Árið 1934 - N.P. Christensen.

Einherji, 5. október 1934

N.P. Christensen

Vorið 1926 kom hingað til Siglufjarðar maður, er fljótt vakti á sér athygli margra manna, fyrir afburða hæfileika, dugnað og vöndun í allri framkomu. Maður þessi var N.P.Christensen.

Hann kom hingað sem ráðunautur Sören Goos við stjórn og starfrækslu hinna umfangsmiklu fyrirtækja hans.

Gerðist Christensen brátt athafnasamur og afskiptinn um afkomu og starfrækslu hins margþætta atvinnureksturs firmans Sören Goos, og hóf þá þegar, með þeirri reglusemi er honum er lagin, að koma skipufagi á alla starfrækslu þess.

Hann vann sér brátt velvild og traust allra viðskiptamanna og virðingu og samúð hins fjölmenna hóps verkafólk þess er vann hjá firmanu Sören Coos þau 9 sumur er hann var starfsmaður þess.

Niels Peder Pete

Niels Peder Pete" Christensen

Frá því fyrsta að N.P.Christensen gerðist starfsmaður firmans Sören Goos gætti áhrifa hans mjög við alla starfrækslu þess, naut hann margra góðra kosta er juku honum álits æðri sem lægri er honum kynntust og varð hann brátt viðurkenndur fyrir réttsýni, einbeitni og viljafestu og vék aldrei frá því, er hann áleit sannast og réttast.

Árið 1931, er hin geigvænlega viðskiptakreppa spennti helgreipum allt atvinnulíf hér á landi, þá var það N.P.Christensen, sem með óvenjulegum dugnaði og því trausti er hann hvarvetna aflar sér, stýrði fyrirtækjum firmans Sören Goos fram hjá brimi og boðum kreppunnar.

Það ár gerðist hann stjórnandi firmans hér á Siglufirði. Það er alveg víst að N.P.Christensen hefir, með því starfi sínu að halda uppi atvinnurekstri, eigi síður, en að varðveita hag fyrirtækisins, borið fyrir brjósti að geta veitt atvinnu þeim mönnum, er lengi höfðu starfað við verksmiðjur Sören Goos, leitaðist ávalt við að draga sem mest úr atvinnuleysinu og lagði kapp á að veita sem flestum atvinnu.

N.P.Christensen er sannur vinur Íslands og Íslendinga og þess albúinn að greiða veg lands og þjóðar vorrar meðul þjóðar sinnar, hann hefir greitt götu íslenskra námsmanna er stundað hafa nám í Kaupmannahöfn og verið þeim vinur og bróðir.

Firmað Sören Goos hefir nú selt eignir sínar hér, og N.P.Christensen er nú farinn alfarinn til Danmerkur.

Hann mun lengi minnast Íslands og sakna þess, því það var orðið honum annað föðurland, en hér á strönd Íshafsins eru margir, sem minnast hans og sakna, margir vinir sem nutu ánægjulegra samverustunda með honum og hinn fjölmenni hópur er þakkar honum afkomu sína undanfarin ár.

S

Mynd fengin (2017) af síðunnu https://www.findagrave.com/cgi-bin/fg.cgi?page=pv&GRid=42936815