Tengt Siglufirði
Adolf Einarsson, 9. maður á A-listanum, talaði á fundinum og fullyrti, að Jón Kjartansson verkstjóri S.R. mútaði mönnum til fylgis við Framsóknarflokkinn, og B-listann.
Ýmsir fundarmenn kröfðust þá þess, að Adólf nefndi nöfn, og eftir nokkrar vífilengjur nefndi ræðumaður nafn Jónasar Þórðarsonar frá Siglunesi. Stóð þá Jónas upp og lýsti yfir, að þetta væru helber ósannindi og þar að auki væri hann búinn að vera meðlimur Framsóknarfélags Siglufjarðar í 4 ár.
Nefndi Adólf þá nafn annars manns, sem nú er kominn til Reykjavíkur. Nú hefir Adólf orðið að gefa opinbera yfirlýsingu um, að þessi ummæli hans væru tilhæfulaus ósannindi.
Þannig er málafylgja A-listamannanna, er þeir túlka málin í verkalýðsfélögunum.
Yfirlýsing.
Jafnframt því, sem ég bið Jón Kjartansson verkstjóra Síldarverksmiðja ríkisins afsökunar á framkomu minni á fundi í Verkamannafélaginu "Þrótti", sunnudaginn 18. þessa mánaðar, lýsi ég því yfir, að fullyrðingar mínar á nefndum fundi, um að Jón Kjartansson notaði aðstöðu sína sem verkstjóri S.R. í þágu Framsóknarflokksins og mútaði mönnum, voru alveg út í bláinn og höfðu ekki við hin minnstu rök að styðjast.
Siglufirði 21/1. 1942
Adolf Einarsson.
(sign.)
Aðalgötu 16.
-----------------------------------------------------------
Einherji, 18. júlí 1942
Nýr viðskiptasamningur
Bandaríkin kaupa allan fisk er við öflum frá 1. júlí 1942 til 30. júlí 1943. Ennfremur helming þorska lýsis, allt síldarlýsi og 25 þúsund smálestir af síldar og fiskimjöli.
Lokið er nú viðskiptasamningum sölu á Íslenskun sjávarafurðum milli Viðskiptanefndar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar annars vegar og fulltrúa Bandaríkjastjórnar hinsvegar.
Samningur þessi er í fernu lagi og gildir til eins árs.
Fisksölusamningurinn gerir ráð fyrir að Bandaríkin kaupi allan fisk, sem Íslendingar afla meðan samningurinn er í gildi, eða frá 1. júlí 1942 til 30 júní 1943.
Verðið á nýjum fiski: Þorsk, ýsu, ufsa, löngu og sandkola er -45 aurar pr. kg,-. óhausaður, en 58 aurar hausaður.
Í samningnum við Breta, sem áður gilti, var verðið á þessum fisktegundum 35 aurar á óhausuðum, en 43¾ aurar á hausuðum fiski.
Verð á öðrum fisktegundum er í samræmi við þetta. Er því hér um nokkra hækkun að ræða, eða um 30%, að meðaltali.
Samningurinn um þorskalýsið, nær yfir helming þess, sem við framleiðum og er verðið miðað við A-vítamíninnihald lýsisins, og er þar einnig um nokkra hækkun að ræða.
Síldarlýsissamningurinn nær yfir alla síldarlýsisframleiðsluna 1942 og er verðið um 130 dollarar pr. smálest.
Samningurinn um síldar- og fiskimjölið nær yfir 25 þúsund smálestir, og er verðið miðað við eggjahvítuinnihald mjölsins.
Samningar voru ekki gerðir áður um sölu þessara afurða í fyrra. Verðið mun vera nokkru hærra, en framleiðendur fengu þá fyrir þær.
-------------------------------------------------------------------------------------------
Siglfirðingur 31. júlí 1942
Stjórn Síldarverksniðja ríkisins hefir nýlega undirskrifað samning við starfsmenn sina, að hver þeirra fái kr. 625,00, viðbótargreiðslu vegna hins óvenjulega "ástands", sem vinnur reksturstímann, tvo mánuði. Þeir, sem vinna skemur, fá greitt hlutfallslega fyrir þann tíma, er þeir vinna.
---------------------------------------------------------------------------------------------
Siglfirðingur 31. júlí 1942
Ríkiserksmiðjunar styrkja Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar. Á fundi verksmiðjustjórnar 25. þ.m.var eftirfarandi tillaga frá Jóni L. Þórðarsyni samþykkt með öllum atkvæðum:
Um leið og stjórn Síldarverksmiðja ríkisins lýsir ánægju sinni yfir fyrirkomulagi og rekstri Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar, ákveður hún að veita heimilinu styrk frá verksmiðjunum kr. 2.000,00 til rekstursins á þessu ári".
---------------------------------------------------------------------------------------------
Siglfirðingur 7. ágúst 1942
Stórkostleg aukning á Síldarverksmiðjum ríkisins
Tillögur um afkastaaukningu um 30 þúsund mál á sólarhring.
Eftir ítarlegar umræður um aukningu á afköstum Síldarverksmiðja ríkisins og byggingu nýrra síldarverksmiðja, samþykkti stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og framkvæmdastjóri einróma á fundi sínum hinn 27. júlí. að bera fram eftirfarandi tillögu við ríkisstjórn og Alþingi:
Þar eð stjórn S.R. og framkvæmdastjóri eru samála um, að mikil þörf sé fyrir fleiri síldarverksmiðjur í landinu, þá samþykkir stjórnin að fara fram á við ríkistjórn og Alþingi eftirfarandi heimild til handa S.R.
Síldarverksmiðjur ríkisins byggi nýjar verksmiðjur, með 30 þúsund mála afköstum á sólarhring, svo fljótt. sem ástæður leifa og á eftirtöldum stöðum:
Um tvær hinar síðartöldu er bygging bundin því skilyrði, að hafnarbætur verði framkvæmdar og að nægilega stórar lóðir fáist með hagkvæmum kjörum. Jafnframt fer stjórn S.R. fram á að Alþingi heimili henni að taka lán með ríkisábyrgð, að upphæð allt að 25 miljónum króna, til bygginga hinna nýju verksmiðja.
Lánið, eða hluta þess, skal boðið út með samþykki ríkisstjórnarinnar, þegar fullnaðar kostnaðaráætlun um byggingu hinna einstöku verksmiðja er fyrir hendi.
Í lok júlímánaðar fór stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og framkvæmdastjóri í þriggja daga ferðalag til Húsavíkur og Skagastrandar, til þess að kynna sér sameiginlega allar aðstæður fyrir byggingu hinna nýju verksmiðja á þessum stöðum og til þess að tryggja verksmiðjunum nægilegt landrými, ef Alþingi samþykkti tillögur verksmiðjustjórnarinnar.
Á Húsavík átti verksmiðjustjórnin fund með Júlíusi Hafstein, sýslumanni, oddvita hreppsnefndarinnar og hafnarnefnd kauptúnsins og á Skagaströnd við Jón Pálmason, alþingismann og Hafstein Pétursson, formann hafnarnefndarinnar.
Árangurinn af þessum viðræðum varð sá, að á báðum þessum stöðum hafa Síldarverksmiðjum ríkisins verið boðnar fram ókeypis þær stóru lóðarspildur, sem stjórn S.R. og framkvæmdastjóri töldu heppilegastar sem verksmiðjustæði.
Fulltrúar frá stjórn S.R. munu væntanlegir til Reykjavíkur nú um helgina til þess að fylgja fram tillögum stjórnarinnar við ríkisstjórn og Alþingi.
---------------------------------------------------------------------------------------
Einherji, 26. september 1942
Síldarmjöl.
Undanfarna daga hefur sá orðrómur verið á reiki, að mikill skortur mundi verða á síldarmjöli og það jafnvel varða ófáanlegt.
Nú hefur Landbúnaðarráðuneytið tilkynnt að til séu í landinu um 8.000 þúsund smálestir af síldarmjöli og um 2.500 smálestir af fiskimjöli.
Hinsvegar hefur Búnaðarfélag Íslands ekki gert ráð fyrir að það þurfi nema um 6.500 smálestir til innanlandsnotkunar, og sé því engin ástæða til að búast við öðru en þessar byrgðir muni nægja.
----------------------------------------------------------------------------------------
Neisti, 5. nóvember 1942
Löndunarlæki hjá Síldarverksmiðjum ríkisins.
Allmargir menn vinna þessa dagana hjá Síldarverksmiðjum ríkisins við að rífa niður bryggjur þeirra.
Mun eiga að byggja þar samfellt plan og koma upp sjálfvirkum löndunartækjum. Er það vel að svo verður og hefir dregist helst til lengi.
Varðskipið Þór hefir verið hér undanfarið við að taka upp bryggjustaurana. Hefir það gengið allvel. Þó hafa nokkrir staurar brotnað.
Þarf að sjálfsögðu að athuga það fyrir vorið, að brotunum verði náð upp, það gæti valdið tjóni á skipunum ef þau steyttu á þessum brotum með fullfermi síldar.
Hafnarefndin ber sérstaklega að veita þessu athygli því að það svæði, sem fellur til undan bryggjunum, verður í framtíðinni einn hluti af Siglufjarðarhöfn.