Árið 1940 - Löndunarbúnaður Rauðka - SR

27. júlí 1940 - Þjóðviljinn - Einherji - Alþýðumaðurinn -

Þjóðviljinn 

Síldarverksmiðja Siglufjarðar-bæjar, Rauðka, setur upp nýtízku sjálfvirk löndunartæki

Hvar eru löndunartækin sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa lofað sjómönnum og úfgerðarmönnum ?

Síldarverksmiðja Siglufjarðar Rauðka, hefur látið smíða sér nýtízku, sjálfvirk löndunartæki og; voru þau tekin í notkun, er fyrsta síldin kom til verksmiðjunnar í sumar. Rauðka hefur með þessu vakið athygli á sér í annað skipti fyrir forgöngu um hagsmunamál síldarútvegsins. Í fyrra skiptið vakti Rauðka athygli á sér, er hún í fyrra hafði útvegað sér nægilegt lán til þess að koma upp nýtízku 5000 mála verksmiðju hér á Siglufirði, sem hefði orðið sú fullkomnasta á landinu, ef ríkisstjórnin hefði ekki hindrað verkið.

Stjórn Rauðku og framkvæmdastjóri hennar, Snorri Stefánsson hefur alltaf verið óánægð með löndunarskilyrðin eins og þau hafa verið undanfarið. Löndunaraðferðin var sú sama og sú er viðhöfð var við fyrstu verksmiðju sem reist var hér á landi, nokkru eftir aldamótin. Þó hinar eldri verksmiðjur hafi hið innra tekið algerðum stakkaskiptum, komin séu nýtízku suðukör, pressur og lýsisskilvindur og nýjar verksmiðjur hafi risið upp, hefur þó ætíð verið viðhaldið gömlu löndunaraðferðunum. Þetta hefur einkum stafað af því fyrirkomulagi, að sjómenn hafa selt síld sína í þró komna, og hafa því sjálfir orðið að annast löndunina og bera þunga og erfiði við gömlu löndunaraðferðina.

Ljósmyndir hér:Fyrsta vélræna löndunin á Siglufirði. Rauðka og Geir SI 55 - Ljósmynd: Kristfinnur

Ljósmyndir hér:Fyrsta vélræna löndunin á Siglufirði. Rauðka og Geir SI 55 - Ljósmynd: Kristfinnur

Síldarverksmiðjur ríkisins hafa gengið á undan í því að viðhalda úreltum löndunaraðferðum, og það þrátt fyrir margendurtekin loforð verksmiðjustiórnar um að bæta löndunarskilyrði við verksmiðjanna, einkum þó á Siglufirði. Í hvert skipti sem óánægja hefur orðið með stjórn verksmiðjanna og sjómenn hafa látið hana í ljós hefur svar hennar verið: „Næsta sumar skuluð þið fá fullkomin löndunartæki".

Þegar andúðin var sem mest til verksmiðjustjórnarinnar í fyrravor vegna baráttu hennar gegn nýbyggingu verksmiðjunnar Rauðku lofaði hún hátíðlega að taka upp löndunar tæki fyrir næsta sumar. Þetta loforð endurtók hún síðastliðið haust er sjómenn kvörtuðu yfir því að fá ekki nema kr. 6,70 fyrir málið, þegar síldarafurðirnar voru seldar út úr landinu á verði, sem hefði leyft 15 - 20 kr. útborgun á hvert mál.

Hvernig hefur svo stjórn síldarverksmiðja ríkisins staðið við loforð sitt um löndunartækin? Við verksmiðjurnar á Siglufirði hefur engin breyting orðið. Þar eru löndunarskilyrði eftir sem áður hin verstu í öllu landinu. Vegalengdin sem þarf að, keyra síldina er hvergi Iengri og vagnarnir einstaklega klunnalegir og erfiðir í meðförum.

Það er sagt að eftir eina löndun úr miðlungs stóru síldarskipi, sé skipshöfnin búin að rogast með þessa þungu vagna ýmist þunga eða tóma, sem svarar vegalengd frá Reykjavík og austur á Þingvelli. Eftir eitt meðal síldar sumar eru sjö menn, sem landa við verksmiðjurnar á Siglufirði búnir að ganga með þessa vagna, að vegalengd til einu sinni í kringum hnöttinn á miðjarðarlínu! Það er óheyrilegt, að starfskröftum sjómanna skuli vera sóað svona í vitleysu og þeir jafnframt tafðir frá því að komast á veiðar aftur.

Verksmiðjustjórninni á ekki að haldast þetta uppi og vafalaust verður þessi framtakssemi Rauðku til þess, að stjórn verksmiðjanna verður fyrir alvöru að fara að hugsa um framkvæmd loforðanna.

Löndunartæki Rauðku kosta allt að 60 þúsundum króna. Þau eru smíðuð hjá vélsmiðjunni „Héðni" í Reykjavík og að sumu leyti hjá Rauðku hér norðúr á Siglufirði undir stjórn Snorra Stefánssonar. — Löndunartækin eru þannig gerð að „elevator" flytur síldina upp úr skipi og skilar henni í málið, en það hellir síðan síldinni úr sér í flutnings bandið, sem flytur síldina neðan af bryggjusporði og upp í þrærnar. Löndunarafköstin eru allt að 400 mál á klukkustund.

En það er þrisvar til fjórum sinnum meiri löndunarhraði en áður var. Auk þessa þarf ekki nema helmingur skipshafnarinnar að taka þátt í lönduninni, hinn helmingurinn getur sofið á meðan, og það er ekki lítils virði þegar mikil síld er. Rauðka hefur með því að koma þessum löndunartækjum, ennþá einu sinni sýnt, að hún lætur sér annt um hagsmuni sjómanna og vill hlynna að öllu því, er til framfara horfir í þessum atvinnuvegi, sem Siglufjarðarbær á alla sína framtíð undir.

Ár eftir ár hefur orðið stöðvun við síldarverksmiðjur ríkisins vegna þess að staðið hefur á löndun og skip verið tafin svo sólarhringum skiptir, af því að löndunin með hinum úreltu aðferðum hefur gengið svo seint. Það er erfitt að meta hve miklu meiri síld hefði verið mokað úr sjónum, ef síldarverksmiðjur ríkisins hefðu haft fljótvirkari löndunartæki, en enginn vafi er á því, að það hefði bara sumarið 1939 skipt tugum þúsunda mála.

Ath, sk: Nokkrar ljósmyndir, sem ekki er að mínu mati ekki nógu skarpar til að endur vinna svo vel takist, fylgdu með þessari frétt í Þjóðviljanum, en skelltu hér þá ferðu inn á viðkomandi síðu Þjóðviljans

-----------------------------------------------------

Þjóðviljinn 4. ágúst 1940

Ef ríkisstjórnin hefði ekki hindrað nýbyggingu Rauðku

Frá því síld byrjaði fyrst að veiðast í júnímánaðalokin, hefur enginn sá dagur komið að ekki hafi veiðist síld. Menn muna varla annan eins landburð af síld og verið hefur þennan síðastliðinn mánuð. Við bryggjur síldarverksmiðjanna hefur mestallur síldarflotinn legið og beðið eftir löndun. Flest hafa skipin verið við ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði milli 80 og 90 að tölu. Nú hefur orðið að grípa til þeirra ráða að banna skipunum að Veiða bræðslusíld í fjóra sólarhringa til þess að verksmiðjurnar geti haft undan að bræða.

Það kemur fram nú að síldarverksmiðjurnar í landinu eru alltof litlar. Hefði sízt veitt af að þær yrðu stækkaðar um ekki minna en 15— 20000 mál, og það viðurkenndu allir er þekkingu hafa í þeim málum, í fyrra. Þrátt fyrir þetta var Siglufjarðarkaupstað í fyrra meinað að stækka síldarverksmiðju sína, „Rauðku", um 5000 mál. og var sú neitun opinberlega byggð á þeim forsendum að síldarverksmiðjur ríkisins myndu stækka hjá sér að minnsta kosti um 8000 mál bæði á Raufarhöfn og Siglufirði.

En þetta var ekki sú raunverulega ástæða, því að allir, þar með talin stjórn síldarverksmiðja ríkisins og Ólafur Thors atvinnumálaráðherra vissu í fyrsta lagi, að. 5000 mála stækkun hjá „Rauðku" væri jafnþarfleg fyrir því þó ríkisverksmiðjurnar yrðu stækkaðar um 8000 mál og í öðru lagi, að stjórn ríkisverksmiðjanna myndi ekki geta komið hinum fyrirhuguðu stækkunum í framkvæmd fyrir síldarvertíð 1940, vegna undirbúningsleysis. En það var enginn undirbúningur hafinn undir stækkun ríkisverksmiðjanna fyrr en stjórninni hafði hugkvæmst að nota hana til þess að afsaka meðferð sína á „Rauðku"-málinu.

Þetta kom á daginn, stækkunin á Siglufirði er ónothæf og nýja verksmiðjan á Raufarhöfn hefur ekki nema hálf afköst á við það sem ætlað var. Hefði ríkisstjórnin ekki látið klíkuhagsmuni Thorsaranna og Landsbankans ráða gerðum sínum í Rauðkumálinu og veitt Siglufjarðarkaupstað leyfi til verksmiðjubyggingar, þegar er farið var fram á það, þá hefði Rauðka komist upp í tæka tíð og afköst síldarverksmiðjanna hefðu aukist um 5000 mál. Árangur þessa hefði orðið:

1) útflutningsverðmæti landsins hefðu aukist um að minnsta kosti 6,3 milljónir króna.

2) Aflahlutur sjómanna hefði aukist um 1 milljón króna.

3) Legudögum síldveiðiskipanna hefði fækkað um 20%.

4) Siglfirðingar hefðu fengið atvinnu við byggingu Rauðku er numið hefði ca.: 300.000 kr., en atvinnuhorfur eru þar nú mjög ískyggilegar.

Meðferð Rauðkumálsins er þyngsti dómur á þjóðstjórnina. Engin rök mæla með gjörðum hennar. Setjið ykkur það í minni, að af ríkisstjórn sem sýnir jafn ábyrgðarlausa framkomu og þjóðstjórnin gerði i Rauðkumálinu er ills eins að vænta.

------------------------------------------------------

Einherji 6. september 1940

Síldarverksmiðjurnar.

Byggð- ar hafa verið síldarverksmiðjur er vinna úr 18000 málum síldar á sólarhring. Fyrir þessum málum háði Magnús Kristjánsson langa baráttu á Alþingi. Er nú alviðurkennt, að þetta hafi verið eitthvert mesta happaverk í þágu útvegsins. Aukið útflutningsverðmæti síldarinnar stórkostlega á undanförnum árum og bjargað síldarútveginum, sem áður var áhættumesti atvinnuvegur landsmanna.

-----------------------------------------------

Einherji 6. september 1940

S.R. hafði í gærkvöldi tekið á móti 869 þús. málum síldar, en 331 þús. á sama tíma í fyrra Ákveðið var að hætta að taka síld á morgun, þar sem bankarnir telja ekki lengur fært að veita tryggingu. Margir útgerðarmenn hafa 'óskað eftir, að síldin yrði, þrátt fyrir það, tekin áfram til vinnslu. Hefir stjórn S. R. fallist á það, og er líklegt að ríkisstjórnin staðfesti tillögur stjórnar S. R. Búizt við endanlegu svari hennar í kvöld.

-----------------------------------------------

Alþýðumaðurinn 17. september 1940

Stórfeldar fyrirætlanir - Nú er síldveiðimönnum alvara.

Fullar líkur eru fyrir að fyrir dyrum standi allmyndarlegar framkvæmdir því til tryggingar, að þau ósköp hendi ekki síldveiðiflotann annað sumar, að hann verði að liggja aðgerðalaus við land meirihluta síldveiðitímans vegna þess; að engin ráð séu fyrir hendi til að taka á móti veiðinni og vinna verð- mæti úr henni.

Þjóðin minnist þeirra umræðna, sem fram hafa farið í blöðum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins um kæliaðferð þá, sem Gísli Halldórsson verkfræðingur gerði tilraun með 1937, þegar hann var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Hefir þeim umræðum lokið með einróma kröfum um, að þessi geymsluaðferð verði upptekin við allar síldarverksmiðjur landsins, og útgerðarmenn á Siglufirði hafa, eftir að þessar umræður hófust. farið að kæla síld eftir fyrirsögn Gísla, og reynst vel.

Það má því gera ráð fyrir að fyrir næstu. síldarvertíð, verði síldarverksmiðjurnar knúðar til að undirbúa það að geta viðhaft þessa geymsluaðferð, þegar þörf krefur. Að vísu hefur Framsóknarflokkurinn tekið þessu máli með ólund, enda á hann mesta sökina á að ekki var haldið áfram síldarkælingunni við ríkisverksmiðjurnar. En honum mun ekki duga nein mótspyrna. Sú alda, sem nú er risin, mun ekki stöðvuð, hvorki af Framsóknarflokknum né öðrum.

En að fengnum þessum framkvæmdum, er tryggð örari og meiri móttaka síldar við allar verksmiðjurnar en áður hefir þekkst. En síldarútgerðarmenn og aðrir áhugamenn um þessi mál ætla ekki að láta hér við sitja. Ný 10 þúsund mála síldarveiksmiðja fyrir næstu síldarvertíð, er annað nauðsynjamál síldarútvegsins, sem nú er unnið að af mörgum mönnum um allt land.

Þetta mál á sér þá forsögu, að í árslok 1936, var í Reykjavík stofnað Samvinnufélag síldveiðiskipa. Fékkst þá strax nokkur þátttaka í félagsskapnum, En af framkvæmdum varð ekkert. Nú hefir þessi hugmynd verið tekin upp aftur. Félagið er endurreist með víðtækari samtökum síldveiðimanna en dæmi eru til áður. Er stofnfé safnað af kappi, og leitað til allra, sem hagsmuna hafa að gæta í síldarútveginum, og einnig til annara, sem vilja leggja málinn lið.

Fjáröflunarleiðir eru þessar:

1. Farið er fram á við alla út, gerðarmenn (aðra en þá, seitt eiga sjálfir fullnægjandi verksmiðjur fyrir eigin skip) að þeir leggi fram væntanlega uppbót á bræðslusíldarverð yfirstandandi árs, umfram þegar ákveðnar 12 kr. og síðar 9 kr. á mál. Einnig er farið fram á að skipverjar geri það sama.

2. Þá er farið fram á að þeir útgerðarmenn, sem það geta, leggi fram minnst 10 þúsund krónur fyrir hvert síldveiðiskip og að skipverjar allir leggi eitthvað fram, eftir því sem fjárhagur þeirra leyfir, auk væntanlegrar uppbótar samkvæmt 1. lið.

3. Lán frá einstaklingum, er standa utan við ofannefndar starfsgreinar. Öll slík framlög samkvæmt 1,-3, tölulið séu vaxtabær lán til félagsins, er endurgreiðist að fullu á vissum, siðar tilteknum, árafjölda, sennilega á 10 - 15 árum. Fyrir láninu er hugmyndin að gefa út skuldabréf, sem eigandinn geti síðar selt eða veðsett, ef hann þarf á að halda.

Bréfin eru dregin út og innleyst með fullu nafnverði, viss tala af hverri stærð á hverju ári.

Þess er að vænta að hér verði haldið fast á málum og framkvæmdir fylgi á eftir.

Eins og landsmenn rauna var Siglufjarðarbæ á sínum tíma neitað um stækkun »Rauðku« upp í 5000 mála afköst, en sú stækkun átti að vera komin í framkvæmd fyrir yfirstandandi síldarvertíð. Ýmsir af þeim mönnum, sem mest börðust fyrir Rauðkustækkuninni, eru nú framarlega í þessum nýju samtökum.

En hvort þarna á nú að rísa upp voldug Rauðkufrænka eða ekki, veltur mest á að sá kraftur samtaka og atorku fylgi henni úr hlaði, að óvinum síldarútvegsins takist ekki að bregða fæti fyrir þetta þarfa fyrirtæki, eins og Rauðkustækkunina, en sú stækkun hefði í sumar, ef hún hefði fengist fram, bjargað miklu fé fyrir síldveiðimennina. Búist er við að hin nýja 10 þús. mála verksmiðja muni, með núverandi verðlagi á efni og vinnu, kosta uppkomin, með nauðsynlegum geymsluþróm, um 4 miljón króna.