Árið 1940 - Síldarverksmiðjur ríkisins. Efnarannsóknir árin 1930-1937

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands 1. maí 1940 - Grein: Trausti Ólafsson

Á norrænu verkfræðingamóti, sem haldið var í Oslo sumarið 1938, flutti undirritaður erindi um islenzkar síldarverksmiðjur. Var saga síldarverksmiðjanna rakin í stórum dráttum og skýrt frá efnarannsóknum, þeim, sem gerðar hafa verið á íslenzkri síld síðan árið 1928, en fyrir þann tíma má telja að aðeins hafi verið um fáeinar efnagreiningar að ræða.

En aðalefni erindisins fjallaði um efnagreiningar þær, sem, Rannsóknarstofa ríkisins annaðist fyrir síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði árin 1930— 1937. Í Tímariti V.F.I., árin 1932 og 1936, hafa birzt erindi, sem undirritaður flutti um þessi efni á félagsfundum, en með því að nú hafði verið gert nokkurskonar heildaryfirlit um rannsóknir, sem ná fram til ársins 1938, þótti ritstjórninni ástæða til að hirt yrði úr því, það sem mestu máli skiftir.

Síldarverksmiðjunum hefir fjölgað mjög hin síðari ár og þeir virðast vera allmargir, sem telja sér æskilegt að vita sem gleggst deili á efnafræðilegum rannsóknum, sem gerðar hafa verið á hráefni, því, sem verksmiðjurnar vinna úr og afurðum þeirra. Þá er ekki síður nauðsynlegt að gera sér grein fyrir nýtingu hráefnisins, hve mikið fer forgörðum og á hvern hátt, því að það er nauðsynleg undirstaða umhóta á þessu sviði. Áður en lengra er farið skal vikið örfáum orðum að þróun síldarverksmiðjanna hér á landi.

Fyrstu síldarverksmiðjur hérlendis reistu Norðmennirnir Evanger og Bakkevig á Siglufirði árið 1911. Þetta voru litlar verksmiðjur, sem unnu með dúkapressum og afköstuðu 150 og 500 málum á sólarhring.

Árið 1912 reisti norskt hlutafélag, Ægir að nafni, allstóra verksmiðju í Krossanesi. Hún vann um 2000 mál á sólarhring og var með skrúfupressum svipuðum þeim, sem, nú eru allstaðar notaðar.

Um þetta leyti byggði danskur maður, að nafni Goos, verksmiðjuna „Rauðku" á Siglufirði, en síðar eignaðist hann verksmiðjuna „Gránu", sem danskt-íslenzkt félag hafði áður átt. Þessar verksmiðjur átti Goos þar til árið 1933, að Siglufjarðarbær keypti þær.

Á Siglufirði átti Þjóðverjinn dr. Paul verksmiðju árin 1926—1932, en síðan hefir hún tilheyrt Ríkisverksmiðjunum.

Á Raufarhöfn starfræktu Norðmenn verksmiðju í allmörg ár, en 1934 var hún seld Ríkisverksmiðjunum.

Á Hesteyri starfaði norsk verksmiðja árin 1924— 1925, en síðan 1926 hefir hún verið eign H.f. Kveldúlfs.

Á Dagverðareyri starfaði um skeið norsk verksmiðja, en árið 1935 var hún endurreist af ísl. félagi.

Þátttaka Íslendinga í síldariðnaðinum var lengi vel lítil.

Fyrstu verksmiðjuna munu þeir hafa eignast 1924. Það var verksmiðjan á Sólbakka, sem upprunalega var fiskimjölsverksmiðja, en var breytt í síldarverksmiðju.

Árið 1925 voru alls starfandi 7 verksmiðjur, og munu afköst þeirra hafa verið um 6000 mál á sólarhring.

Af þessum, verksmiðjum var 1 íslenzk, 1 dansk- íslenzk., 1 dönsk og 4 norskar. Eftir að fyrsta ríkisverksmiðjan hafði verið reist árið 1930, voru afköst verksmiðjanna um 9000 mál á sólarhr. Það var fyrst 1935, sem verulegur skriður komst á með aukningu.

Þá var reist ný ríkisverksmiðja á Siglufirði og verksmiðja h.f. Djúpavík við Reykjarfjörð á Ströndum, auk verksmiðjunnar, sem endurreist var á Dagverðareyri.

Síðan hefir bæzt við hin stóra verksmiðja h.f. Kveldúlfs á Hjalteyri og ýmsar smærri verksmiðjur, enn fremur hefir ríkisverksmiðjan frá 1935 verið stækkuð.

Nú eru verksmiðjurnar 16 alls og afköst þeirra um 30 þúsund mál á sólarhr. Allar þessar verksmiðjur, að undanskilinni Krossanesverksmiðjunni, eru eign landsmanna. Hér hefir því orðið snögg breyting á, sem reynzt hefir happadrjúg fyrir ríkisbúskapinn undanfarin kreppuár.

Í sambandi við undanfarandi greinargerð um fjölgun síldarverksmiðjanna og afkastaaukningu, er fróðlegt að athuga síldarmagn það, sem verksmiðjurnar hafa unnið úr, en það sést á eftirfarandi töflum. (Tengill til margra taflna er neðst á þessari síðu)

Um þessar rannsóknir má sjá nánar í skýrslum Síldareinkasölunnar og Tímariti V.F.Í., 1. h., 1936. Svo sem kunnugt er, þá hefir það sýnt sig, að vatn og fita í síldinni, samanlagt, er nokkurn veginn eins, þó að fitumagnið sé mjög misjafn.

Í töflu 3 er niðurstaða af nokkrum rannsóknum i þessa átt. (mynd hér ofar)

Meðalfjöldi vinnsludaga á ári hefir orðið:

Í SR 30: 52. – Í SRP: 48½.-- í SRN: 47.

Sé fyrsta ár SR 30 ekki tekið með, sem rétt er, vegna þess að verksmiðjan var ekki nógu snemma tilbúin, verður meðaltalið um 54 sólarhr.

Veturinn 1935—1936 voru pressurnar í SR 30 þrengdar með því að leggja nokkurra mm. þykkt járn niður í skrúfuna.

Fékkst þá betri pressun og var hægt að láta pressurnar ganga hraðar, svo að afköst jukust, því að aukningu þá, sem varð, má fyrst og fremst þakka þessari ráðstöfun. Hið sama hafði áður verið gert við pressuna í SRP, enda hafði hún ávalt afkastað meiru en hvor pressa í SR 30. Þetta var einnig reynt við „Myrens"-pressu í SRN, en virtist ekki koma að gagni.

Af því að það eru jafnan pressurnar, sem ákveða afköst verksmiðjanna, skal hér tilgreint, hvaða pressur hafa verið í hverri veiksmiðju, en það er svo sem hér segir:

SR 30: 2 Rennehurg pressur, 12'.

SRP: 1 Rennehurg pressa, 12'.

SRN: 1 Myrens pressa, 13' - árin 1935—1936. 1 Rennehurg 14' árið 1937.

Síur fyrir pressuvökvann voru í öllum verksmiðjunum (í SR 30 og SRP síðan 1934). Í SRP var 1 Laval „Slam"-skilvinda sett upp árið 1936 og tvær í SR 30 árið 1937. í SRN voru frá upphafi 6 Titan skilvindur (Rotojector), en þegar tekin var afkastameiri pressa árið 1937, var einnig bætt við tveimur Laval skilvindum.

Árin 1934—1935 hafði mjölútkoma SR 30 aukist, vegna síunnar, sem sett var þá upp. Árið 1935 varð aftur lægri mjölútkoma, en þó sérstaklega árið 1937, vegna óeðlilegra slæmrar síldar, sem, unnin var seinasta hluta vinnslutímans. Annars hefðu meðalafköstin það ár orðið nálægt 2700 mál á sólarhr.

Árið 1937 varð mjölútkoman í SRP sú hæsta, sem orðið hafði til þess tíma í nokkurri verksmiðjunni. En vegna þess, hve hratt var látið ganga gegn um pressuna, varð mjölið feitara en í hinum verksmiðjunum, og var því eðlilegt að mjölið yrði meira.

Svipað gildir um árið 1936. Bæði þessi ár varð meðalvinnslan á sólarhr. um 200 málum meiri en verið hafði undanfarin þrjú ár. í SRN varð mjölútkoman góð árið 1936, en árið 1937 varð hún ekki eins góð, og var ástæðan sú sama og hjá SR 30. í mjöli SRN hefir fitan orðið nokkru minni en hjá hinum verksmiðjunum, sérstaklega minni en hjá SRP, og lækkar það vitanlega mjölmagnið, en eykur olíuna.

Auk þess, sem pressunin hefir áhrif á mjölmagnið (fita og önnur efni pressast mismunandi vel úr), hefir þurrkun á mjölinu vitanlega áhrif í sömu átt. Þá mun mega reikna með nokkru meira mjöli úr magurri síld en feitri, að öðru jöfnu. En það, sem mestu veldur um mjölútkomuna á hverju ári, er það, hvort mikið eða lítið berst að af síld. Berist svo mikið að af síld, að hún þurfi að geymast langan tíma í þrónum, getur mjölmagnið minnkað mjög mikið. Ágætt dæmi um þetta er útkoman árið 1937. Veiðin byrjaði snemma, síldin var mögur og þrærnar tæmdust iðulega.

Í byrjun fékkst mjölútkoman jafnvel upp í 18.3% í einni verksmiðjunni, en hún fór smálækkandi. Hélt sér þó mjög vel allan júlí og jafnvel til ágústloka, en fram úr því var farið að vinna úr gamalli og mjög slæmri síld, einkanlega i tveimur verksmiðjunum, og hrakaði þá mjölprósentunni stórlega, eins og sjá má á eftirfarandi yfirliti: Tafla neðst á síðunni:

Í SR 30 og SRN var unnið til 5/10, en í SRP til 27/9.

Ef mjölprósentan hefði getað haldið sér allan tímann eins og hún var til 5. sept., hefði það numið mjölmagni svo sem hér segir:

Hjá SR 30 294 tonnum. Hjá SRN 202 tonnum og hjá SRP 61 tonn, eða samtals hjá öllum verksmiðjunum 557 tonnum. Það þarf ekki annað en að lita á þessar tölur, til þess að sjá, að verksmiðjurnar, og þá raunverulega síldareigendur, geta tapað stórfé á því, að vinna þurfi úr skemmdri síld, samanborið við það, að hægt sé að vinna úr henni óskemmdri, því að vitanlega kemur það fyr eða siðar niður á síldareigendum, að afurðirnar verða litlar og lélegar, og að vinnslukostnaður stóreykst, vegna lítilla vinnsluafkasta.

Í greinum þeim, sem ég hefi áður skrifað hér í tímaritið, um síldarverksmiðjurnar og framleiðslu þeirra, hefi ég varið nokkru rúmi til þess að gera grein fyrir nýtingu hráefnis þess, sem unnið er úr, og frá byrjun hent á nauðsyn þess, að þar væri fylgst sem bezt með.

Hér skal nú Bætt við nokkrum tölum um þetta efni, og þá fyrst og fremst um nýtingu á eggjahvítu efnum (proteini) og steinefnum síldarinnar, en af þessum efnum tapast óhjákvæmilega mikið, sérstaklega í límvatninu, sem skilið er frá síldarolíunni, eftir að hvorttveggja hefir verið pressað úr síldinni að lokinni suðu. Á límvatnið verður lauslega minnst síðar.

Við útreikning á meðalútkomunni öll árin er tekið tillit til mjölmagnsins, hvert ár eða tímabil. Reiknað er með því, eins og áður hefir verið gert, að protein í síldinni sé 17% og steinefni um 2%, eða þetta tvennt samanlagt um 19%. Eins og taflan her með sér (neðst á síðunni) , kemur ekki til skila í mjölinu nema liðlega 60% af því proteini eða köfnunarefni, sem er í síldinni. Af steinefnunum tapast ekki eins mikið og má ætla að af þeim komi til skila í mjölinu full 80%, en steinefnin eru aðallega fosfórsúrt kalk, sem hefir þýðingu hæði til fóðrunar og áburðar.

Í töflu 6 er yfirlit um olíu og fitu í mjöli og auk þess þetta tvennt samanlagt, eða öll feitin, sem unnist hefir, allt reiknað í % af síldinni.

Olíuútkoman yfir heilt sumar hefir orðið minnst 13.2% en mest 16.7% og fita alls minnst 14.85%, en mest um 18%'. Þar sem feitin komst upp í 18% má fullyrða, að mjög lítið hafi tapast. Árið 1933 er vitanlegt að talsvert tapaðist af feiti, vegna mikilla birgða af gamalli síld, sem erfitt var að vinna úr, enda voru þá engar skilvindur til hjálpar.

Hins vegar sést af fitumælingunum, að árið 1932, þegar olían varð minnst, var síldin óvanalega mögur.

Með því að bera saman fitumagn það, sem unnist hefir og fitumagn mælt í síldarsýnishornum, má draga ýmsar ályktanir, en rúmsins vegna er það ekki hægt. Í töflu 6 er einnig sýnt, hve mikill hluti af síldinni vinnst sem raunverulega verðmæt efni, en þau eru; protein, fita og steinefni. Taflan sýnir að þessi efni samanlögð hafa verið um 26—30% , þegar tekin eru öll árin, en um 29—30% tvö seinustu árin. Einnig er tilgreint samanlagt mjöl og olía og er það vitanlega nokkru hærra, vegna vatns og salts i mjölinu.

Mjöl og olía hafa verið 27.75—31.93% af síldinni. Sé protein áætlað 17%, steinefni 2% og fita 18%, eða samtals 37% í síldinni, þá hafa komið til skila hin síðari árin um 80% af hinum verðmætu efnum. Langmestur hlutinn af þeim 20%, sem, tapast, er köfnunarefnissamhönd eða protein.

Loks er í töflu 7 dregið saman yfirlit um afköst og afurðaframleiðslu verksmiðjanna öll árin, sem um er að ræða. Þarf það yfirlit ekki sérstakra skýringa við.

Tafla 8 sýnir, hve mikið vatn hefir verið að meðaltali í pressumauki verksmiðjanna. Það virðist yfirleitt ekki vera ástæða til að pressa meira en svo, að vatnið verði 55—57%.

Mikil pressun veldur ónauðsynlegri lækkun á mjölmagninu.

Að síðustu skulu tekin nokkur dæmi um rannsóknir á límvatninu, sem sýna, að þar tapast meginhlutinn af köfnunarefnissamböndum þeim, er samkvæmt framansögðu koma ekki til skila í mjölinu.

Þurrefni í limvatninu hefir samkvæmt þessu verið frá 8.9—14.6%. Þó að síldin sé i alla staði góð, leysist svo mikið af henni við suðuna, að þurrefni í límvatninu verður 9—10%, en sé síldin slæm, leysist talsvert meira. Limvatn það, sem hér var um að ræða, var hreinsað í skilvindu og því laust við grugg. I mjöli því, sem unnið var, þegar límvatn þetta var tekið, má reikna með, að salt hafi verið nálægt 3% .

Mestur hlutinn af hinu uppleysta efni er protein eða köfnunarefnissambönd, og hefir köfnunarefnið sjálft verið 1.25—1.82% af límvatninu.

Köfnunarefnissamböndin eru, svo sem sjá má af tölunum.

í seinasta dálki, mjög sundurliðuð, því að verulegur hluti af köfnunarefninu eimist með MgO. Eru slík köfnunarefnissambönd ónothæf sem fóður. Hinsvegar hafa þau talsvert áburðargildi, vegna köfnunarefnisins, og auk þess er hér um að ræða nokkuð af kalcium og fosfór.

Sé protein límvatnsins umreiknað á síldina, og getur þó vitanlega ekki verið um nákvæman útreikning að ræða, verður meðaltalið um 5%, en það eru 5/17, eða því sem næst 30% af öllu próteini síldarinnar. Áður hefir þess verið getið, að rúmlega 60% af próteini síldarinnar er að finna í síldarmjölinu, og eru því í þessu tvennu komin um eða yfir 90% af öllu próteininu.

Væri límvatn það, sem hér hefir verið talað um, þurreimað, mætti ætla að salt í þurrefninu yrði 15— 20%, en væri unnið úr ósaltaðri síld, yrði saltið líklega ekki mikið yfir 5%. Þurreimið yrði þá að vísu minna, en köfnunarefnisríkara (væntanlega um 15%). Ef reiknað er með köfnunarefni því, sem að framan greinir, í límvatninu, fengist liðlega 1 kg. af því úr hverju máli, eða meira en 100 tonn af köfnunarefni úr 100 þús. málum.

Árið 1937, þegar mest var unnið af síld, hefðu samkvæmt því átt að tapast um 1500 tonn af köfnunarefni í límvatni allra verksmiðjanna. Árið 1939 voru flutt inn í áburði 685 tonn af köfnunarefni, og sést af því, að það eru engin smáræðis verðmæti, sem felast í límvatninu, ef hægt væri að notfæra sér þau. Eins og nú er komið með afköst síldarverksmiðjanna, má sennilega reikna með hægslæðari vinnslu en áður var, og t. d. áætla köfnunarefni í límvatninu 1.2%, og þurrefni 9½%.

Ennfremur skal áætlað, að 75 kg. af límvatni fáist úr einu máli síldar. Miðað við ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði, sem verða næsta sumar komnar upp í 11.500 mála afköst á sólarhring, væri þá um að ræða ca. 850 tonn límvatns á sólarhr. með 80 tonnum af þurrefni og um 10 tonn af köfnunarefni í því. Ætti þannig að verða um 12½ af köfnunarefni í þurrefninu.

Til þess að vinna þetta köfnunarefni þyrfti að eima um 770 tonn af vatni á sólarhr., og sé áætlað að 1 kg. af kolum geti eimað 15—16 kg. af vatni, þegar eimað væri við loftþynningu og frekustu hagnýtingu hitans á allan hátt, þá þyrfti á sólarhr. um 50 tonn af kolum, eða 5 kg. á hvert kg. köfnunarefnis, sem væri með 50 kr. verði á kolatonni 25 aurar. I innfluttum áburði mun 1 kg. af köfnunarefni hafa kostað undanfarin ár um kr. 1.20 og eins og sakir standa um kr. 1.80, en þar í er þó innifalið nokkuð kalk að auki.

Í fljótu bragði kann því að virðast svo, sem það hlyti að svara vel kostnaði, að vinna þurrefni límvatnsins, ef ekki yrði meiri eldsneytiskostnaður en að framan greinir, en hér kemur margt til greina. Fyrst og fremst hve mikið áhöld kynnu að kosta til framleiðslunnar, en auk þess er útlit fyrir, að erfiðleikar gætu orðið með umbúnað og geymslu þurrefnisins, sökum þess, hve hætt því virðist við að taka í sig raka. Yrði að hafa sérstakar rakaheldar umbúðir er hætt við, að kostnaður af því yrði mikill, jafnvel þótt umbúðirnar væru þess eðlis, að þær væru nothæfar ár eftir ár. Á hinn bóginn er því ekki að neita, að eitthvað virðist mega gera fyrir t.d. 500 þús. kr., en það gæti orðið verðmæti köfnunarefnisins, ef reiknað er með 50 sólarhr. vinnslu hjá ríkisverksmiðjunum með 11.500 mála afköstum á sólarhr. og einnar krónu verði á hverju kg köfnunarefnis.

En hvernig sem á þetta mál er litið, virðist óhjákvæmilegt að fá úr því skorið, bæði með tilraunum og áætlunum, hvort slík vinnsla, sem hér er um að ræða, gæti svarað kostnaði. Samfara hinni miklu fjölgun síldarverksmiðjanna á seinustu árum hefir orðið mjög mikil breyting til bóta á vinnsluaðferðum. Nú eru notaðar skilvindur til þess að vinna olíuna þegar í stað úr pressuvökvanum, og hefir áður verið skýrt frá þeim hér í tímaritinu.

Á þennan hátt hefir skapast mikið öryggi við olíuvinnsluna, því að áður gat farið svo, að meira eða minna tapaðist af olíu, vegna þess að pressuvökvinn skildist ekki af sjálfsdáðum. Einnig getur olían orðið betri nú en hún var áður. Ennfremur eru nú notaðar síur til þess að vinna mjöl úr fiskgruggi því, sem fylgir pressuvökvanum, og virðist, samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið, að mjölútkoman hækki hér um bil um ½%.

Það hefir oft á undanförnum árum verið rætt og ritað um vandkvæði þau, sem eru á hagnýtingu síldarinnar, þegar svo mikið veiðist, að verksmiðjurnar hafa hvergi nærri undan og skip verða að bíða dögum saman eftir afgreiðslu. Talað hefir verið um að byggja mjög stórar þrær, en það er óhælt að fullyrða, að á slíkri lausn eru mikil vandkvæði. Vegna þess að búast mætti við langri geymslu, yrði að salta síldina mjög mikið. Mjölið yrði, bæði vegna saltsins og af öðrum ástæðum, léleg og jafnvel óútgengileg vara, og mjölmagn yrði miklu minna en ella. Eru dæmi til þess, að úr slíkri síld hafi ekki fengist nema um 11% af mjöli, en vanalegt hefir verið 15—16% að meðaltali yfir sumarið. Svipað má segja um olíuna. Hún verður bæði minni, og þó einkum lélegri vara en vanalega gerist.

Hefir verið minnst lauslega á þetta hér að framan, í sambandi við vinnsluna árið 1937.

Í stað þess að byggja stóreflis þrær til að salta í, er það vafalaust spor í rétta átt að hafa svo afkastamiklar vélar, að ávalt sé tryggt talsvert þróarpláss, ef hrota kemur. Sem betur fer virðist mega reikna með því, að nú hafi fyrir alvöru verið tekin þessi stefna. Að sjálfsögðu eru þó takmörk fyrir því, hve stórar verksmiðjur er framkvæmanlegt að byggja, miðað við skipastólinn, en það verður að reyna að finna sem réttast hlutfall þar á milli og eins verður þróarpláss að vera sem eðlilegast í hlutfalli við verksmiðjurnar.

Virðist t. d. ekki óeðlilegt, að þróarpláss mætti vera fyrir 8—10 daga vinnslu. Verksmiðjur, sem eru afkastamiklar samanborið við skipastólinn, komast vitanlega af með minna þróarpláss. En hvernig sem á málið er litið, þá getur það aldrei farið vel, að skipastóllinn beri verksmiðjurnar ofurliði. Litlar þrær hjálpa þar ekki, vegna þess að síldin liggur þá bara lengur í skipunum og skemmist þar strax vegna saltleysis, svo að söltun, þegar landað er, kemur ekki að því gagni sem skyldi. I sambandi við þetta þróarspursmál kemur til greina að athuga, hvort hægt sé að koma við öðrum geymsluaðferðum en tíðkast hafa, og má þá einkum nefna tilraun þá, sem Gísli Halldórsson, verkfræðingur, lét gera, með geymslu í salti og snjó, þegar hann var framkvæmdarstjóri. ríkisverksmiðjanna.

Geymslan virtist takast ágætlega, en hinsvegar hefir verið um það deilt, hvort sú aðferð væri framkvæmanleg vegna kostnaðar. Tvær aðalleiðir virðast koma til greina, til þess að hagnýta sér hina miklu veiði, sem berst að í síldarhrotum.

Önnur er sú, að byggja svo afkastamiklar verksmiðjur, að nokkur hluti vélanna geti skoðast sem varavélar. Þróin væri eingöngu af venjulegri gerð og miðaðist t.d. við 10 daga vinnslu. Hin er að byggja verksmiðju fyrir meðalveiði og til viðbótar venjulegri þró kæliþró, til þess að taka við veiði í brotunum. Þriðja leiðin, seim líka gæti komið til mála, er sú, að sameina þetta hvorttveggja, þannig að vélar séu áætlaðar til vara að nokkru leyti, og að auki einhver kæliþró.

Bæði vélum til vara og kæliþró er hægt að telja nokkuð til gildis. Þróin hefir þann kost fram yfir verksmiðju, þó afkastamikil sé, að hún getur tekið við talsverðri síld á skömmum tíma, sem verksmiðjan getur ekki, því að ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að byggðar verði svo stórar verksmiðjur, að ekki geti staðið á með móttöku síldar, þegar mest veiðist. En það má líka svara því til, að sennilega verði heldur ekki framkvæmanlegt að byggja svo stórar kæliþrær, að sleitulaus móttaka sé tryggð i mestu veiðibrotum. Virðist æskilegt, að hægt væri að sameina þetta tvennt: Afkastamiklar verksmiðjur og kæliþró að nokkru leyti til langrar geymslu. Á þann hátt er bezt tryggð hagnýting hráefnisins og framleiðsla á 1. fl. afurðum.

Það er án efa erfitt að gera nákvæman samanburð á því, að notaðar væru þrær til langrar geymslu og hinsvegar vélaaukning til vara. En nokkur aðstaða er þó til þess, þar að kæliþró hefir verið byggð á Siglufirði og áætlanir liggja fyrir um kostnað við geymslu í henni. Gísli Halldórsson áætlar að á venjulegum tímum mundi kostnaður á hvert mál þessu efni, mætti ef til vill áætla, að þróin fylltist 1½ sinnum og að kostnaður við geymsluna, vegna afskrifta af þrónni og kælingarinnar, yrði t.d. kr. 1.60 á mál. Kæliþróin á Siglufirði kostaði rúmlega kr. 200 þús. og rúmar um 22 þús. mál. Væri gert ráð fyrir, að slík þró fylgdi 2400 mála verksmiðju og reiknað með 50 sólarhr. vinnslu fyrir hana án kæliþróar, þá gæti kæliþróin samkvæmt framangreindri áætlun aukið afköstin úr 120 þús. málum og upp i liðlega 150 þús. mál.

Væri hinsvegar gert ráð fyrir 2400 mála verksmiðju með 1200 mála vélaaukningu til vara, mætti ætla, að sú aukning hefði á venjulegum tímum fengist fyrir álíka mikið og kæliþróin kostaði. Sé eins og áður áætluð 50 sólarhr. vinnsla fyrir aðalvélarnar og liðlega helmings notkun að meðaltali fyrir varavélarnar fengist með þeim sama aukning og með kæliþrónni. Með því að áætla til vaxta og afborgana 17%, yrði kostnaður á mál vegna vélanna um kr. 1.00 og með salti í síldina í mesta lagi kr. 1.20. Ég ætlast ekki til þess, að þessi samanburður sé tekinn sem fullnaðarúrskurður um þetta atriði, bæði af því, að byggt er mikið á ágizkunum og ekki er allt týnt til, sem hægt er. Það mætti t.d. nefna, að vinnslukostnaður ætti sennilega að geta orðið eitthvað minni, þegar notaðar eru varavélar, en þegar vinna þyrfti sérslaklega upp úr kæliþrónni.

Hinum íslenzku síldarverksmiðjum er það yfirleitt mikill heiður, hve vel þær hafa skilið þörfina á því, að taka efnafræðina í þjónustu sína, bæði til þess að geta fylgst fyllilega með vörugæðum og til þess að rannsaka efnafræðilegan grundvöll þessa mikilsverða iðnaðar. í þessu sambandi skal drepið á eitt atriði. Það er viða, sem ekkert eða mjög lítið síldarmjöl er notað í fóðurblöndur, heldur í þess stað olíukökur ýmiskonar.

Þetta gildir l. d. um Danmörku. Rætt hefir verið um, að Danir gætu keypt síldar og karfamjöl í fóðurblöndur, og skal engu spáð uni, hvað úr því verður. Þó vil ég fullyrða, að væri um 1. fl. vöru að ræða, ætti það ekki að vera neinum vandkvæðum bundið fyrir Dani, að kaupa til fóðurs allt það síldarmjöl sem vér höfum haft á boðstólum undanfarin ár. Hinsvegar hefir komið fram uggur meðal Dana um það, að síldarmjölið gæti verið varhugavert sem fóður.

Það er því áríðandi, að slaka í engu til um eftirlit á þessu sviði, heldur fullkomna það eftir því sem unnt er. En fyrsta skilyrðið til þess, að hægt sé að framleiða síldarmjöl útgengilegt til fóðurs, er það, að hráefnið sé óskemmt. Að því stuðla bezt afkastamiklar vélar og betri geymsluaðferðir en áður hafa tíðkast, en í öfuga átt verka óhæfilega stórar söltunarþrær, þar sem fullvíst er, að síldin stórskemmist við langa geymslu.

Að lokum skal tekið fram í fáum orðum, það sem ég tel æskilegt að gert sé í sambandi við það, sem sagt var um límvatnið og um sem fullkomnasta hagnýtingu þeirrar síldar, sem berst að í veiðihrotunum, en það er þetta:

1. Að á grundvelli þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið á límvatni síldarverksmiðjanna, verði hið fyrsta látin fara fram sem nákvæmust rannsókn á möguleikum til þess að hagnýta það til áburðar.

2. Að gerð verði sem nákvæmust athugun á því, hver sé æskilegust stærð á síldarverksmiðjum, miðað við stærð veiðiflotans og aðra aðstöðu, og hver sé heppilegust þróarstærð í hlutfalli við afköst viðkomandi verksmiðju.

3. Að aflað verði sem beztra gagna til þess að samanburður fáist á því, hvort heppilegast sé til hagnýtingar veiði þegar mikið aflast, 1) að byggð sé kæliþró til langrar geymslu á síldinni, og hve stór hún skyldi þá vera í hlutfalli við verksmiðjuna, 2) að verksmiðjan sé byggð svo stór, að nokkur hluti vélanna sé til vara, og hve afkastamiklar varavélar skulu þá vera í hlutfalli við aðalvélarnar eða 3) að sameinaðar séu aðferð 1) og 2). Það verður sennilega ekki á næstunni, sem ég get látið Tímariti V.F.Í. greinargerð í té um rannsóknir á þessu sviði. En vonandi getur það átt kost á þó ekki sé nema stuttu yfirliti við og við frá þeim, sem nú fást við þessar rannsóknir fyrir síldarverksmiðjurnar.

Trausti Ólafsson  

Allar töflurnar eru hér fyrir neðan