Tengt Siglufirði
Fyrsta kvikmyndasýningin á Íslandi.
Árið 1902 reistu góðtemplarar á Akureyri hús fyrir starfsemi sína. Þetta var fyrsta samkomuhúsið í bænum. Húsið, sem var einlyft með lágu risi, var byggt á lóð rétt fyrir utan barnaskólann á Barðsnefi.
Brátt kom það í ljós að húsið var of lítið og því réðust templarar í að byggja stórhýsi á sömu lóð og eldra húsið hafði staðið á en það var flutt út á Oddeyri. Nýja húsið var byggt árið 1906 og er þekkt sem Samkomuhúsið og hefur hýst starfsemi Leikfélags Akureyrar um árabil.
Engin mynd er til af eldra húsinu en það var þar sem fyrst var sýnd kvikmynd hér á landi. Meðal myndanna sem sýndar voru var fyrsta science fiction myndin sem gerð var, A Trip to the Moon, eða Le Voyage dans la lune, frönsk mynd frá árinu 1902.
Höfundurinn virðist hafa haft rétt fyrir sér því í næsta tölublaði Norðurlands 4. júlí 1903 segir um myndasýningarnar: "Þær urðu ekki nein vonbrigði. Þeir herrar Fernander og Halseth urðu að sýna myndirnar þrisvar á sunnudaginn og tvisvar á mánudag og þriðjudag. Með öðru móti ekki unnt að fullnægja eftirspurninni.
Þrátt fyrir loftleysi og feikihita - þar sem loka varð gluggum og dyrum til þess að gera aldimt inni - sat þar húsfyllir í hvert sinn og skemmti sér hið besta. Ýmsir tók það jafnvel fram, að betur hefðu þeir ekki skemmt sér á æfi sinni".
Þeir Fernander og Hallseth fóru síðan til Ísafjarðar og Reykjavíkur héldu sýningar þar.
Frétt um væntanlega sýningu birtist í Norðurlandi 27. júní 1903 (sama dag og fyrsta sýning fór fram): "Vér vekjum athygli á auglýsingu þeirra Fernanders og Hallseths um myndasýninguna, sem halda á í kvöld og næstu daga, þangað til Skálholt fer, í Goodtemplarahúsinu.
Alveg fyrirtaksvel hefur verið látið af sýningum þeirra í norskum, sænskum og finnskum blöðum, sagt meðal annars, að fullorðið fólk sitji hugfangið eins og börn af fegurðinni og ráði sér þess á milli ekki fyrir hlátri. Blöðin nefna fjölda af þeim myndum sem sýna á, myndir, sem verða afbragðsfallegar með.
Ath; sk 2017 Hér er hægt að skoða kvikmyndina Og "fara í Bíó
-----------------------------------------------------
Eftirfarandi, heimildir koma frá: Vísindasíða Háskólans, Heimur Kvikmyndanna. Ritstjóri. Guðni Elísson. Reykjavík 1999. Internet Movie Database
Fyrsta kvikmyndavélin var myndavél í laginu eins og riffill og gat tekið 12 myndir á sekúndu. Hún var hönnuð 1882 af Frakkanum Etienne-Jules Marey.
Uppfinningamaðurinn Tómas Alva Edison kynnti árið 1893 kassalega gægju-sýningarvél sem sýndi einum áhorfanda örsmáar svarthvítar kvikmyndir. Vélina nefndi hann Kinetoscope.
Hinn 28. desember 1895 frumsýndu Lumière-bræðurnir frönsku, Louis og Auguste, tíu örstuttar kvikmyndir á Ciématographe-vél sinni sem varpaði myndunum á tjald. Þetta fór fram á kaffihúsi frammi fyrir 35 áhorfendum.
Bandaríkjamaðurinn D.W. Griffith gerði fyrstu kvikmyndina sem var mærð sem listaverk. Þetta var myndin 'The Birth of a Nation' frá 1915 -- tveggja og hálfrar klukkustundar löng frásögn af þrælastríðinu í Bandaríkjunum, aðdraganda þess og eftirmálum. Kvikmyndin hefur á okkar dögum verið gagnrýnd harðlega fyrir kynþáttafordóma, en meðal aðalhetja myndarinnar eru stofnendur Ku Klux Klan sem berst gegn tilraunum afróamerískra þræla til að ná völdum.
-----------------------------------------------------------
Heimild: Steingrímur Kristinsson og...
17. janúar 1931 mun vera sá dagur sem fyrsta talmyndin var sýnd á Siglufirði - og var það í Nýja Bíó.
Mjög vandasamt var að sýna þessar talmyndir í fyrstu, svo vel færi. Búnaðurinn var þannig að með hverri spólu sem oftast tók um 10-15 mínútur að sýna, fylgdi ein stór grammafón plata um 42 sentímetrar í þvermál.
Á hverri plötu, var hljóðupptakan sem filmu-spólunni tilheyrði.
Síðan var það sýningarmannsins að samræma hljóðið í samræmi við það sem á tjaldinu sást, bæði tal og önnur hljóð.
Oft var þetta ekki auðvelt, sérstaklega þegar og ef filmurnar höfðu slitnað og skemmst í meðförum, en þá þurfti sýningarmaðurinn að auka hraða garmafónsins til að nálgast aftur td. vara hreyfingar þeirra sem voru að tala í myndinni og töluðu þá kvikmyndaleikararnir hratt, þar til samsvörun var náð.
Eðlilegur hraði á ferð filmunnar er („enn í dag“) 24 rammar á sekúndu, rammi sem fyrir ljósopið fer.
Svo kom fyrir að plöturnar höfðu skemmst og nálin hoppað út úr rásinni og skapaði vanda sem komu mörgum svitadropum af stað, hjá sýningarmanninum og bölvi og ragni sýningargesta, en broslegir voru margir í frásögnum, þegar slíkt var rifjað upp síðar.
Loks kom að því að önnur tækni og betri kom til, þegar sett var hljóðrönd á filmuna og grammafón plöturnar fuku. En hljóðröndin var/“er enn í dag“ (árið 2000), ákveðið "munstur" sem gefur mismunandi tíðni tóna, við það, "ljóslína" er mynduð og lýsir í gegn um tónræmuna sem varpað er á "fótósellu", (ljósnema), sem gefur mismunandi straumstyrk, sem sendur er til magnara sem umbreytir í þau hljóð, sem myndunum tilheyrðu, til hátalara.
Í dag 2018 er tæknin orðin mjög fullkomnari, bæði hvað hljóð og mynd varðar. Um þessa tækni má lesa víða á netinu (oftast á ensku) til dæmis hjá Wikipedia.
Fyrsta alvöru tal og tónakvikmyndin í heiminum er telin hafa verið „The Jazz Singer“ árið 1927 með Al Jolson, þekktum popp og klassik söngvara. https://en.wikipedia.org/wiki/The_Jazz_Singer --- https://en.wikipedia.org/wiki/Phonograph
Myndir hér neðst til hægri, er af svipaðri græju sem notaðar voru vegna "hljóð-myndanna" mjög stórar gramafón-plötur. (um 42sm) -- Svarti hluti skífunnar svarar til svipaðrar stærðar og þekkist í dag á 33ja snúning vinilplatna. - hin myndin er af filmubút sem sýnir hvernig hún breyttist eftir að gramafónninn var aflagúr ,hrufótt rönd sem myndaði hljóð er ljósi var lýst í gegn.