Árið 1939 - Rauðka-06 -

Mjölnir, 29. júlí 1939

 Rauðka.

Ennþá gengur hvorki né rekur með Rauðku-málið. Málinu er vísað frá Herodus til Pílatusar - og frá Pílatus aftur til Herodesar.

Ríkisstjórnin skýtur málinu til stjórnar ríkisverksmiðjanna - hún er klofin hún um málið og snýr aftur til ríkisstjórnar. - Þannig er tíminn dreginn, en engin endanleg niðurstaða fæst.

Þó hefir það gerst í málinu, að meirihluti stjórnar Rauðku hefir farið suður og haft með í förina álitsgerð sérfræðinga um hvað kosta myndi að endurbyggja Rauðku.

Stjórn ríkisverksmiðjanna hefir, sem kunnugt er, fullyrt, að það myndi kosta 800.000 kr. minna að byggja 5.000 mála verksmiðju við ríkisverksmiðjurnar hér, heldur en ef jafnstór verksmiðja yrði byggð á Rauðkulóðinni.

Stjórn Rauðku hefir nú látið sérfræðing, rannsaka þessa hluti og hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu, að öllu ódýrara verði að byggja slíka verksmiðju á Rauðku-lóðinni og með þessi gögn í höndum er meirihluti Rauðku-stjórnarinnarfarin suður til að freista þess hverju áorkað verði í málinu.

Mun birtast hér ýtarleg greinargerð um þetta mál í næsta blaði.

----------------------------------------------

Mjölnir, 30. júní 1939.

"Rauðka"

Fjandmenn Siglufjarðar í Rauðkumálinu hafa verið að dreifa út ýmsum sögum upp á síðkastið sér til varnar, eins og t. d. að stækkun "Rauðku" upp í 5.000 mál yrði ½ miljón kr. dýrari en jafnmikil stækkun hjá Ríkisverksmiðjunum.

Þetta hefir verið borið undir Snorra Stefánsson og segist hann vera sannfærður um, að 5.000 mála aukning hjá "Rauðku" yrði ekki dýrari en hjá Ríkisverksmiðjunum, enda eru í "Rauðku" katlar, skilvindur, lýsiskör o.m.fl. sem hægt væri að nota til nýju verksmiðjunnar.

Bryggjur "Rauðku" þurfa ekki nema litla aðgerð og steypugrunninn, sem "Rauðka" stendur á nú, má nota undir nýju verksmiðjuna. Við þetta sparast feikna fé, sem Ríkisverksmiðjurnar þyrftu að snara út við jafnmikla aukningu hjá sér.