Efni tengt síldarbræðslu á Siglufirði -

Mjöl og Lýsissaga, forsíðan                  Leita á Heimildasíðunni

Efni hér á síðunum: Mjöl og lýsissaga er tekið frá gamalli vefsíðu með sama nafni, sem fór á netið árið 2003, en er ekki lengur aðgengileg. -

Upphaflegu heimildir eru fengnar víða að, en að mestu frá blöðum sem gefin voru út á Siglufirði. Ljósmyndað og síðan komið í stafrænt form.

Þarna eru margvíslegar frásagnir, viðtöl, auglýsingar, greinar og fleira sem tengjast síldarbræðslu. Aðallega þó tengt Siglufirði. Efnið er flokkað samkvæmt ártölum. En prentmiðlar voru fátíðir á Siglufirði, fyrir árið 1917 og ekki mikið ef eitthvað, um efni þar tengt síldinni

Söltunarstöðin Bakkevig, ásamt bræðslunni, lengst til hægri. Myndin er sennilega tekin um 1915 af ókunnum ljósmyndara, sennilega norskum.

Söltunarstöðin Bakkevig, ásamt bræðslunni, lengst til hægri. Myndin er sennilega tekin um 1915 af ókunnum ljósmyndara, sennilega norskum.

Söltunarstöðin Bakkevig, ásamt bræðslunni, lengst til hægri. Myndin er sennilega tekin um 1915 af ókunnum ljósmyndara, sennilega norskum.

Þarna eru margvíslegar frásagnir, viðtöl, auglýsingar, greinar og fleira sem tengjast síldarbræðslu. Aðallega þó tengt Siglufirði. Efnið er flokkað samkvæmt ártölum. En prentmiðlar voru fátíðir á Siglufirði, fyrir árið 1917 og ekki mikið ef eitthvað, um efni þar tengt síldinni

Vikublaðið Fram var gefið út á Siglufirði frá árinu 1917-1922

Efni frá forsíðunni á Mjöl og Lýsissaga

Þessi síða; Mjöl og Lýsis-Saga var VERKEFNI unnið með styrk, frá:

SR-Mjöl h.f. og Síldarvinnslan h.f. -

Á þessum síðum eru gamlar heimildir um bræðslu síldar (og karfa) - og vinnslu á mjöli og lýsi. Auk annars efnis sem vinnslunni hefur tengst, verksmiðjunum sjálfum. Umræður og deilur, leikmanna, fagmanna og pólitíkusa ofl. um þessi mál.-

Efni, sem sótt hefur verið í Siglfirsk vikublöð, tímarit ofl.

Ath. Engin blöð frá árunum 1925-1928 fundust á Bókasafni Siglufjarðar, og vantar því efni frá þeim tíma.

Það var afskaplega lítið skrifað í Siglufjarðarblöðin á fyrstu árunum og varla minnst á, síldarbræðslu, mjöl eða lýsisframleiðslu og eða útflutning þessara afurða.

Það var afskaplega lítið skrifað í Siglufjarðarblöðin á fyrstu árunum og varla minnst á, síldarbræðslu, mjöl eða lýsisframleiðslu og eða útflutning þessara afurða.

En smámsaman fóru að koma fréttir tengt þessari atvinnugrein, sem stunduð voru "lítil ummæli" á fyrstu árum síldarævintýrisins á Siglufirði. Söltun síldar átti mestallan hug þeirra sem skrifuðu á annað borð um efni, tengt síld og veiðum hennar.

Fyrsta síldarbræðslan sem reist var, - var reist af norskum manni Thormod Bakkevig árið 1911 - og afkastaði hún um 150 málum á sólarhring (rúmlega 1,1 tonn)

Þetta sama ár var í fyrsta sinn flutt út síldarlýsi frá Íslandi. (Heimild, bókin: Svartur sjór af síld) Verksmiðjan var reist á Siglufirði, og var almennt kölluð Bakkevig verksmiðjan

Nokkru seinna var síldarbræðsluverksmiðja reist austan fjarðarins, af Norskum bræðrum að nafni Gustav Evanger og Olaf Evanger. Verksmiðjan fékk nafnið: "Siglufjörds Sildolie og Guanofabrik"

Þessi verksmiðja sópaðist burt á einni nóttu, í snjóflóði árið 1919 (Heimild, bókin: Siglufjörður 1918-1919-1988) Þessi verksmiðja gekk þó oftar undir nafninu Evangers verksmiðjan

Aðrar verksmiðjur sem reistar voru fyrir 1918 voru: Verksmiðja Hans Söbstad, sem jafnframt rak söltun og tunnusmíði. Grána, rekin af Gránufélaginu, sem hafði rekið verslun frá aldamótum amk.

Dr.Paul verksmiðjan, sem Síldarverksmiðjur Ríkisins keyptu síðar (1933) og ráku.

Aðrar verksmiðjur sem reistar voru fyrir 1918 voru: Verksmiðja Hans Söbstad, sem jafnframt rak söltun og tunnusmíði. Grána, rekin af Gránufélaginu, sem hafði rekið verslun frá aldamótum amk. Dr.Paul verksmiðjan, sem Síldarverksmiðjur Ríkisins keyptu síðar (1933) og ráku.

-------------------------------------------------------------

Tildrög þess að farið var út í þessa gagnasöfnun: Það var seinnipart ársins 2002, sem ég undirritaður skrifaði Stjórnarformanni SR-MJÖL H.F. Finnboga Jónssyni bréf, þar sem ég gerði SR-MJÖL HF ákveðið tilboð varðandi söfnun upplýsinga um síldarbræðslu úr gömlum Siglfirskum blöðum.

Þórði Jónssyni, verkfræðingi var falin, samningagerð og samvinna við undirritaðan, varðandi undirbúning verksins, sem leyst var með ágætum, - hóf ég síðan verkið - og afraksturinn sést hér á mörgum eftirfarandi síðum.

Efnið varðar eingöngu mjöl og lýsis vinnslu og tilheyrandi. Sé einhversstaðar nefnd síldarbræðsla, síldarmjöl, síldarlýsi (og karfa) og eða síldarafli kominn á land mældur í málum eða hektólírum, - þá eru viðkomandi skrif sótt og komið hingað. Efni frá árunum 1918 - 1950

Vikublöðin eru varðveitt á Bókasafni Siglufjarðar, en sum þeirra eru í mjög slæmt ástandi, svo tímabært þótti að sækja þangað þessar heimildir varðandi upphaf og þróun mjöl og lýsisvinnslu á Siglufirði, frá upphafi. (www.timarit.is - var ekki komið í gagnið á þeim tíma, að ég vissi, þá amk.)

Efnið var fyrst ljósmyndað, síðan breitt með OCR hugbúnaði yfir í stafrænt form. Upphaflegi textinn kemur því hér að mestu "óbreyttur", að því undanskildu að orð eins og td. "hjer" "hjerna" "jeg" - oft með "je" í stað "é" og Z breyti ég í S osfv. og ýmsum "gömlum" stafsetningarvenjum, er sett hér inn samkvæmt nútíma venju.

En mjög misjafn ritháttur kemur fram td. orðið "ég" er stundu skrifað eins og við skrifum það í dag - og stundum "jég" td. í Fram frá 1918. Það virðist hafa farið eftir, þeim mönnum sem skrifa efnið, prentsmiðjan virðist ekki hafa breytt handritum að neinu leiti.

Ýmsar málvenjur sem ekki þekkjast í dag, eru látnar halda sér.

Þær ljósmyndir sem settar eru inn á einstökum síðum, voru ekki birtar á sínum tíma í blöðunum sjálfum, enda sú tækni ekki komin, á bernskuárum blaðaútgáfu á Siglufirði. Myndirnar eru settar með til að lífga upp á og sýna mannvirki og annað frá svipuðum tíma og viðkomandi efni var til umræðu.

Þær fáu ljósmyndir sem hér birtast eru til hjá: Ljósmyndasafni Siglufjarðar - sem er í eigu og varðveislu hjá Síldarminjasafni Siglufjarðar, áður í eigu undirritaðs.

Fyrirtækið SKSigló ehf. sem var í eigu Rauðku hf. (Róbert Guðfinnsson) 60% og undirritaðs 40% frá árinu 2009, gáfu Síldarminjasafninu allt Ljósmyndasafnið þann 20. maí 2016

Steingrímur Kristinsson

 Góðar upplýsingar:  Síldarannáll Hreins Ragnarssonar  Upplýsingar tengt síldinni allt frá árinu 1866---    https://issuu.com/herringmuseum/docs/hreinn_ragnarsson_sildarannalla5