Tengt Siglufirði
Neisti, 6. september 1933
Verksmiðjustjórnin hefir ákveðið að byrjað verði á karfabræðslu hér á Siglufirði núna næstu daga.
Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu er karfavinnsla í fullum gangi í verksmiðju ríkisins á Sólbakka.
Til verksmiðjunnar veiða þrír togarar, þeir Sindri, Gulltoppur og Snorri goði og hafa þeir aflað ágætlega, samanlagt er veil þeirra um 1.230 tonn eða 9.000 mál, og er komið i vinnulaun til verkamanna og kvenna fyrir að fara innaní karfann um 7 þúsund krónur fyrir utan þau vinnulaun sem greidd hafa verið við vinnsluna og uppkeyrslu á karfanum.
Skipverjar á togurunum "landa" karfanum sjálfir og fá tímakaup fyrir.
Karfavinnsla er feykilega atvinnuaukandi, og væri hægt að bæta dálítið úr því atvinnuleysi sem vegna aflaleysis hefir ríkt hér, með því, að fá togara til veiða og setja eina verksmiðjuna hér í drift.
Verksmiðjustjórnin og atvinnumálaráðherra hafa samþykkt að fá einn togara til að leita karfamiða hér fyrir Norðurlandi og hugmyndin er, að hann leggi upp karfann hér í S. R. N. (nýju verksmiðjuna) og verður þá einn' togarinn að vestan fenginn til viðbótar til að veiða hingað.
Karfavinnsla er á tilraunastigi ennþá, ekki vissa fyrir því hvað fæst fyrir afurðirnar og ekki næg og góðtæki til vinnslunnar.
En eftir haustið ætti að vera fengin nokkur reynsla sem hægt ætti að vera að byggja á.
Neisti er viss um, að Siglfirðingar fagna því að tilraun þessi sé gerð og vona af heilum hug að hún heppnast, því full vissa er fyrir því, að ef tilraunin heppnast, þá verður byrjað á vinnslu strax í maí á næsta vori og vær þá heillaríkt spor stigið til atvinnuaukningar í bænum ef hægt væri að hafa verksmiðjurnar starfandi, minnsta kosti 5 mánuði í staðinn fyrir 2 eins og verið hefir undanfarið.
Hafnarnefnd hefir samþykkt að hafnarsjóður kostaði vinnulaun við hreinsun á verksmiðjunni, að vinnslu lokinn, í allt að 2.000 þúsund krónur og hefir þar með sýnt fullan skilning á nauðsyn þess að tilraun sé gerð hér á Siglufirði.