Skemmtanalífið - Fróðleg grein um bjórkrár, þar með, Bíó Café

Einherji 7. september 1933 

 Á kaffihúsum.

Ég hitti kunningja minn á götunni, hann bauð mér að koma með sér og þiggja  öl á Bíó-Café. Ég þáði það strax ekki svo mjög af því að mig langaði í ölið heldur  fýsti mig að sjá hvernig umhorfs væri þar uppi.

þegar upp kom var salurinn  troðfullur af fólki, hvert borð fullskipað fram að dyrum. Allt var þarna með friði og  spekt, og ekki sást ölvun á nokkrum manni. 

Ekki var þó vel hægt að greina  andlit manna því meira en hálfdimmt var í salnum. Gat ég ekki áttað mig á því  hvernig á því stæði nema ef vera skyldi til þess, að gestirnir ekki sæju hvað  sessunautar þeirra hefðust að.

Brúarfoss sést til vinstri á myndinni. Tilefni skrúðgöngunnar er líklegast á vegum stúkunnar Eyrarrós no. 68 Húsið næst til hægri er gamla Kaupfélagshúsið, mjólkurbúð og íbúð, þar næst Gestur Fanndal og svo rakstofa

Brúarfoss sést til vinstri á myndinni. Tilefni skrúðgöngunnar er líklegast á vegum stúkunnar Eyrarrós no. 68 Húsið næst til hægri er gamla Kaupfélagshúsið, mjólkurbúð og íbúð, þar næst Gestur Fanndal og svo rakstofa

Innst í salnum á svo sem tíu fermetra bletti var  iðandi kös, höfðu ekki verið sett borð á þennan blett á gólfinu og var þarna  dansfólk trítlandi, hafði það ekki pláss til annars en lyfta upp fótunum á víxl og  stappa þeim aftur niður í sama farið.

Getur vel verið að það sé góð skemmtun  og holl. Nokkur Siglfirsk stássmeyjaandlit af fínna tæinu, gat ég greint þarna í  dimmunni.

Þar sem við kunningi minn ekki gátum fengið neitt borð til að sitja við  fórum við strax í burtu og héldum í Brúarfoss.

Þar fengum við borð strax og  settumst við þar við ölið. Meira pláss var þar fyrir dansfólkið en sömu voru  þrengslin í danssalnum og sama var synda-myrkrið og á Bíó-Café. Er það víst  ekta Siglfirskt að hafa dimmu þessa, en ekki munu allir kunna þeirri tilhögun vel. 

Ég horfði um stund yfir dansfólkið, fæst var það Siglfirðingar. Nokkrar stúlkur  stóðu undir bogunum við danssalinn og mændu inn í hann vonaraugum. hafa  þær víst þóst vanskiptar af unaði þeim er þar var að finna.

Háreysti heyrðist í  salnum, hópur af karlmönnum barst að niðurganginum í kjallarann, einn var  látinn niður, síðan varð allt kyrrt.

Fólkið byrjaði aftur að tvístíga á gólfinu. Gróflega  þægilegur kjallari í Brúarfoss, þar má margt varðveita.

Klukkan. 11 streymdi fólkið út, flest "parvis", á eftir átti að vera lokað ball. Ölið var  búið úr glösunum, við héldum heim.

s.m
------------------------------------
Ath. sk:  Brúarfoss var við Suðurgötu 1