Tengt Siglufirði
Neisti, 21. nóvember 1933
Sannleiksást - nefnist smágrein í síðasta (36.) tbl. .,Siglfirðings. (greinin hér neðst á síðunni)
Er þar reynt að afsanna þau ummæli mín, að Siglfirðingur sé því meðmæltur að ný síldarverksmiðja verði frekar reist við Húnaflóa en hér.
Greinarhöfundurinn í Siglfirðingi ætti að vera ánægður með það, að vera sjálfur leiddur sem vitni. Honum farast svo orð í 34. tbl.
"það vill nú svo vel til að vegna skarpskyggni (!!!) G. Hlíðdals eru þrær síldarverksmiðju ríkisins allt of stórar, svo stórar, að þær nægðu annarri verksmiðju sem bræddi ca. 1.500 mál á sólarhring."
Liggur því beint við að byggja nýja verksmiðju við hlið ríkisverksmiðjunnar.
Við það sparast mikið. En margir eru þeirrar skoðunar að það sparist enn þá meir með því að hafa þessa verksmiðju þar sem hún getur verið örugg fyrir ágangi kommúnista.
Eru nú uppi háværar raddir um að ríkið byggi nýja verksmiðju við Húnaflóa (Reykjarfirði), en komist þetta í framkvæmd er hægt að þakka kommúnistum fyrir að verksmiðja þessi verður ekki byggð á Siglufirði."
Ólafur Þórðarson, skipstjóri í Hafnarfirði, ritar 14. október s.l. grein urt þetta mál í Morgunblaðið - Meðal annarra orða segir hann:
"Fyrir nýja síldarverksmiðju er Reykjarfjörður einna líklegastur, eins og bent hefir verið á af nokkrum vel fróðum mönnum. Um Siglufjörð getur varla verið að tala, ekki samt vegna þess, að hann liggi svo langt frá veiðistöðvunum, heldur vegna þess, að óstjórn ríkir hjá þeim mönnum, sem þann bæ byggja, eins og dæmin sanna."
Með öðrum orðum. Vegna þess að þrær ríkisverksmiðjunnar eru of stórar liggur beint við að byggja verksmiðjuna hér, en þó sparast meira ef verksmiðjan yrði reist á Reykjarfirði því þar eru engir kommúnistar.
Þessu til frekari sönnunar er svo vitnað í um mæli Ólafs Þórðarsonar í Hafnarfirði.
"Ennþá hefir ekki sést í Siglfirðing eitt einasta orð um það, að skoðun þeirra manna sé röng, sem mæla á móti því að verksmiðjan eigi að bygglast á Siglufirði."
Ef greinarhöfundur hefir meint annað en það sem hann skrifar, þá er það ekki mín sök.
I.F.G
------------------------------------------------------------------------
Sannleiksást? J. F. G. skrifar: „í 34. tbl. Siglfirðings er gerð tilraun til að færa sönnur á það, að fleiri verksmiðjur megi ekki byggja á Siglufirði". Í grein þeirri, sem J. F. G. virðist eiga við, stendur greinilega: „Liggur beint við, að byggja nýja verksmiðju við hlið ríkisverksmiðjunnar. Við það sparast mikið." Geti ekki J. F. G. bent á það, í „Neista eða öðru blaði, hvar þessi „tilraun" stendur, verð ég að álíta, að hann hafi ranghvert sannleikanum í blekkingarskyni.
A. S.
--------------------------------------------------------
Siglfirðingur 4. nóvember 1933 niðurlag greinar (engin undirskrift)
..... Mikið hefir verið ritað um það undanfarið, að nauðsyn bari til þess að koma á fót nýrri síldarverksmiðju. Er þetta skiljanlega á rökum byggt, þar eð markaður hefir farið batnandi undanfarið á síldarmjöli og lýsi og skip hafa orðið að bíða sólahringum samin eftir losun.
Það vill nú svo vel til að vegna skarpskyggni (!!!) G. Hlíðdals eru þrær Síldarverksmiðju ríkisins allt of stórar, svo stórar, að þær nægðu annari verksmiðju, sem bræddi ca. 1500 mál í sólarhring. Liggur því beint við, að byggja nýja verksmiðju við hlið ríkisverksmiðjunnar. Við það sparast mikið.
En margir eru þeirrar skoðunar að það sparist enn þá meir með því að hafa þessa verksmiðju þar sem hún getur verið örugg fyrir ágangi kommúnista.
Eru nú uppi háværar raddir um að ríkið byggi nýja verksmiðju við Húnaflóa (Reykjarfirði), en komist þetta í framkvæmt er hægt að þakka kommúnistum fyrir að verksmiðja þessi verður ekki byggð á Siglufirði.
Ólafur Þórðarson, skipstjóri í Hafnarfirði, ritar 14. október s.I. grein um þetta mál í Morgunblaðið. Meðal annara orða segir hann:
„Fyrir nýja síldarverksmiðju er „Reykjarfjörður einna líklegastur, „eins og bent hefir verið á af „nokkrum vel fróðum mönnum. Um Siglufjörð getur varla verið„ að tala, ekki samt vegna þess, að hann liggi svo langt frá veiðistöðvunum, heldur vegna þess, að óstjórn ríkir hjá þeim mönnum, sem þann bæ byggja, eins og dæmin sanna.“