Tengt Siglufirði
Tíminn - 12. ágúst 1941
Fyrir skömmu var því
hreyft af fjárveitinganefnd, hvort ekki væri tiltækilegt að ríkisverksmiðjurnar legðu fram fé af tekjum sínum til að koma verksmiðjubæjunum, Siglufirði og Raufarhöfn, í samband
við þjóðvegi landsins. Þessu var ekki vel tekið af forráðamönnum verksmiðjanna, en varð hins vegar til vakningar í málinu.
Menn fundu, að það var manndómsverk að freista að koma þeim 12000 mönnum, sem lifa og starfa á Siglufirði á sumrin í samband við gras og gróður, og að láta Raufarhöfn ná eðlilegu sambandi við landbúnaðarhéruðin vestan til í sýslunni.
Kaupfélag Norður-Þingeyinga sýndi þann þegnskap, undir forustu Björns Kristjánssonar, að lána fé til að ljúka við ruðninginn norður á Sléttu, frá Leirhöfn til Raufarhafnar, og varð sú leið akfær í fyrrasumar. Síðar hefir vegamálastjórnin látið halda því verki áfram, og mun sá vegur verða sæmilegur sumarvegur innan skamms.
Jafnframt er nú unnið að því að gera sumarfært yfir Öxarfjarðarheiði og er þá nálega öll Norður-Þingeyjarsýsla búin að fá sæmilegt akvegakerfi, þó að þar verði, eins og annars staðar, lengi hægt að bæta við og fullkomna vegina. Á Siglufirði gekk á ýmsu með baráttuna fyrir akvegasambandinu.
Þormóður Eyjólfsson beitti sér með miklum dugnaði fyrir því, að vegagerð þessari yrði hrundið í framkvæmd, og fylgdu honum allmargir menn að málum heima fyrir. Varð það til þess, að Siglufjarðarbær tók nokkurt lán til framhaldsvegarins.
En kommúnistar, sem hafa meira hluta aðstöðu í bæjarstjórn, voru sumpart andvígir málinu og annars vegar áhugalausir. Létu þeir eitt sinn svo lélegt lið í vinnuna, að vegamálastjórnin var treg að nota það. Stundum voru verkföll og verktafir af völdum kommúnista. Varð þessi framkoma þeirra til að stórspilla fyrir málinu á Alþingi.
Þótti þingmönnum, sem margs þyrfti annars fremur við, en að leggja vegi um landið að íbúunum nauðugum. En þetta var heldur ekki að öllu leyti sönn mynd á vilja Siglfirðinga. Nú í vor hófu bifreiðastjórar í bænum — og þeir munu vera um 40, — samtök til að hrinda málinu áleiðis. Gengust þeir fyrir, að safnað var loforðum um sjálfboðavinnu til að ryðja nokkuð af veginum og flýta fyrir því, að bílfært yrði til bæjarins.
Varð hreyfing þessi vinsæl og alalmenn. Þrír menn í Síldarútvegsnefnd, Björn á Kópaskeri, Finnur Jónsson og Jóhann Jósefsson, tóku málið upp fyrir sitt leyti, og hétu að leggja fram 10 þús. kr. í þessa vegagerð, ef síldarverksmiðjurnar gerðu hið sama. Þormóður Eyjólfsson hafði áður flutt það mál í stjórn verksmiðjanna, en tillögur hans verið felldar.
Nú studdu þeir menn mál hans. sem áður höfðu beitt sér á móti. Komu á þennan hátt 20 þús. króna framlag í ruðninginn. Áður voru í þeim sjóði nokkur þúsund króna gjöf frá Ingvari Guðjónssyni útgerðarmanni. Þetta áhugalið af Siglufirði hefir nú rutt a. m. k. einn km. í áframhaldi af þjóðveginum frá Siglufirði, og er þannig orðið bílfært Siglufjarðarmegin upp að hinum snarbratta, meitilmyndaða klettahrygg, sem heitir Siglufjarðarskarð.
Ekki er unnt að koma bifreiðum upp yfir þann hrygg, nema þær séu dregnar í köðlum með mikilli vélaorku. Ríkisstjórnin mun hafa góðan hug á að liðsinna þessu máli nú í sumar ef ástæður leyfa, og styðja þannig hinn lofsverða dugnað Siglfirðinga að brjóta klettafjöturinn af bænum. Vegna þeirra, sem vilja fylgjast með þessum framkvæmdum, vil ég skýra stuttlega frá aðstæðlega frá aðstæðum, erfiðleikum og framkvæmdarskilyrðum um vegagerð yfir Siglufjarðarskarð.
Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar vegabætur í Skagafirði austanverðum, og er nú sæmilega akfær öll ströndin frá Héraðsvötnum og norður í Fljót. Samtímis hefir verið gerður góður og fullkominn akvegur frá Siglufjarðarkaupstað og upp undir sjálft skarðið, eins og fyrr er á drepið. Það má skipta þeim kafla, sem enn er eftir að gera, i þrennt. Fyrst klettahrygginn, Siglufjarðarskarð.
Vegamálastjórnin mun ætla að láta sprengja háhrygginn niður og lækka vegstæðið þar um 12— 15 metra. Auk þess þarf vandaðan veg í hrygginn báðumegin. Þetta verk þyrfti að gera síðara hluta sumars nú í ár. Það er með öllu ofvaxið áhugamönnum Siglufjarðar, að glíma við þessa þraut. í öðru lagi er hér um bil 5 km. í Fljótum af hálfgerðum og hálfruddum vegi frá Brúnastöðum að Hraunum.
Þann vegarkafla má gera akfæran með fremur litlum kostnaði nú í haust.
Þá er eftir þriðji kaflinn, hinn langi hallandi frá klettahryggnum á skarðinu og niður að Hraunum. Þar mundi bezt að koma við ,vinnu sjálfboðaliða um ruðning á núverandi
vegi, en samhliða því myndi ríkissjóður á næstu árum gera vandaðan veg á þeim kafla. Nú liggur mest á því að halda við samheldni og áhuga um vegamálið
á Siglufirði. Þar næst þarf ríkisstjórnin að athuga, hvort hún getur nú í sumar látið brjóta klettahaftið í Siglufjarðarskarði og ljúka við
ruðninginn vestan við fjallgarðinn. Þess er að vænt a að það muni takast.
Ath; sk 2012:>
Þarna eru nefndir til „afreka“ opinberir embættismenn og einstakir atvinnurekendur til sögunnar, en gleymir að nefna verkamennina og fleiri Siglfirðinga sem ekki aðeins borguðu af mismundandi getu peninga í „skarðssjóðinn“ og unnu að auki margir hverjir í sjálfboðavinnu með haka, skóflur og hjólbörur við vegagerðina.
Þar munu einnig hafa verið
með í þeim hópi einhverjir Fljótamenn.
Lesið hérna :> http://www.sk2102.com/436590453