Tengt Siglufirði
Pistill Leós og innlegg frá Facebook, í myndum hér neðar.
Við sem höfum marga fjöruna sopið og lifað tímana tvenna og jafnvel þrenna, ættum að kannast við bæði sjoppuna og veðurfarið eins og það getur orðið skemmtilegast á heimaslóð.
Við sem höfum marga fjöruna sopið og lifað tímana tvenna og jafnvel þrenna, ættum að kannast við bæði sjoppuna og veðurfarið eins og það getur orðið skemmtilegast á heimaslóð.
Í húsinu sem við sjáum þarna á miðri mynd, opnaði Kristmar Ólafsson upphaflega fyrstu sjoppuna sem það hýsti, en síðar komu þarna Höllusjoppu, Lillusjoppu, Gunnusjoppu, Þorrasjoppa, Svennasjoppa... En víst er að það hefur oft verið mun aðgengilegra að þessum „samkomustað“ en þarna má sjá.
Í eina tíð kvað Bjössi nokkur Birgis...
Margir halda að þarna sé á ferðinni meiningarlítill slarktexti sem sé fátt annað en sniðugur og skemmtilegur samansetningur, en þeir sem eru komnir til vits og ára eru mun meðvitaðri um að yrkisefnið er mun dýpra en margur heldur. Það var akkúrat þarna á horninu sem Bjössi og fleiri góðir drengir fyrir næstum því hálfri öld gengu gjarnan (ekki þó alltaf beint) yfir götuna frá Aðalbúðinni þeirra Lalla, Óla, Bryndísar og Báru... )
------------------------------------------
Steingrímur 2018: Til fróðleiks: Engin Blöndals systkinana mun hafa heitið Bára. Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra í röð eftir aldri:
sk