Árið 1935 - Deilur um forstjóraskipti-2

Neisti 26. nóvember 1935

Ríkisverksmiðjumálið enn.

Þormóður Eyjólfsson og hans samherjar breiða það út á meðal almennings hér í bæ, að hinn ný- ráðni framkvæmdastjóri, Gísli Halldórsson, eigi að læra af Jóni Gunnarssyni í tvo mánuði áður en hann taki við starfi og eigi að fá 2000 krónur fyrir.

Vegna þess að mörgum mun þykja, að óathuguðu máli, undarlegt, að nýr framkvæmdastjóri skuli vera tekinn á laun tveimur mánuðum fyrr en fráfarandi fer, þá þykir mér skylt að skýra þá ráðstöfun mína, og þeirra annara sem að því standa.

Eins og flestum er kunnugt á ríkið verksmiðjur bæði á Raufarhöfn og Sólbakka, þessar verksmiðjur þurfa talsverðra umbóta fyrir næstkomandi rekstur og áleit ég mjög heppilegt að einmitt sá maður sem á að hafa umsjón með þessum verksmiðjum og framkvæmdir, að hann ferðaðist til þessara staða til þess að líta á hvar er umbóta þörf og eins til þess að kynna sér starfsháttu og viðhorf á þessum stöðum.

Eftir að sá tími er kominn, sem hann tekur við stöðunni, er komið það nálægt rekstri að hann hefir engan tíma til þess að ferðast, því aðalframkvæmdirnar hljóta að verða hér á aðalstöðvunum. Þar að auki er það bráðnauðsynlegt að sá maður sem á að taka við, sé búinn að kynna sér verzlunarbréfa- og skeytaviðskifti verksmiðjanna áður en hann tekur við starfi og tekur það talsverðan tíma.

Þegar Jón Gunnarsson kom í fyrra gerði hann þetta og hafði nægan tíma til þess, en það er að- gætandi að þá byrjuðu verksmiðjurnar ekki fyrr en seinnipartinn í júní, en nú er hugmyndin að byrjað verði fyrst í maí að einhverju leyti. Að hann eigi að læra af Jóni Gunnarssyni hvað verksmiðjurekstri viðvíkur er fjarstæða ein, og er eingöngu blekking sem Þormóður slær um sig með, en árangurslaust þó til þess að reyna að bjarga sér upp úr því kviksyndi sem hann er að kafna í.

Þá ber Þormóður einnig út um bæinn, að Alþýðublaðið hafi byrjað á skrifum um þessi mál, en það er ekki rétt, að öðru leyti en því, að kvöldið áður en dagblað Þormóðs og þeirra félaga kom með skammir og svívirðingar í okkar garð, flutti Alþýðublaðið þá fregn að Gísli Halldórsson vélaverkfræðingur, væri ráðinn framkvæmdastjóri verksmiðjanna fyrir næsta ár, og að Jóni Gunnarssyni væri sagt upp starfi.

Að nokkrar hnútur eða meiðingar í garð Jóns eða Þormóðs séu í fréttinni neita ég alfarið. Vegna þeirra sem ef tiI vill ekki hafa séð umrædda Alþýðublaðsfrétt þykir mér rétt að birta hana hér orðrétt með fyrirsögn.

---------------------------------------------------

Gísli Halldórsson vélaverkfræðingur ráðinn framkvæmdarstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, Jóni Gunnarssyni hefir verið sagt upp starfi.

„Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins ákvað á fundi í gærkveldi að segja Jóni Gunnarssyni. sem verið hefir framkvæmdastjóri verksmiðjanna á þessu ári, upp starfi. Á sama fundi ákvað verksmiðjustjórnin að ráða Gísla Halldórsson vélverkfræðing sem framkvæmdastjóra síldarverksmiðjanna.

Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins er öll stödd hér 5 bænum og heldur fundi hér, en í henni eru Jón Sigurðsson erindreki, Páll Þorbjarnarson alþingismaður, Sveinn Benediktsson, Þormóður Eyjólfsson og Jón Þórðarson. Á fundum sínum hér mun stjórnin einnig taka fleiri þýðingarmiklar ákvarðanir.

Gísli Halldórsson vélaverkfræðingur er ungur maður og duglegur. Stutt er síðan hann útskrifaðist, en hann hefir þegar vakið mikla athygli á sér fyrir framúrskarandi dugnað og ýmsar verkfræðilegar nýungar, sem hann hefir komið fram með. Hafa greinar hans hér í blaðinu um hveravirkjun til dæmis, vakið geysimikla athygli.

Gísli Halldórsson hefir, síðan hann kom heim að námi loknu, leyst mjög þýðingarmikil verkfræðistörf af höndum og aflað sér mikils trausts með þeim. Má vænta hins bezta af þessum unga, áhugasama og duglega verkfræðingi, sem nú hefir verið falið að veita forstöðu stærsta fyrirtækinu í landinu." Það er Þormóður Eyjólfsson sem á heiðurinn eða sökina á því, að blaðadeilur spunnust út af máli þessu, þó að hann nú vilji sverja sig frá því, þegar hann sér, að hann hefir gert Jóni og sjálfum sér stórskaða með þessu asnalega frumhlaupi sinu.

-----------------------------------------------------------------------

Athugið.

Að gefnu tilefni vil ég vekja athygli á því, að vottorð það er ég gaf Jóni Gunnarssyni og Þormóður Eyjólfssyni birtir í „Einherja" 22. þ. m. kemur þar ekki fram í sinni réttu mynd.

Það sem Þormóður fellir niður í vottorðinu er þetta: „Seinna um kvöldið kl. 20—21 batnaði veðrið mikið". Það er að vísu rétt, að óbreytt var vottorðið Þormóði einskisvert, sem sönnunargagn í þessu „lifrartökumáli", en fremur óviðeigandi verður það að teljast, að taka vottorð annarra manna, strika út úr þeim það sem máli skiftir, og birta þau þannig breytt undir þeirra eigin nafni.

Ef til vill væri ástæða til að taka hart ásvona „niðurfellingum", en af því áð Þormóður Eyjólfsson á í hlut, mun ég Iáta mér nægja, að hann leiðrétti (og biðji þannig afsökunar) í næsta blaði Einherja, þennan „óviðráðanlega" misgáning.

J. F. G.

------------------------------------------------------------------------------------

Einherji, 30. nóvember 1935

Yfirlýsing. Út af athugasemd Jóhanns F. Guðmundssonar í "Neista" 26. nóvember, óska ég þess getið, að setningin úr vottorði hans:

"Seinna um kvöldið kl. 20-21 batnaði veðrið mikið".

Féll niður úr handritinu í ógáti í prentsmiðjunni og átti Þormóður Eyjólfsson enga sök á því.

Ég veitti þessu því miður ekki eftirtekt, fyrr en seinnipart þess dags er "Einherji" kom út.

Var afgreiðsla blaðsins strax látin vita, en þá mun útburði blaðsins hafa verið langt komin.

Sigurjón Sæmundsson.

------------------------

Í sambandi við ofanritað vil ég taka fram, að ég, sem ritstjóri og prófarkalesari "Einherja", ber einnig ábyrgð á því, að niður féllu orð þau úr yfirlýsingu Jóhanns Guðmundssonar er að ofan um ræðir.

En fátt mun nú um varnir hjá Jóhanni Guðmundssyni, er hann hyggst að bæta málstað sinn með því að hengja hatt sinn á smávægileg mistók prentara og prófarkalesara og er það að vísu ekki undarlegt þótt dilkur Sveins Benediktssonar sé ráðlaus og rökþrota.

Munu og fáir eiga óþægilegri málstað í verksmiðjumálinu en hann, sé það mál krufið til mergjar.

Hannes Jónasson.

-------------------------------------------------------------------

Einherji, 6. desember 1935

Eftirmáli "púka"

J. F. G. og Cæsar.

Í Neista, sem út kom í fyrradag, bendir fyrirsögn fyrir grein, er J, F. G. stílar til mín, á að hann líki sér við Cæsar en mér við Brutus.

Fyrir vissi ég það, að J. F. G, leit stórt á sjálfan sig en ekki hélt ég þó, að hann áliti sig jafnan við eitt mesta mikilmenni er sögur fara af, en lengi skal manninn þekkja.

Ég get heldur ekki fundið neina ástæðu til þess að líkja mér við Brutus, að minnsta kosti stend ég ekki sem betur fer í neinni þakklætisskuld við J. F. G. eins og Brutus gerði við Cæsar.

það má vel vera að J. F. G, finnist að ég hafa ekki sýnt honum tilhlýðilega virðingu með því að biðja hann ekki fyrirgefningar á því, að niður féllu orð úr yfirlýsingu hans.

Ég hefi gert í því máli það sem skyldan bauð, að taka á mínar herðar þá sök, er þar átti heima.

Að mínar herðar eru bognar kemur mér einum við. J. F.G. getur ekki hrósað sér af því að hafa beygt þær og mun heldur aldrei fá tækitæri til að beygja þær.

Ummæli mín í lok yfirlýsingar minnar virðast hala komið illa við J.F.G. og valdið honum sársauka. Má vera að honum eigi eltir að svíða. H.J.