Árið 1939 - Rauðka-03 - Nýja Rauðka.

Siglfirðingur 9. maí 1939

Það er nú orðið vitað mál, að bygging verksmiðjunnar mætir mjög harðri andstöðu á hærri stöðum og þá vitanlegi af hendi Framsóknarmanna og bankastjóra Landsbankans, sem álita að Útvegsbankinn fái fullmikinn gjaldeyri til umráða ef verksmiðjan verði byggð.

Ennfremur er álitið að verksmiðja þessi muni keppa um of við ríkisverksmiðjurnar um hráefni, vegna þess að floti okkar Íslendinga sé enn of litill til þess að fullnægja hráefnaþörfum allra verksmiðjanna.

Allar þessar viðbárur eiga vitanlega ekki að tefja framkvæmdir á þessu hagsmunamáli Siglufjarðarkaupstaðar, sjómanna og útgerðamanna, til þess eiga þær of haldlitla stoð í veruleikanum. Það er nú vitað að um tuttugu skip, sem ekki hafa verið gerð út á síldveiðar áður, munu vera gerð út í sumar og er það ekki alllítil aukning á einu ári, í öðru lagi er það alveg óverjandi að krítum á milli bankastjóra aðalbankanna geti orðið til þess, að af þessum framkvæmdum verður ekki.

Margir spyrja: Getur þessi verksmiðja staðið undir afborgunum og vöxtum á 2 miljónum króna? Ég mun reyna hér á eftir að áætla kostnað við rekstur svona verksmiðju og tekjur eftir núverandi söluverði afurðanna og áætluðu hráefnisverði, en eftir því sem heyrst hefur mun það verða kr. 6.50 fyrir málið.

Kostnaðarliður: Tafla hér fyrir ofan

Töflurnar og 
Þráinn Sigurðsson framkvæmdastjóri - Ljósmynd;: Kristfinnur
Smelltu til að stækka

Töflurnar og
Þráinn Sigurðsson framkvæmdastjóri - Ljósmynd;: Kristfinnur
Smelltu til að stækka

Tekjuliður:  Tafla hér fyrir ofan

Nú er vitanlega eftir að greiða vexti og afborganir af stofnlánum fyrirtækisins, en samt mun verða eftir álitlegur skildingur af hagnaðinum.

Þessi lauslega áætlun gerir enga kröfu til þess að teljast fullkomin og mér kunnugri menn geta ef til vill með réttu fært á milli hinna ýmsu kostnaðarliða, en heildarútkoman á ekki að vera fjarri sanni.

Margir munu nú spyrja: Hversvegna er hagnaðurinn svona geysimikill? Er þessi verksmiðja svona miklu fullkomnari en þær sem fyrir eru? Ég leyfi mér að svara þessu hiklaust neitandi.

Auðvitað er þessi verksmiðja fullkomnari, en þær sem fyrir eru, en að svona mikill hagnaður geti verið á nýju Rauðku, ef hinar verksmiðjurnar rétt bera sig, nær vitanlega ekki nokkurri átt, heldur hljóta þær að stórgræða líka.

Hvað er þá að gerast? Ekkert annað en að verið er einu sinni enn, að hafa stórfé af sjómönnum og útgerðarmönnum með því að reikna þeim of lágt verð fyrir fersksíldina.

Gaman væri ef einhver úr stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, vildi láta svo litið að gagnrýna þessa áætlun og sjá hvaða útkomu hann fengi, ennfremur væri gaman ef verksmiðjustjórnin sæi sér fært að fara að ákveða síldarverðið, það er svo langt síðan að verksmiðjurnar seldu mikinn hluta afurða sinna, að það ætti að fara að verða óhætt úr þessu, að ganga frá endanlega hráefnisverði.

Þ.S.
-------------------------------------------------------------

Síðustu fréttir af Rauðkumálinu

Óli Hertervig er nú búinn að vera alllengi fyrir sunnan og vinnur af kappi að framgangi málsins. Með Dronning Alexandrine tóku sér far bæjarstjórinn og Kristján Sigurðsson til þess að vinna að sama málinu. Ennfremur flaug bæjarfulltrúi Þormóður Eyjólfsson suður í gær, en ekki er vitað hvort hann muni hafa farið í sömu erindagjörðum. Það er leiðinlegt, ef ekki vítavert, ef að heimilisfastir Siglfirðingar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að hefta framgang þessa velferðarmáls bæjarfélagsins, en það mun því miður eiga sér stað og enn er ekki vitað hvaða úrslit verða á þessu máli.