Árið 1939 - Rauðka-4 - Rauðka, Neisti, Mjölnir og Siglfirðingur

Neisti, 16. maí 1939

Nú að undanförnu hafa þeir Kristján Sigurðsson, bæjarstjóri og Hertervig verið í Reykjavík, til að vinna að framgangi þess, að leyfi fáist til endurbyggingar "Rauðku".

Þeir Kristján og bæjarstjóri komu heim s.l. sunnudagskvöld, en Hertervig var kominn nokkru fyrr.

Kristján Sigurðsson hefir góðar vonir um að leyfi muni fást, eftir þeim undirtektum, sem þeir fengu á hærri stöðum, og það hefir bæjarstjóri einnig samkvæmt viðtali er "Vísir", hefir við hann átt s.l. laugardag.

Þar segir bæjarstjóri svo meðal annars:

"Málið horfir mjög vel, Það hefir að vísu frestast lengur en við var búist vegna veikinda Ólafs Thors atvinnumálaráðherra, en við höfum átt viðræður við ríkisstjórnina og hefir hún tekið málinu vel, þannig að full ástæða er til að vænta þess, að engin tregða verði á málinu frá hennar hendi".

Eftir þessum upplýsingum að dæma, má mega vænta þess, að bráðlega fáist endanlegt samþykki til endurbyggingarinnar, svo hægt sé nú þegar að hefjast handa um allan nauðsynlegan undirbúning.

Leiðinlegt er til þess að vita, hvað reynt hefir verið af einstaka fólki að koma af stað tortryggni og úlfúð í sambandi við þetta mál.

Allir Siglfirðingar vita um upplýsingar og skrif Þóroddar um málið, sem fullyrða má að urðu framgangi þess til tafar.

Þá reyndi einhver miður góðgjarn náungi að útbreiða þær sögur syðra og einnig hér, að Stefán, Jóhann Stefánsson og Finnur Jónsson væru málinu andvígir, en sannleikurinn er sá, að í bankaráði Útvegsbankans hefir enginn ágreiningur orðið, en þar er Stefán J. Stefánsson formaður og var málinu mjög fylgjandi, og Finnur Jónsson hefir, f.h. Samvinnufélags Ísfirðinga, skrifað undir áskorun um að leyfið verði veitt.

Þá hefir einhver tungumjúk bæjarvíðförul sál reynt að læða því hér inn í hugi fólks, að verkamenn ríkisverksmiðjanna séu á móti því að Rauðka verði stækkuð, vegna þess, að það mundi taka frá þeim atvinnu.

Slíkt hefir vitanlega ekki við nein rök að styðjast, og fullvíst er, að allt verkafólk bæjarins stendur einhuga um að þessu nauðsynjamáli verði í framkvæmd komið.

Ástæða er til fyrir alla þá, sem vilja vinna að aukinni atvinnu og framleiðslu, að fagna því hve vel horfir með þetta mál, og mega þeir menn góða þökk hafa, sem best hafa þar að unnið.

---------------------------------------------------------------------------

Mjölnir, 18. júlí 1939

Bæjarstjórnarfundurinn síðasti.

Á bæjarstjórnarfundi þeim, sem haldinn var 10. júlí s.l. var Rauðkumálið aðal umræðuefnið.

Allir bæjarfulltrúar, nema einn, tjáðu einhuga fylgi sitt við málið og samþykkti bæjarstjórn með öllum atkvæðum nema einu að senda enn einu sinni áskorun til landsstjórnar um að veita nú greið svör, um hvort umbeðið leyfi fengist eða ekki.

Þessi eini maður, sem sífellt var á móti, var Þormóður Eyjólfsson.

Allur málaflutningur hans var með eindæmum, bæði rökin og tónninn.

Það var ekki umhyggja fyrir Siglufjarðarbæ eða bæjarbúum, sem skein út úr þeim málafylgju, heldur stjórnlaus heift út í þetta mál.

Hvað vildi líka bæjarstjórnarmeirihlutinn vera að tala um atvinnuaukningu - Hér var allt of mikil sumarvinna, jú, en ef þessir menn vildu taka sig til og auka vetrarvinnuna, þá skyldi hann, Þormóður Eyjólfsson, taka í hönd þeim.

Auk þess væri afkastageta núverandi verksmiðja meira en næg fyrir þann skipaflota, er fyrir hendi væri - nýjar verksmiðjur fengju engin skip. - Samt lýsti ræðumaður því yfir, að verksmiðjur ríkisins mundu byggja nýjar 5.000 mála verksmiðjur, bæði hér og á Raufarhöfn. - Þá var skipaflotinn ekki of lítill - og sumarvinnan ekki allt of hættulega mikil, þá hafði ekki verkafólkið allt of mikið að gera.

Bærinn mundi líka tapa hræðilega á sinni nýju verksmiðju, - en samt vildi hann, hinn "tapelskandi" Þormóður láta S.R. kaupa Rauðkulóðina, til að reisa á nýja verksmiðju, víst til að tapa á.

Í raun og veru ætti Þormóður að fá fyrstu verðlaun fyrir rökfastan málaflutning, auk alveg sérstakrar, "medalíu" fyrir sitt hrekklausa dúfuhjarta, sem á bak við slær.

Kannski láta líka Siglfirðingar verða af því um leið og þeir þakka honum velunnið !! bæjarfulltrúastarf - og veita honum lausn i náð.

------------------------------------------------------------

07-18 Mjölnir, 18. júlí 1939.

Rauðka. »Þetta fer að lagast-hann fer nú að kula«.

Ríkisstjórnin svarar bæjarstjórninni engu ennþá og hefir nú leitað álits stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins.

Finnur Jónsson og Jón Þórðarson, beita sér fyrir að leyfið verði veitt, en gegn því hefur Þormóður með sér Svein Ben. og Þorstein M. Jónsson. En kjarkurinn hjá Þormóði og Co. var ekki meiri en það, að þeir óskuðu eftir að fresta afgreiðslu málsins, og lögðu til, að verksmiðjustjórnin færi til Reykjavikur og afgreiddi málið þar. Daginn, sem mest barst að af síld og 30 skip biðu afgreiðslu hjá ríkisverksmiðjunum hitti undirritaður Þormóð Eyjólfsson á lóð ríkisverksmiðjanna, og sagði honum að verið væri að taka mynd af skipunum, sem biðu, en sú mynd ætti að sýna, hve mikil fjarstæða væri að halda því fram, að ekki þyrfti fleiri síldarverksmiðjur og var Þormóður spurður hvernig hann héldi að honum myndi ganga að fá fólk til að trúa sér, ef sama veiði héldist í 4-5 daga, því þá myndu sennilega 60-80 skip bíða. Þormóður svaraði og sagði of snemmt að hlakka yfir því og bætti svo við:

»Þetta fer að lagast - hann fer nú að kula«.

Þannig talaði stjórnarformaður ríkisverksmiðjanna. Varla er hægt að hugsa sér nokkur orð, sem lýsa svívirðilegri og spilltari hugsunarkætti en þessi, að gleðjast yfir því að veiðiveður versni.

Slík námenni ættu ekki að stjórna fyrirtækjum fyrir útgerðarmenn og sjómenn.

Hvað hugsar Framsóknarflokkurinn sér með þennan mann. Umboð sitt í bæjarstjórn hefir hann margsvikið og er nú allra hatramasti fjandmaður bæjarfélagsins og leggur ham alla krafta til að vinna gegn aðaláhugamáli bæjarbúa, endurbyggingu Rauðku.

Hann hefir og reynt að hafa réttmætar tekjur af bæjarsjóði, með því að láta ríkisverksmiðjurnar leggja út í málaferli til að reyna að komast undan greiðslu á fasteignaskatti.

Hann reyndi að koma á stað kaupdeilu við ríkisverksmiðjurnar s.l. vor, sem hefði skaðað bæinn, ef af hefði orðið.

Hann hefur með blekkingum og ósannindum reynt að koma sér undan að greiða sanngjarna húsaleigu fyrir vörugeymsluhús það, er hann leigir af Hafnarsjóði og þannig mætti lengi telja.

Getur Framsóknarflokkurinn haft þennan mann sem fulltrúa sinn í bæjarstjórn?

Heiðarlegur stjórnmálaflokkur getur ekki haft svona menn í trúnaðarstöðum.

Siglfirðingar hafa þó búið þannig að þessum manni, að hann hefir ekki undan að kvarta.

Honum hefir verið troðið í hverja trúnaðarstöðuna eltir aðra, en allstaðar hefir hann brugðist, enda er nú traustið á honum á þrotum, því öll hans störf hafa verið miðuð við að pota sjálfum sér áfram, ekkert áhugamál annað hefir hann átt, og þá sjaldan að hann hefir léð góðu máli fylgi, hefir það ekki verið málsins vegna, heldur af einhverjum persónulegum ástæðum, t.d. öfund (samanborið Goos eignakaupin).

Þormóður á enga pólitíska sannfæringu, en hefir talið sig geta haft mest upp úr, að látast fylgja Framsóknarflokknum. Samþykktir flokksins virðir hann að vettugi ef honum sýnist, eins og þegar hann kaus sjálfan sig sem formann ríkisverksmiðjustjórnar, þrátt fyrir samning Framsóknarflokksins við Alþýðuflokkinn.

En það verða Framsóknarmenn að skilja, að það er ekki nóg að þeir sverji Þormóð af sér í einkasamtölum við menn. Þeir verða að afneita honum opinberlega, ef vanvirða hans á ekki að skella á flokki þeirra.

Og eins og Þornróður er einn allra Siglfirðinga um að gleðjast yfir versnandi veiðiveðrið, eins er hann einn í hinni svívirðilegu afstöðu sinni í -Rauðku- málinu og einn í þessum bæ um að vera pólitískur svindlari, sem 99 % bæjarbúa fyrirlita.

Takist Þormóði að hindra endurbyggingu Rauðku, ættu Siglfirðingar allir, sem einn maður, að skora á hann að flytja burtu úr bænum, sem hann hefur verið að launa gott með illu.

P. G

---------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 9. ágúst 1939

Tillögur Jóns Þórðarsonar og Finns Jónssonar í verksmiðjumálinu.

Við undirritaðir leggjum til að verksmiðjustjórnin mæli með við ríkisstjórnina:

  1. Að Siglufjarðarkaupstað verði leyft að stækka síldarverksmiðjuna -Rauðku. þannig, að hún vinni úr 5000 málum á sólarhring.
  2. Að afköst S. R. 30 verksmiðjunnar á Siglufirði verði aukin um 2500 mál á sólarhring. Verði sú stækkun framkvæmd fyrir næstu síldarvertíð.

Jón L. Þórðarson (sign).

Finnur Jónsson (sign).

Að gefnu tilefni viljum við undirritaðir taka það skýrt fram, að við höfum frá því fyrsta, verið því ákveðið fylgjandi, að byggð verði, svo fljótt sem auðið er, 5.000 mála verksmiðja á Raufarhöfn, enda hefir þetta oft og mörgum sinnum komið fram í umræðum og bókunum í verksmiðjustjórninni þegar mál þetta hefir verið rætt, sem og einnig í áskorunum til ríkisstjórnarinnar.

Leggjum við mikla áherslu á, að þessu verði hrundið í framkvæmd eins fljótt og hægt er og að verksmiðjustjórnin skori enn á ný á ríkisstjórnina að útvega þegar lán til þessara framkvæmda.

Jón L. Þórðarson (sign.)

Finnur Jónsson (sign)

----------------------------------------------------------------

Siglfirðingur 9. ágúst 1939

Rauðkumálið.

Það var tilætlunin, að "Siglfirðingur" kæmi ekki út fyrr en blaðið gæti flutt "góðar fregnir" of þessu áhugamáli allra Siglfirðinga. - En því miður er litið gott af málinu að frétta. - Formaður fulltrúaráðs Framsóknarflokksins og bæjarfulltrúi sama flokks, Þormóður Eyjólfsson, hefir ekki einu sinni gengið í lið með óvinum Rauðku, heldur hefir hann haft forustu fyrir þeim. -

Menn sem vinna ættjörð sinni ógagn út á við, eru kallaðir landráðamenn.

En hvað mætti kalla þá bæjarfulltrúa, sem vinna að því öllum árum, viljandi sem og óviljandi, að skaða bæinn sinn?

Bæjarstjórnin hefir nú gert út þrjár sendinefndir til Reykjavíkur vegna Rauðkumálsins og einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem farið hefir allar þessar sendiferðir, hr. Ó Hertervig, dvelur ennþá í Reykjavík.

Þegar eftir heimkomu hans mun verða gefin skýrsla um Rauðkumálið hér í blaðinu.