Upphaf kvikmyndasýninga á Siglufirði

Elsta auglýsingin um bíósýningu á Siflufirði.

Þessi auglýsing hér til hliðar, er "kopía" af auglýsingu sem prentuð  Ísafoldarprentsmiðju á 25x40 sm örk. (um.þ.b.) - Auglýsingunni var dreift um Siglufjörð, fest á ljósastaura og veggi, einhvern tíma á árunum  1913 -1917.

Jón Andrjes Hinriksson varðveitir frumrit þessarar auglýsingar. En auglýsingin fannst á meðal skjala úr dánarbúi manns, sem lést árið 1917, þannig að auglýsingin er tilkomin fyrir árið 1917.

En á þessum tímum var ekkert kvikmyndahús komið á Siglufjörð, og mun þetta hafa verið sýning Norskra faralds sýningaraðila sem ferðast hafa um Ísland - og komið við á Siglufirði.  

Barnaskólinn var (núverandi) var byggður árið 1913 og mun leikfimisalur hans hafa verið notaður sem samkomuhús, einkum á sumrin. En  árið 1918 var rekið þar kvikmyndahús, eins og segir frá annars staðar hér á vefnum. 

Smellið á mynina, þá stækkar hún

Smellið á mynina, þá stækkar hún