Leó skrifar um nafnlausan foss- Skrifað 29. október 2015

Þær eru fleiri náttúruperlurnar í firðinum okkar en allt of margir gera sér grein fyrir, og meira að segja þrátt fyrir að þær séu margar hverjar "right under our nose" eins og það er sagt á "erlensku". Fyrir fáeinum árum lagði ég leið mína upp í Hestskarð til að kanna uppgönguleið á Pallahnjúk, en á niðurleiðinni myndaði ég ótrúlega fallega fossa sem eru í lækjunum sem renna úr Hestskarðsskálinni í Skútuána. Ekki veit ég til þess að lækirnir eða fossarnir beri eitthvað nafn, að minnsta kosti fann ég engin merki um slíkt á www.snokur.is  

Ef einhver veit betur, endilega að miðla þeirri þekkingu... Um nöfn fossanna