Frásögn; plokkað frá viðtali sk árið 1982, við Eggert sem þá var tæplega 75 ára

Heimild: Eggert Theodórsson. (1982) - Fæddur 1. júlí 1907 - dáinn 9.mars 1984

Eggert sagði mér að hann hefði unnið sem mótoristi við Bolunder vél sem knúði raforku til handa kolbogaljósum við sýningarvélarnar, sem voru tvær.

Síðar fór hann að aðstoða sýningarmanninn sem hét Jón Gunnlaugsson (rafvirki), en þar sem sýningarvélarnar voru tvær þurfti aðstoðarmann vegna skiptinga á milli filmu-spóla sem að tók um 15-20 mínútur að sýna. 

Jón hafði litla tilsögn fengið í upphafi og þekking hans kom að mestu með reynslu og brjóstviti.

Eggert sagðist hafa farið í stutt nám suður til Reykjavíkur, hjá Ólafi B. Jónssyni sýningarstjóra hjá Nýja Bíó Reykjavík, en hjá honum var sama tegund sýningarvéla, og í Nýja Bíó á Siglufirði á þeim tíma, það er tegundin "Elminer." 

Eggert Theódórsson

Eggert Theódórsson

Þegar Eggert kom heim frá Reykjavík, hóf hann að sýna við Nýja Bíó á Siglufirði, fyrst með Jóni Gunnlaugssyni og síðan "einn" eftir að Jón hætti.

Þetta mun hafa verið árið 1926. Eggert minnir að hann hafi verið hjá Nýja Bíó í um 2 ár.  

Aðra sýningarmenn nefndi Eggert, sem hefðu starfað hjá Nýja Bíó fyrir og um hans tíð hjá Nýja Bíó: 

Guðmundur Björnsson (nefndur mótoristi),

Bjarni Jónsson, Jón Gunnlaugsson rafvirki,

Eggert Theódórsson,

Hinrik Thorarensen sem greip í þetta þegar til þurfti, meðal annars þegar hann átti í kaupdeilum við starfsmenn, sem á "þessum tíma"   vildu fá kr. 3,50 fyrir sýninguna en höfðu kr.3,00. 

Mótoristar við Bolunder vélina sem var bakatil við húsið (vestan við), munu hafa verið margir ásamt sýningarmönnum.

Þessi nöfn koma þar við sögu, meðal annarra:

Indriði Guðjónsson Nýja Bíó 1924 ? til ?

Eyþór Baldvinsson, vélstjóri Nýja Bíó 1924 ? til ?

Óskar Berg Elefsen, vélstjóri Nýja Bíó 1925 ?

Eggert Theódórsson, vélstjóri, Nýja Bíó, 1925 ? til ?

Þorlákur Guðmundsson, vélstjóri, Nýja Bíó, 1925 ? til ?

Jakob ?? vélstjóri, Nýja Bíó, 1925 ? til ?

Kristján Þorkelsson Nýja Bíó (þá 12-14 ára) 1926 - 1929

Kristinn Guðmundsson Nýja Bíó (þá 12-14 ára) 1926 -1928

Meira um Eggert: https://sites.google.com/site/skolsig/biosaga-siglufjardhar/eggert-theodorsson