Árið 1921 Ýmsar smáfréttir

Árið 1921

Frétt í Fram, 13 ágúst 1921

Síldin.

Þrátt fyrir kulda og slæmt veður hefur dálítið fengist af síld í snyrpinætur undanfarna daga, og reknetaskip veitt dável.

Auk síldarinnar sem send var með Lagarfoss um daginn fór S.s. "Ilsc" um síðustu helgi til Svíþjóðar með nokkur hundruð tunnur Heyrst hefur að dágott útlit sé með sölu á síld

----------------------------------------------------------------------

Frétt í Fram, 20 ágúst 1921

Tíðin.

Nú hefur skipt um tíðarfar; eru hlýindi og hægviðri á hverjum degi. Síldin, ágæt veiði síðan stillti og hafa skip þau sem hæst eru, þegar fengið nær 3 þúsund tunnur.

Sjór er allur morandi í síld hér úti fyrir og hefði vertíð getað orðið í góðu meðallagi.

En alltaf skyggir eitthvað á, nú eru menn óðum að verða tunnu og saltlausir, og fjöldi skipa sem bráðlega má hætta veiðum, fyrir þá sök að ekki er hægt að taka á móti síldinni.

En þá virtist gott tækifæri vera fyrir síldarverksmiðjurnar að taka til starfa, því óefað mundu þær fá næga og ódýra síld, og ódýran vinnukraft.