Árið 1939 - Rauðka-11 - Borgarafundurinn

Mjölnir, 5. september 1939

Fyrra sunnudag var hinn fyrirhugaði borgarafundur um Rauðkumálið haldinn.

Hófst fundurinn klukkan. tæplega 4 fyrir fullu húsi og allmargt fólk stóð úti á Aðalgötu og hlýddi á málaflutning ræðumanna gegnum "hátalara"., sem komið hafði verið fyrir á Bíóhúsinu. Þessi fundur var, eins og auglýst var, boðaður af bæjarstjórn og hafði hún í sameiningu ákveðið dagskrá fyrir fundinn.

Á fundinum skyldu tala fyrir hönd Rauðkustjórnarinnar þeir Erlendur Þorsteinsson, Hertervig og Gunnar Jóhannsson.

Þá var og stjórn ríkisverksmiðjanna boðið á fundinn til að gera grein fyrir afstöðu sinni, að svo miklu leyti, sem hún væri aðili að málinu.

Skyldi hún hafa 40 mínútur til umráða, en þar sem hún er, sem kunnugt er, skipt í málinu, var ákveðið að skipta þessum ræðutíma jafnt milli meir- og minnihlutans.

Síðan gætu bæjarfulltrúar og aðrir fundarmenn fengið orðið eftir vild.

Það kom brátt í ljós á fundinum, að þeir Þormóður og kumpánar hans höfðu ekki hug til að standa þarna fyrir máli sínu, heldur vakti það eitt fyrir þeim að reyna að hleypa upp fundinum og sleppa við að þurfa að gera grein fyrir afstöðu sinni.

Munu þeir hafa vitað sem var, að þeir áttu þarna fáa fylgismenn. Óðar er Erlendur Þorsteinsson hafði lokið framsöguræðu sinni í málinu, ruddist Þormóður upp að ræðumannaborðinu titrandi af æsingi og óðmála - og krafðist fyrir sína hönd, Sveins og Þorsteins að fá að tala strax - og fá jafn langan ræðutíma og allir aðrir ræðumenn til samans.

Var honum bent á, að fyrir lægi ákveðin dagskrá, þar sem ríkisverk-smiðjustjórninni væri ætlaður viss tími til að gera grein fyrir afstöðu sinni, að svo miklu leyti sem hún væri aðili að málinu - hún væri þar vitanlega engin höfuðaðili.

Þá væri Þormóði sem bæjarfulltrúa heimill ákveðinn ræðutími og loks væri svo orðið frjálst.

En þeir Þormóður og Sveinn vildu ekki hlíta þessum rökum og var þá borið undir fundinn, hvort leyfa skyldi afbrigði á dagsrá eftir kröfum þeirra Þormóðs.

Var það fellt með ölum atkvæðum gegn einu, og var ábyrgðarmaður Einherja sá eini, er greiddi atkvæði með Þormóði og Co. Að lokinni þessari atkvæðagreiðslu gekk meirihluti ríkisverksmiðjustjórnarinnar út af fundi við litinn orðstír.

Þormóðmóður og Sveinn hafa sagt svo frá í athugasemd til útvarpsins, að er þeir gengu af fundi, hafi mikill fjöldi fundarmanna farið út með þeim.

Athugasemd þessi er bæði um þetta atriði og fleiri svo hláleg, sem verið getur. Allur Siglufjörður veit, að þeir menn, sem gengu út, eftir að þeir Þormóður og Sveinn voru flúnir af hólminum, fóru fyrst og fremst vegna þess, að þeim þótti, sem með flótta Þormóðs og Sveins væru sökudólgarnir sloppnir. -

Margir höfðu, sem von var, hlakkað til þess að heyra verðskuldaðar ávítur á þá kumpána.

Er Þormóður og Co. voru farnir, hélt fundurinn áfram og fór ágætlega fram.

Til máls tóku auk þeirra, er áður er getið, Aage Schiöth, Jón Gíslason, Þóroddur Guðmundsson, Hjálmar Kristjánsson og Finnur Jónsson, sem túlkaði afstöðu minnihluta ríkisverksmiðjustjórnar.

Þá flutti Erlendur Sigmundsson snjallt erindi fyrir hönd verkamanna í Rauðku. Hafði Pétur Brekkan samið erindið og var gerður af því hinn besti rómur.

Yfirleitt voru ræðumenn á einu máli uni það, að aðalsakaraðilinn í þessu máli væri ríkisstjórnin og sú stefna er hún fylgdi.

Lýstu allir einhuga fylgi við endurbyggingu Rauðku og því að skiljast ekki við þessi mál, fyrr en sigur væri fenginn. Samþykkti fundurinn með öllum atkvæðum ályktun þess efnis, að skora á ríkisstjórnina að taka Rauðkumálið fyrir að nýju og veita leyfi fyrir að endurbyggja Rauðku sem 5.000 mála verksmiðju.

Jafnframt var skorað á Útvegsbankann að standa við áðu gefin loforð um ábyrgð á erlenda láninu til Rauðku.

Síðan var borin fram tillaga, þar sem skorað var á Þormóð að leggja niður umboð sitt í bæjarstjórninni.

Var tillaga þessi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Yfirleitt má segja, að fundurinn hafi sýnt einingu Siglfirðinga og festu og spáir það góðu um úrslit Rauðkumálsins, þó að þunglega horfi um stund.