 

Þar er ekki við "www.timarit.is"  að sakast, heldur áhugaleysi og eða kæruleysi, nema hvorutveggja sé, þeirra sem fjölmiðlum réðu, ekki hvað síst þeirra sem sátu í bæjarstjórn þegar vegurinn til Fljóta var orðinn bílfær á þeirra tíma mælikvarða. Svo og ritstjórum heimablaðanna.

Engin ummæli eru finnanleg um opnun vegarins, eða þá að þegar þessar þessari langa bið var liðin hjá.

Steingrímur Kristinsson

Steingrímur Kristinsson

Ekki einu sinn sagt frá því að nú væri vegurinn orðin þokkalega fær !  

Takk fyrir innlitið – Ég geri ekki ráð fyrir að ég setji fleira hér inn á kaflann Þjóðvegur til Fljóta – Ekki í bili að minnsta kosti, Ég á þó til efni frá því ég var fréttaritari Morgunblaðsins frá 1963 til 1976

Ef til vill, þekkir einhver sögur af ferðalagi, hrakningum og eða einhverju skemmtilegu frá Siglufjarðarskarði. 

Ef ég fengi slíkt, væri það mín ánægja að bæta því hér við,

Steingrímur Kristinsson