Merkilegt bréf skrifað á Akureyri þann 20 mars, 1941

pt. Akureyri, 20. mars 1941

Hr. kaupmaður Gestur Fanndal Siglufirði.

Jeg hefi frétt, að þú og Valfells mágur þinn séuð að hugsa um að setja upp bíó á Siglufirði. -- Jeg vil ráðleggja ykkur að gera ekki þá vitleysu, svo framarlega sem þið viljið ekki tapa á því stórfé, - Tvö bíó á Siglufirði geta ekki borið sig - það er útilokað. - 

Ennfremur mun hörð samkeppni verða á milli bíóanna, bæði með að leigja sérlega dýrar myndir annarsvegar, og lækkun á verði aðgöngumiða hinsvegar - og mun reynslan sýna það sama á  Siglufirði og annarsstaðar, að báðir tapa. -

Jeg sendi þér þessar línur í kunningsskap til aðvörunar, en ekki sem  neina hótun eða því um líkt. Hitt finnst mér rétt, að láta þig vita áður en þú bindur þig fjárhagslega að einhverju leiti, að þessi hugmynd þín um tvö bíó á Siglufirði, er starfi í konkurans er hreinasta fjarstæða. -Jeg fer ekki í neinar felur með það, að verð aðgöngumiða kunni að lækka að miklum mun, og jeg þá taka það á mig að reka bíóið mitt á Siglufirði, árum saman með stórtapi - til ágóða og skemmtunar  fyrir bæjarbúa, þ.e. að þeir geti skemmt sér á ódýran hátt.

Geri ég það verður það ekki gert að neinum illvilja til þín eða þinna, því hann er ekki til frá minni hálfu, heldur er þetta gömul heitstrenging frá minni hálfu, sem gerð var fyrir mörgum árum, þegar kom til tals hjá Hafliða Halldórs og Hafliða Helgasyni að setja upp bíó í "Gamla bíó" á Siglufirði, og getur þú spurt Andrés Hafliðason um það, hann man eftir því.

Mér finnst rétt að skýra þér frá þessu í fullri vinsemd, því á þeim árum þegar ég heitstrengdi þetta, varst þú víst ekki farinn að dreyma um, og hvað þá annað um bíó á Siglufirði, - enda gildir hún gagnvart öllum. -

Hinrik Thorarensen NÝJA BÍÓ eigandi og Gestur Fanndal kaupmaður.

Hinrik Thorarensen NÝJA BÍÓ eigandi og Gestur Fanndal kaupmaður.

Jeg get vel unnt Siglfirðingum að fá ódýrt bíó, og þess vegna hef ég ekki hækkað billettin neitt núna í dýrtíðinni, þó  það hafi víst verið gert víðast hvar, að minnsta kosti hér á Akureyri.

Vertu blessaður

Hinrik Thorarensen

----------------------------------

Frumrit þessa bréfs, gaf mér sonur Gests Fanndals, Sigurður Fanndal, fv. Kaupmaður 

Myndir af því hér fyrir neðan.