Leó sktifar í október 2015- GAMLIR POPPARAR SEM TOPPA

Fyrir fáeinum dögum setti ég þessa færslu á mitt eigið fésbókarsvæði í einhverju hugsunarleysi og ógáti, en hún á auðvitað heima hérna á sameiginlegri síðu okkar Siglfirðinga. Þar sem stór hluti áhangenda Siglufjarðarsíðunnar eru einnig fésbókarvinir mínir, verður hún tæplega talin í ferskara lagi, en skítt með það. Ég læt hana því vaða og vona að einhverjir hafi gaman af eða skoðun á... 

Seint á áttunda áratugnum var starfandi fjögurra manna hljómsveit á Siglufirði sem gerði það þokkalega gott. Ég fékk léttkómíska ábendingu um að á þessari mynd kæmi það glögglega fram að þrír fjórðu hennar hefðu þarna LOKSINS komist á toppinn. Og mikið rétt, þegar að er gáð stenst sú fullyrðing líklega alveg, en eitthvert afbrigði af tvíræðni er þarna vissulega til staðar. 

Myndin hér fyrir neðan er tekin þegar gönguhópur stóð á toppi einum af Móskarðshnjúkum sem eru innsti og næst hæsti hluti Esjunnar.