Tengt Siglufirði
Einherji 16 nóvember 1932
Lúðvík Kemp, vegaverkstjóri, hefir sýnt Einherja þá velvild að láta honum í té skýrslu um rannsókn sína á vegarstæðinu yfir Siglufjarðarskarð. Er skýrsla hans á þessa leið:
Nú síðustu daga hefi eg mælt og skoðað, enn að nýju, veginn um Siglufjarðarskarð til Fljóta. — Samt býst eg ekki við, að þessi mæling verði til þess, að varpa neinu sérstöku ljósi á þetta vegaspursmál, þar sem svo margir hafa áður athugað vegarstæði á milli Fljóta og Siglufjarðar, bæði rætt og ritað um slíkt, en sýnilega með litlum árangri. —
Eg hygg, eftir þeim litlu reynzlu sem eg hefi á vegamálum, að vel sé framkvæmanlegt að leggja færan bílveg um Siglufjarðarskarð. — Vildi eg því hér skýra frá athugunum mínum, svo menn sem kunnugir eru öllum staðháttum, geti áttað sig á, hvað eg meina, bæði með legu vegarins og annað honum viðvíkjandi, svo sem kostnað o. fl. —
Annars, hvað viðvíkur kostnaði, þá má svo óendanlega deila um slíkt, bæði er nú það, að kaupgjald er alltaf breytilegt, og svo geta veður, snjór og aðrar hindranir komið fyrir, þegar byrjað væri á verkinu, er getur aukið kostnaðinn um fleiri hundruð króna. Ennfremur dýrir og erfiðir aðflutningar, sem eg þekki ekki eins vel og skyldi.
Kostnaðurinn við veginn þarf því vegamálstjóri að láta áthuga, því hann hefir manna bezta reynzlu og þekkingu í slíkum efnum á þeim púkk vegum víðsvegar á landinu, sem hann hefir látið byggja nú á síðustu árum. Þarna er ekki að ræða um annað en púkkveg, nema á þeim stöðum, sem hægt er að komast af með ruðning. —
Grjót, smátt og stórt, er þarna allstaðar við hendina, og allstaðar sæmilegt um möl, nema upp og niður Skarðbrekkuna beggja megin Skarðsins. Mínar tillögur um veginn eru því þessar: Frá Skarðdalstúni sé farinn gamli vegurinn og hann ruddur, með litlum breytingum upp að svokölluðu Þvergili. — Þó skal þess getið, að eins og gamli vegurinn liggur nú, er hann á nokkrum köflum of brattur fyrir bíla. Þarf því á þeim köflum, að taka hann í stærri beygjum, vitanlega með undirbyggingu.
Eg meina, að þetta fyrirkomulag vegarins. sem nú er, verði að eins nokkur ár, eða með öðrum orðum, þar til nægilegt fé fæst til að undirbyggja hann. Vitanlega vært æskilegast, að undirbyggja hann strax og byrja við Skarðdalstún. Yfir áðurnefnt Þvergil liggi vegurinn ofan við gömlu götuna. Þar með ræsi 2ja metra breiðu. Séu hlaðnir á það stöplar úr stóru grjóti, sem þarna er við hendina, en pallur síðan steyptur yfir- það.
Þaðan liggi vegurinn fyrst eftir gamla veginum c. 100 metra, síðan í beygjum austur á við og stefni í Skarðdalsbotn, austan við svokallað Afglapaskarð. Þaðan í einni beygju í vestur, eftir brekkunni, suður og upp af Skíðakofanum, (ca. 100 metra suður og upp af honum), og smá hækki með jöfnum halla 1:10 alla leið í Siglufjarðarskarð. Vegurinn komi þannig að Skarðinu, að hann sé það hátt, að hann liggi upp á klettastalli þeim, sem nú er til vinstri handar við gamla veginn Siglufjarðarmegin við Skarðið, þegar komið er úr Siglufirði.
Þá þarf að lækka Skarðið um ca. 3 metra. Myndast við það í Skarðinu flötur 15 metra langur, sem þó má ekkí vera minna en 6 metrar á breidd, sökum þess, að þar verður óhjákvæmalegt að beygja til vinstri, suður með hlíðinni Fljótamegin. Á Skarðinu beygi vegurinn til vinstri, eins og áður er sagt, suður og niður urðirnar með halla 1:10. Kemur hann þá niður á milli efstu grjótvarðanna og þar á gamla veginn. Hann má ryðja með litlum breytingum heim í Hraun, en samt þarf öflugan sneiðing upp á svokallaðar Eggjabrekkur. Hann yrði því með svipuðu fyrirkomulagi og upp frá Skarðdal að Þvergili, sem eg hefi getið um áður.
Samt geri eg ráð fyrir, að þarna verði talsvert skiftar skoðanir um legu vegarins. Sumir munu vilja hafa hann sem næst gamla veginum alla leið til Hrauna; auðvitað þurfa nauðsynlegar beygjur með> undirbyggingu, þar sem gamli vegurinn er á köflum of brattur fyrir bíla. Aftur eru aðrir, og einn af þeim er eg, sem vilja taka veginn í beygjum niður svokölluð Fell og ofan í Hraunadalinn, þá suður fyrir neðan svokallaðar Eggjabrekkur, sem gamli vegurinn liggur nú yfir, og áður hefir verið minnzt á.
Annars legg eg til að vegamálastjóri ákveði veginn þarna, og láti athuga vegarstæðið á báðum stöðum. Það mun vart liggja svo mikið á með það fyrst, því nóg mun verða næsta ár að líta í, hinu megin Skarðsins. Eg hefi nú, hér á undan gert grein fyrir legu vegarins, og hvernig eg álít að hann skuli liggja í framtíðinni. Vildi eg því næst gera glöggri grein fyrir þeim kafla vegarins, sem liggur um urðarbrekkurnar beggja megin Siglufjarðarskarðs, og kallaður er Skarðbrekka, því það er sá kafli á leiðinni, sem mönnum aðallega hefir hrosið hugur við að leggja veg um. Eg játa, að það er ekkert prýði vegarstæði þarna, en að öðru öllu athuguðu, verður þó að mínu áliti, skárst að komast yfir fjöllin þarna.
Framhald í næsta blaði:
Einherji 24 nóvember 1932 framhald.
Það fór bíll í sumar uppundir brekkuna Siglufjarðarmegin. Þaðan sem bíllinn stansaði er ca: 80m. lóðbein lína upp á Skarð. — Með öðrum orðum: Skarðbrekkan Siglufjarðarmegin er ca. 80 metra há. Byrji maður á vegi efst í Skarðdalsbotninum, talsvert austan við Afglapaskarðið, í svipaðri hæð og bíllinn stansaði, er áður var getið um, þá fæst 8—900 metra langur vegur eftir brekkunni að Siglufjarðarskarði.
Vegur sá yrði að mestu leyti bein lína, nema hvað yrði lítilsháttar beygja á einum stað utan í hæð vestur af Skíðakofanum. Vegurinn gæti haft jafnan halla ca. 1:10, þar sem hann liggur um 80 metra háa brekku og getur verið 8—900 metra langur, eins og áður er sagt, Sama gildir - að sunnan, nema þar er Skarðbrekkan lægri, eða ca. 70 metra. Þar hefi eg hugsað mér að sneiðingurinn yrði tekinn alveg eins og að norðan.
Er þar síst verra að ná honum, en í norðari brekkunni. Ætti hann að liggja í suður og fram úr Skarðinu; fyrst beina línu og síðan í beygju, sem mjög. þægilegt er að ná, niðri á milli efstu varðanna, eins og áður er sagt. Eg geri ráð fyrir að þurfi að híaða kant framan undir veginn í brekkunni beggja megin Siglufjarðarskarðs. Mun það samt ekki verða tilfinnanlegur kostnaðarauki, þar sem . grjótið er við hendina; enda verður vegurinn miklu varanlegri sé hann byggður þannig. Hæðir þær og fjarlægðir, sem hér er minnst á að framan, hefi eg mælt núna. Eg er vissum að þær eru nokkurn veginn réttar. Snjór var lítill og alls ekki til fyrirstöðu, má heita svona þúfnafyllir uppi, en alautt neðra.
Að þessu athuguðu, sé eg engin vandkvæði á að koma bílfærum vegi þarna yfir. Annars er eg hræddastur við beygjuna í skarðinu sjálfu og vildi eg því gera nánari grein fyrir því hvernig eg hugsa mér hana svo hún yrði örugg bílum, sem bæði þyrftu að mætast þarna og eins að stansa, hvort sem þeir kæmu að norðan eða sunnan, til þess að gá að hvort ekki væru aðrir bílar á ferð upp sneiðinginn. Eg ætlast til, að sneiðingurinn í skarðbrekkunni, að norðan og sunnan verði ekki breiðari en 3 metrar.
Geta bílar því ekki mætst á honum. Enda ætti slíkt að vera óþarfi. þar sem sézt úr sjálfu skarðinu eftir sneiðingunum beggja megin, nema þá allra neðst í þá. Með því að lækka skarðið um ca. 3 metra, myndast þar flötur 15 metra langur, sem ekki má þó vera minna en 6 m. á breidd. Á þessum fleti er og verður að beygja. Það er erfitt verk að lækka skarðið. Grjótið er þarna rifið og springur illa úr því. Samt þarf að sprengja þarna alt að 300 rúmstikur. Þetta þarf að vera vel tryggt, því þarna þurfa bílar að mætast og stansa. eins og áður er sagt, svo er og nauðsynlegt og eiginlega óhjákvæmilegt að hafa þarna handrið öðru megin vegarins (fjalltindurinn er í aðra hönd)
Handriðið þyrfti að vera alt að 50 metra langt, hvoru megin frá öðrum áminnstum fleti, svo bílarnir væru komnir vel á beinan veg áður en handriðunum sleppir. Ræsi eru fá á veginum. Má komast af með þrjú til fjögur Siglufjarðarmegin, að meðtöldu ræsinu yfir Þvergilið, sem áður var minnst á. Ódýrast að hlaða þau úr grjóti og steypa plötumar. Eg get ekki séð að verð i nein sérstök skriðuhætta á þessum vegi.
Vitanlega munu hrynja á hann steinar á snjó að vetri til, svo hann þyrfti árlegt viðhald. En ekki veit eg um þann veg á Íslandi, sem ekki þarf árlegt viðhald. Hvað viðvikur snjóalögum þarna, skal eg engan dóm á leggja, er ekki nógu kunnugur. En benda má á það að fleiri vegir á íslandi liggja um snjóapláss en vegurinn um Siglufjarðarskarð. Eg veit ekki annað en að séu árlega mokaðir skaflar af fjallvegum, t. d. bæði Holtavörðuheiði og víðar, og það jafnvel seint í Maí.
Get eg því ekki vorkennt Siglfirðingum, þótt þeir þyrftu eitthvað að moka af veginum, segjum um miðjan júní, því þá fara þeir að hafa hans mest not, sökum þess, að fólkið fjölgar þá óðum í bænum vegna síldarveiðanna sem og annara starfa, sem af þeim leiðir. Þessi vegur yrði því einn af fjölförnustu leiðum landsins frá miðjum júní fram í miðjan september.
Að endingu vildi eg minnast á eitt, þeim til athugunar, sem eru enn á móti þessum vegi, sökum þess að þeir álíta að aldrei þori nokkur bíll að fara um hann. Setjum svo að aldrei þyrði neinn bílstjóri að keyra þennan veg, en með því að leggja hann eins og að framan er sagt, ættu þeir hinir sömu að geta skilið, að þarna fæst fyrsta flokks reiðvegur, og af því veitir þó sannarlega ekki á Siglufjarðarskarði því hraklegri vegur er ekki til á öllum Norðlendingafjórðingi, það er að segja sem á annað borð er talinn mannavegur.
Hvað viðvíkur kostnaði á veginum, þá er um það að segja, eins og áður en tekið fram, að hann getur verið talsvert breytilegur. Samt getur hlaupandi meterinn á veginum um Skarðbrekkuna ekki verið undir kr. 15.00 í þeim vegarkafla fullgerðum, það er að sunnan og norðan skarðsins 1650 hl. metrar á kr. 15,00 hver, eða samt. kr. 24750,00.
Aftur á móti verður undirbygging vegarins talsvert dýrari eftir að sleppir Skarðbrekkunni, og hlaupandi meterinn þar af leiðandi dýrari í veginum fullgerðum, kemur það aðallega til af því, að gera verður upp báða kanta vegarins, eftir að sleppir Skarðbrekkunni, en aðeins annan um brekkuna sjálfa. Samt myndi hlaupandi meter á þessum köflum ekki fara fram úr 20,00. Frá beygjunni í Skarðdalsbotninum og niður að Þvergili, með nauðsynlegum beygjum er vegarlengdin 1150 metr. þaðan og niður að Skarðdalstúni, er vegarlengdin ca. 1300 metrar, það eru til samans 2450 metrar á kr. 20.00 samtals kr. 49000,00. Sé Skarðið sjálft með þeim umbúnaði, sem hér að framan er sagt, og eg álít að alls ekki megi ótryggari vera, getur það ekki kostað undir kr: 2.000,00 með sprengiefni.
Ræsi öll samtals á þessu svæði, geta ekki farið fram úr kr. 2000,00 með Þvergilsræsinu. Er því allur kostnaður við veginn, sé hann undirbyggður frá Skarðdalstúni, að vörðum þeim Fljótamegin, sem standa neðan við Skarðbrekkuna, samtals kr. 77,750,00. Sé nú aftur á móti vikið að því, sem eg álít nægilegt í bráðina, að ryðja gamla veginn upp í Skarðdalsbotninn, þó með því að taka á hann nauðsynlegar beygjur, vegna of mikils bratta fyrir bíla, þá mundi sá ruðningur ekki kosta, svo bílfær yrði, meira en ca. 5000.00 með ræsi í Þvergilið. Yrði þá þessi seinni kostnaðaráætlun þannig;
Kr. 32,750 Sé nú aðeins tekin Skarðbrekkan Siglufjarðarmegin, þá dragast frá þessari upphæð 800 hlaupandi metrar á kr. 15,00 hver, samtals kr. 12 þúsund.
Eins og getið er um hér að framan, hefi eg ekki athugað veginn lengra en niður fyrir Skarðbrekkuna Fljótamegin, en samt er eg leiðinni kunnugur, þaðan til Hrauna, og veit með vissu, að þar er vel hægt að gera bílfæran veg. Aðeins er þar athugunarvert, hvort vegurinn liggi niður Hraunadal, eða yfir svokallaðar Eggjabrekkur, sem næst gamla veginum. en úr því er bezt að vegamálastjóri skeri, eins og eg hefi áður bent á. Að síðustu skal þess getið, að áætlun þessi er miðuð við kaup það sem nú er gildandi í Verkamannafélagi Siglufjarðar.
p. t. Siglufirði 18. nóv. 1932 Lúðvik R. Kemp.
Minningargrein um Lúdvig: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1424636