Fréttir af bæjarmálum, og bíó

Smáfréttir um bíó

Fram, 16. apríl 1921,  

Af bæjarstjórnarfundi 8. þessa mánaðar. 

Á. dagskrá voru fremur fá mál og óveruleg, en þó urðu umræður, eða öllu  heldur skeggræður alllangdregnar. 

Var þar m.a. samþykkt. að veita Guðrúnu Baldvinsdóttur 400 krónur sem  styrk til gistihúshalds hér á n. k. sumri. 

Þá, skýrði oddviti frá að Skeið væri leigt Jóni Jónssyni Minna Grindli, til tveggja  ára fyrir 500 kr. árseftirgjald. Er Jón þessi sagður fátækur og mjög skepnu lítill, enda kvað eiga að greiða  eftirgjaldið í burt fluttri .töðu. Ei að síður má þó óska jarðeignanefnd til lukku  með að hafa á síðustu stundu getað fengið mann  til þess að vera í húsunum. 

Um meðferð á Saurbæ eftirleiðis var talsvert rætt. Mun helst í ráði að skipta  jörðinni, að enginu undanskildu, í smálóðir, er svo verða boðnar út og leigðar  til mismunandi langs tíma. Sumir vildu þó fara varlega í að festa . túnið til  lengri tíma, því vel gæti komið sér fyrir þurfalinga bæjarins að kroppa það  þegar annað þryti. 

Tilboð Frímanns Arngrímssonar um kaup á 1/2 Skeiðsfossi fyrir 5 þúsund  krónur, og lands- og veiðiréttindum fyrir 3 þúsund var hafnað umræðulaust enda  lét oddviti þess getið að það væri búið að tala of mikið um málið, en eftir hvaða reglum veit ég  ekki. 

Þá urðu alllangar umræður um umsókn frá Mattiasi Hallgrímssyni, um að  mega nota rafstraum þann er ætlaður er Gamla-Bíó, og hann borgar 65 kr. fyrir  á ári, til strokjárns heima hjá sér, þó ekki lengur en til 1. ágúst.

Lögðust 3 fulltrúar allþétt á móti umsókninni, meðal þeirra ekki síst Hannes  Jónasson er, hvað eftir annað lýsti skoðun sinni með þungum brúnum og  varaði bæjarstjórnina við vondum stefnum.

 En þegar til atkvæða var gengið kom það í ljós að alvaran hjá þessum fulltrúa. hafði gufað  upp með ræðunum og náði umsóknin því samþykki með 3 á móti 2 því aðeins  5 fulltrúar og oddviti voru mættir.

Sv. B

--------------------------------------------- 

Fram, 16. apríl 1921,

Ýmsar fréttir af bæjarmálum í þættinum Vikan 

Tíðin. Sama kuldatíðin, en þurrara þessa viku og meiri stilling. Hefur oft verið  frost töluvert um nætur og nýjan snjó leysir ekki af háfjöllum. Gjörast menn nú  langeygðir eftir logni og hlýindum.

Síldin. Þrátt fyrir kulda og slæmt veður hefur dálítið fengist af síld í  snurpunætur undanfarna daga, og reknetaskip veitt dável. Auk síldarinnar sem  send var með Lagarfoss um daginn. Svo fór S.s. "Ilse" um síðustu helgi til Svíþjóðar  með nokkur hundruð tunnur.

 Heyrst hefir að dágott útlit muni vera með sölu á síld.

"Bíó" Eigendaskipti eru  orðin að Bíó, hefir nú keypt það Friðrik Halldórsson Reykvíkingur. Byrjuðu sýningar um síðustu helgi og hefur verið sýnd hin  ágæta mynd Borgarættin, sem tekin er eftir sögu Gunnars Gunnarssonar.  Fremur lítil aðsókn hefur verið og kemur þar sem víðar í ljós peningaleysi  almennings, því flestir mundu gjarnan vilja sjá þá góðu mynd.

Maður sá sem leikið hefir á píanóið undir sýningum hefði ekki átt að taka  þann starfa að sér, og er furðulegt að forstöðumennirnir skuli ekki hafa getað  útvegað annan færari til þess, "músík" þessa Reykvíkings er verri en engin.

Þorskur.  Ágætur afli á mótorbáta alltaf þegar á sjó gefur.

Skipaferðir. "Sterling" fór frá Reykjavík í gær í strandferð. Kemur austan um  land. "Goðafoss" fór frá Kaupmannahöfn í gærdag, áætlunarferð til austur og norðurlandsins. S.s. "Ar" flutningaskip hinna sameinuðu  íslensku verlzana kom hér í gærdag.

Jarðarfarir. Á mánudaginn var jarðsungin Soffía heitin Sigurðardóttir frá  Grundarkoti í Héðinsfirði.

Á miðvikudag fór fram jarðarför Guðnýar heitinnar Pálsdóttur. Mikill  mannfjöldi fylgdi henni til grafar.

Kirkjan. Messað á morgun kl 5 síðdegis.

-------------------------------------------------------------- 

Fram - 20. ágúst 1921 

5. árgangur 1921, 32. tölublað

Dánarfregn

Bráðkvaddur varð hér í gærdag Friðrik Halldórsson frá Reykjavík, eigandi »Bíós.«

Hann hafði nýskeð keypt »Bíó« og var hér kominn til þess að koma á stað sýningum.

Líkið verður flutt með Sterling til Reykjavíkur.

----------------------------

Fram - 6. maí 1922 

6. árgangur 1922, 16. tölublað

»Siglufjarðar Bíó.« Frú Guðrún Jóhannesdóttir kona Jens Eyólfssonar hefur keypt kvikmyndasýningaréttinn og tæki öll af fyrri eigendum. Byrjuðu sýningar um síðustu helgi með ágætri mynd: konungskomunni til Reykjavíkur í fyrrasumar og ferð konungs og fylgdarliðs hans austur um sveitir. 

Er ekki hægt annað en mæla með því að fólk sæki vel slíkar myndir, sem um leið og þær eru til skemtunar, eru til mikils fróðleiks fyrir alla þá, sem ekki hafa komið á sýndar stöðvar. Ný mynd er sýnd í kvöld og annaðkvöld.----------------------------- 

Siglfirðingur 1. ágúst 1924, Fréttapistillinn "Siglufjörður": 

"Nýja Bíó" var opnað fyrra föstudag. Var þangað boðið húsfylli af bæjarbúum, og var  þar til skemmtunar tvísöngur þeirra konsúlanna Þormóðs Eyjólfssonar og S. A. Blöndal og kvikmyndin ."Madsalune".

Húsið er hið myndarlegasta og mynd  sú er sýnd var, ágætlega leikin. 

Þótti skemmtunin hin besta og eigendurnir sýna  rausn.

Síðan hefir mynd þessi verið sýnd oft fyrir fullu húsi. 

"Bíó" sýnir nú "Fjallaeyvind", og hlýtur myndin mesta lof. 

----------------------------------------------

Siglfirðingur 10.janúar 1930, Fréttapistillinn "Bæjarfréttir"

    "Framsókn" hélt fund á Bíókaffi 8. þessa mánaðar. Las formaður félagsins þar upp lög kaupfélaganna og urðu fundarmenn svo hrifnir af hugsjónum samvinnunnar, að þeir fóru að dansa og dönsuðu þar til birta tók af næsta degi.

Hirðsöngvari félagsins söng á milli samdansanna og var mikið klappað fyrir honum, einkum þó þegar hann söng svo hátt að röddin þraut.