Siglufjarðarblöð þau sem hafa á einn eða annan hátt fjallað um "Bíó"

Skrif fjölmiðlanna

Siglufjarðarblöð þau sem hafa á einn eða annan hátt fjallað um "Bíó"

Elstu heimildir, skrifaðar í heimablað, og gefið út á Siglufirði koma fram í Vikublaðinu FRAM.

Á Bókasafni Siglufjarðar, eru til eintök af blaðinu, frá árinu 1916-1922 -  Ýmsar heimildir, tengdar kvikmyndasýningum á Siglufirði, sem birtust í vikublaðinu Fram á Siglufirði , þar er að finna fróðlegt efni, broslegt - og gamlar bíóauglýsingar.

-----------------------------------------------

Blaði Siglfirðingur kom fyrst út 30. Nóvember 1923 – Blaðið var gefið út af Sjálfstæðisflokknum. 

Enginn ritstjóri var tilnefndur í þessu eintaki, en ávarp í tilefni útgáfunnar undirritaði Friðbjörn Níelsson 

Frekar lítið er um fréttir um Nýja Bíó og enn minna af auglýsingum, í Siglfirðingi frá 1924 Eða allt til ársins 1929, en þá er farið að segja frá bíó sýningum í Nýja Bíó í fréttadálkum en engar beinar auglýsingar. 

Margar tilvitnanir eru í "bíó" vegna skemmtana og annarra samkoma í "bíó" eins og komist er að orði, í fréttum. 

Og er því ekki ljóst við hvaða "bíó" átt er við, í þeim tilfellum. En um 1929 fara að koma einstaka fréttir af kvikmyndum, sýndum í Nýja Bíó. Einnig er farið að segja frá samkomum og fundum í Brúarfoss (húsið var við Suðurgötu 5 (ca) eða núverandi Ráðhústorg.) 11. janúar 1930 er í fyrsta sinn vitnað í Bíó Café (Nýja Bíó)

Ath. Á þessum tíma voru ekki til útvarpstæki á öllum heimilum og sumir höfðu varla heyrt í útvarpstæki, og var þessu útvarpað “beint” þar sem engin upptökutæki voru til hér á landi, nema í eigu td. Ríkisútvarpsins. Og ennþá voru eingöngu “þöglar” myndir á boðstólnum í Nýja Bíó á Siglufirði.  SK 

----------------------------------------------------------

Mjölnir (eldri), Siglufirði : 1929-1930,  útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar.

Aðeins tveir árgangar voru gefnir út, síðar var hætt útgáfu og blaðið "lagt niður", þar til endurútgáfa blaðsins hófst að nýju, átta árum síðar, í desember árið 1938, og þá undir merkjum kommúnista. --  Ábyrgðarmaður  Gamla Mjölnis var: Hermann Einarsson.

"Lógó" blaðsins, sennilega skorið út í  kork. En það náði þvert yfir forsíðu blaðsins. Lógóið var auðkennt með tákni kommúnista; „hamar og sigð“ eins og sést hér á myndinni.

----------------------------------------------------------           

Blaðið Neisti kom fyrst út þann 6 júní 1931  

Útgefandi var Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar.

Lítið var fjallað um kvikmyndir í Neista fyrstu árin, og fyrsta "bíó" auglýsingin birtist ekki í blaðinu fyrr en í nóvember 1935 og fyrsta umfjöllun um kvikmynd ekki fyrr en í febrúar 1936.

Ábyrgðarmaður var Kr. Dyrfjörð.

---------------------------------------------------------- 

Blaðið Einherji var fyrst gefið út fimmtudaginn 11. febrúar 1932.  

Blaðið var fyrst í eigu tveggja manna, sem voru þeir K.Þ.Jakobsson og Sigurður Björgólfsson kennari. 

Þann 10. júlí 1932 keypti svo  Hannes Jónasson bóksali hlut K.Þ.Jakobssonar, í blaðinu. 

Og enn urðu eigendaskipti þann 4. janúar er Sigurður Björgólfsson seldi "nokkrum  mönnum" eins og komist var að orði, sinn hlut.  

Jafnframt var gefin út tilkynning um að frá þeim degi mundi blaðið, þjóna málstað og stefnu Framsóknarflokksins. 

Einherji fjallaði annað slagið um "Bíó" á Siglufirði og koma hér á næstu síðum auglýsingar, greinar og fréttir tengdum bíó viðburðum á Siglufirði.

---------------------------------------------------------

Blaðið BRAUTIN  

Enginn ritstjóri er tilnefndur á 1. Eintakinu, en umsjón með blaðinu eru skráðir: Aðalbjörn Pétursson, Gunnar Jóhannsson sem ábyrgðarmaður, og Þóroddur Guðmundsson. 1. Blaðið kom út 1. Maí 1935 - 

BRAUTIN var gefinn út af Siglufjarðadeild Kommúnistaflokksins, K.F.Í: 

Smá "bíófrétt", auglýsingar og Útsvar, virðist hafa verið einu heimildir tengdar „bíó“ á Siglufirði.

------------------------------------------------------------------- 

Blaðið REGINN   

Var gefið út af Stúkunni Framsókn nr. 187, á Siglufirði. 

Blaðið kom út um það bil mánaðarlega. 1. eintakið kom út 17. maí 1938 - og voru ávalt, fyrstu árin a.m.k., auglýsingar frá Nýja Bíó í því.

Ekki var almennt skrifað um kvikmyndir né bíó í þessu blaði, en þó komu kvikmyndasýningar þar til umræðu, í lítilli frétt og skýrslu um starfsemi  Sjómannaheimilisins, sem stúkan Framsókn rak.

-----------------------------------------------------

Blaðið SÍLDIN var gefin út af Landssambandi síldarverkunarmanna.

Fyrsta eintakið kom út þann 6. Mars 1939

Lítið var þar fjallað um „bíó“ – ein grein kom þó þar á prent.

Ritstjóri var þar Baldvin Þ Kristjánsson og afgreiðslumaður Leó Jónsson

Blaðið Mjölnir var gefið út af Sósíalistaflokknum / Kommúnistum, á Siglufirði. --- 

1. tölublaðið kom út þann 9. desember 1938 -Enginn ritstjóri tilnefndur þá. Strax í fyrsta eintaki hóf Nýja Bíó að auglýsa í blaðinu, og gerði það óslitið í hverju blaði, stundum fleiri en eina auglýsingu í eintaki, allt til 1.mars 1943

Eða þar til  að harðorð og niðrandi grein um Thorarensen og Nýja Bíó birtist í blaðinu  þann 1. mars 1943.. 

Eftir það auglýsti Nýja Bíó ekki í Mjölni fyrr en 24 nóvember 1943 örlítil auglýsing. 

Gæti þó vegna útlits, verið frétt Mjölnis. En allt árið 1943 birti blaðið “Bíófréttir" í frétta pistlinum “NÆR OG FJÆR” og var það í raun auglýsing af blaðsins hálfu, því oft var sagt frá mynd sem sýna átti um kvöld þess dags sem blaðið kom út.