Tengt Siglufirði
Mjölið og-Árið 1924
Siglfirðingur 12 september 1924
Síldarbræðsluverksmiðju er í ráði að byggja á Reyðarfirði
næsta ár. Eigendur nýstofnaðs félags í Reykjavík og í því margir togaraeigendur.
Stjórn þessa félags skipa, Jón Ólafsson, Magnús Th. Blöndal
og Páll Ólafsson.
Heyrst hefir að h.f. Kveldúlfur ætli að byggja síldarbræðsluverksmiðju á Hjalteyri næsta sumar.
------------------------
Siglfirðingur 15. febrúar 1924
Útfluttar Íslenskar afurðir árið 1923. Smelltu á töfluna hér til hliðar, til að stækka hana
------------------------
Árið 1924 - Lagafrumvarp
Úrdráttur frá lagafrumvarpi
Siglfirðingur 5. apríl 1924 -- Inngrip í lagafrumvörp – ma. skylt síldarbræðslu.
"Inngrip"
19. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr: 59, 22. nóvember 1907, um fræðslu barna; flutningsmaður Jónas. Um að afnema embætti fræðslumálastjóra, en í hans stað komi 3ja manna skólanefnd, skipuð kennurum Kennaraskólans, stjórnarráðinu til aðstoðar í fræðslumálum.
20. Frumvarp til lags um breyting á lögum nr. 29, 20. júní 1923, um atvinnu við vélgæslu á Íslensku mótorskipum; flutningsmaður Jón Baldvinsson. Lítilháttar rýmkun á rétti til vélgæslu, frá því sem ákveðið er í lögum frá í fyrra.
21. Frumvarp til laga um síldarbræðslu; flutningsmaður. Tryggvi Þórhallsson.
Um að enginn megi reka síldarbræðslu hér á landi, nema að fengnu leyfi ríkisstjórnarinnar, og má það leyfi eigi veita nema:
1. Bundið við nafn á manni eða félagi.
2. Bundið við ákveðinn stað og meðmæli hlutaðeigandi sýslunefndar eða bæjarstjórnar.
3. Byrjað sé að reisa verksmiðjuna innan árs og reksturinn 2ja ára frá veitingu leyfis.
4. Innlendir verkamenn séu notaðir við reksturinn, nema að fengnu leyfi stjórnarráðs.
5. Að leyfishafi láti af hendi ef óskað er, allt að einum fimmta framleiðslunnar, til áburðar eða fóðurbætis, með niðursettu verði.
6. Að greitt sé fyrir leyfið 50 til 250 þúsund kr. og ennfremur árlega 50 til 250 þúsund kr. eftir framleiðslumagni.
7. Stjórnarráðið hafi rétt til að skipa eftirlitsmann með starfinu.
8. Leyfi sé ekki veitt til lengri tíma en 20 ára mest.
9. Sett séu þau önnur skilyrði er nauðsynleg þykja í hvert sinn.
22. Frumvarp til laga um sérstakt lestagjald af útlendum vöruflutningaskipum ; flutningsmaður Tryggvi Þórhallsson. - Um að greiða í ríkissjóð 20 kr. af hverri smálest (brutto)
Ath, fleiri upptalningar voru skrifaðar í blaðið, en ekki minnst meira á síldarbræðslu.