Markaðsmál og fleira-Árið 1928

Siglfirðingur 10. Nóvember 1928

(ath: þessa frétt fann ég á www.timarit.is (2016) Þar fann ég ekki neitt Siglufjarðar fréttablað á tímabilinu 1925-1928 nema tvö eintök af Siglfirðing frá 1928)

Síldveiðarnar utan landhelginnar. Norsk blöð sem hingað hafa borist, hafa skýrt frá ýmsu um síldveiði Norðmanna utan landhelgi og ýmsu sem stendur í sambandi við hana og sem hefir þýðingu fyrir oss Íslendinga og alveg sjárstaklega Siglufjörð.

Skal þess að nokkru getið hjer. „Haugesunds Avis" frá 27. sept. skýrir frá, að stofnaður hafi verið fjelagsskapur meðal Norðmanna, með því markmiði, að annast sölu á síld þeirri, sem þeir veiddu við ísland s.l. sumar og að þegar sje búið að fela þessu sölusambandi söluna á meginhluta allrar þeirrar síldar sem Norðmenn höfðu veitt.

Síðar hafa blöð og skeyti staðfest þessa fregn og skýrt frá, að síld Norðmanna sje seld mest eða öll. Og nú síðast, að verð á henni hafi verið sem svarar til 40 ísl. krónur tunnan, 90 kíló. ' Kostnaður við þessa samlagssölu Norðmanna er gert ráð fyrir, að ekki muni fara fram úr 5 aura, á tunnu hverja. Blaðið „Stavangeren" frá í okt. skýrir frá þessu; „Skarbövik, útgerðarmaður í „Álasundi, ætlar að setja síldar- „bræðsluvjelar I . gufuskip sitt, „Ena" —

Slíkt er merkisviðburð- „er á sviði fiskiveiðanna, því þetta ' „er fyrsta fljótandi verksmiðjan „í Noregi. „Ena" er 900 tonna „stór og á að 'geta brætt 700 mál „af síld á sólarhring og geta með- „höndlað 10 þús. mál síldar án „þess að hafa samband við land. „Skipið á að taka þátt í síldveiðunum við Haugasund og Egersund, en síðast en ekki síst við „ísland.

Þessar fregnir hafa stórmikla þýðingu fyrir oss íslendinga. Þær sína oss ljóslega, að Norðmenn ætta sjer ekki að gefast upp við síldveiðarnar hjer við land nje láta Einkasöluna eina um sölu Íslandssíldarinnar á erlendum markaði. Norðmenn hafa s.l. sumar, saltað og kryddað utan landhelgi við ísland 141 þús. tunnur og auk þess flutt heim til Noregs um 11 þús. mái af bræðslusíld. —

Svíar hafa kryddað tæp 17 þús. tunnur og ein íslensk útgerð hefir kryddað um 5 þús. tn. Alls hefur verið kryddað utan landhelgi um 35 þús. tn. Meginhluti þessar síldar hefði óefað verið kryddaður í landi, — einmitt hjer á Siglufirði, ef einkasalan hefði ekki verið, því sömu menn keyptu þessa síld, sem mörg undanfarandi ár hafa keypt alla sína síld hjer. Ef vjer reiknum að eins verkalaun við kryddun á þessari síld, 4 kr. á tunnu, þá nema þau 140 þús. krónum í tapaðri atvinnu fyrir Siglufjörð s.l. sumar.

Var það fyrir þetta sem Guðmundur Skarphjeðinsson var að þakka á leiðarþinginu í haust, þegar hann fann sig knúðan til að frambera til þingmanna Eyfirðinga, þakkir hins Siglfirska verkalýðs, fyrir að þeir hefðu komið einkasölunni á? Hvað sem allir kunna að hafa að þakka einkasölunni, þá er það víst, að verkalýður Siglufjarðar hefir ekki ástæðu til að þakka henni og fær varla ástæðu til að þakka henni.