Árið 1934 - Sören Goos

Einherji, 5. október 1934

Sören Goos

Svo sem nú er kunnugt hafa allar eignir Sören Goos hér á staðnum verið seldar og starfsemi sú, er Sören Goos hefir rekið hér í Siglufirði, er því lögð niður.

Virðist ekki áslæðulaust að minnast með nokkrum orðum á atvinnurekstur þessa manns, er um langt skeið var stærsti atvinnuveitandi bæjarins og sem á ýmsan hátt á sinn drjúga þátt í uppgangi og framförum þessa bæjar, þótt ekki væri hann sjálfur starfs og trúnaðarmaður bæjarins.

Það mun vera árið 1908 að Sören Goos byrjar starfsemi sína hér. Saltaði hann þá síld af tveimur skipum á bryggju er tilheyrði Sigurði H. Sigurðssyni hér, og varð sú bryggja, ásamt íbúðarhúsi S.H.S. og tilheyrandi lóðum, síðar eign S. Goos.

Hélt hann áfram síldarsöltun á þessum stað án þess að breyta til, þar til árið 1911 að hann hafði hér skip á höfninni, er hann bræddi síld í.

Fram að þessum tíma hafði S. Goos verið forstjóri fyrir ýmis félög, en árið 1912 byrjar hann síldarsöltun sem atvinnurekstur fyrir eigin reikning i félagi við Johan Balslev í Kaupmannahöfn.

Höfðu þeir Balslev og Goos heildsöluverslun í Kaupmannahöfn og seldu mikið af vörtum til Íslands.

Árið 1913 byggir S. Goos síldarbræðsluverksmiðju þá, er nú gengur undir nafninu Rauðka, stækkaði hann þá verksmiðju allmikið seinna og setti í hana nýtísku vélar.

Það ár, 1913, réði hann til sín, sem stjórnenda verksmiðjunnar, Gustav Blomkuist, og var hann starfsmaður hjá S.Goos þangað árið 1929-

Sama ár byrjaði Snorri Stefánsson, sem hin síðari ár hefir verið verkstjóri hjá S.Goos, starf sitt hjá honum og að undanskildu einu ári hefir hann verið starfsmaður hans til þessa dags.

Álið 1912 hafði S. Goos ráðið til sín verkstjóra, Hannes Jónasson, er var hjá honum þar til árið 1928.

Árið 1916 lét S.Goos gera uppfyllingu mikla í Hvanneyrarkrók og steinvegg sterkan, fyrir framan.

Var saltað nokkuð af síld þar um sumarið en um haustið gerði aftaka brim og tók þá út í Hvanneyrarkrók um 1000 tunnur af síld og varð nálega engu bjargað af.

Árið eftir var byggð þarna sterk og voldug bryggja og endurbættir steinveggir við uppfyllinguna, hafði S.Goos síðan síldarsöltun í Hvanneyrarkrók þar til árið 1927, að þar var síðast söltuð síld.

Árið 1927 keypti S.Goos síldarbræðsluverksmiðju þá er kölluð er Grána, ásamt tilheyrandi bryggjum og lóðum.

Rak hann síðan báðar verksmiðjurnar þangað til árið 1930.

Árið 1932 tekur Steindór Hjaltalín Rauðku á leigu og hefir hann haft hana á leigu síðan, en Gránu hefir S.Goos alltaf rekið sjálfur.

Nokkur hin síðari ár rak S.Goos verslun með veiðarfæri og ýmsar vörur viðvíkjandi sjávarútveg.

Árið 1926 kom upp hingað með S.Goos, N.P.Christensen, bankamaður, sem ráðunautur, og að nokkru leyti eftirlitsmaður, við atvinnurekstur S.Goos.

Hefir hann dvalið hér á hverju sumri síðan þar til hann fór héðan alfarinn með Dr. Alexandrine 26. f.m.

Sören Goos dvaldi hér sjálfur á hverju sumri, meðan hann rak starfsemi sína hér, og jafnaðarlegast kona hans og börn með honum, þar til sumarið 1930, var það síðasta sumarið er hann dvaldi hér sumarlangt.

Frá þeim tíma og þar til nú hefir N.P.Christensen haft á hendi alla yfirstjórn á eignum og atvinnurekstri S.Goos hér i Siglufirði.

Um N.P.Christensen má það segja, að eftir að hann gerðist starfsmaður við fyrirlæki S.Goos hér, setti hann mjög mót sitt á alla starfrækslu, og var hann af öllum, er kynntust honum, viðurkenndur fyrir réttsýni og fyrir það að víkja aldrei frá því er hann áleit sannast og réttast.

Munu allir þeir er atvinnu höfðu undir yfirstjórn N.P.Christensen kveðja hann með hlýjum huga er hann nú lætur af þeim störfum og fer alfarinn burt frá Siglufirði.

Það munu og allir þeir aðrir gera er nokkur kynni höfðu af honum.

Svo sem vita má hafði S.Goos jafnan fjölda manna í vinnu, þar sem hann rak síldarsöltun í tveim stöðum og auk þess síldarbræðslu, hin síðari árin í tveim verksmiðjum.

Var orð á því gert hve skilvíslega hann greiddi jafnan verkalaun og sóttust menn eftir að fá atvinnu hjá honum.

S.Goos var vinsæll af verkafólki sínu, réði þar miklu um, að hann lét oftast verkafólk sitt afskiptalaust um vinnubrögð.

Gengu fyrirskipanir hans og aðfinnslur, ef því var að skipta, gegnum verkstjóra hans.

Verksljórum sínum var S.Goos góður húsbóndi, að minnsta kosti, heft ég sem þetta rita og var verkstjóri hans í 15 ár, ekki aðra sögu að segja.

Hið sama má segja um N.P.Christensen, er hin siðari ár réði mestu.

Öll þau ár, er S.Goos rak starfsemi sína hér, mun hann hafa verið hæsti gjaldandi bæjarins. Hæst mun útsvar hans hafa verið nokkuð yfir 30 þúsund krónur.

Er það álitleg fjárfúlga er hann hefur greitt til almenningsþarfa að öllu samanlögðu, og er gott lið að slíkum gjaldendum fyrir ungt og fátækt sveitar og bæjarfélag.

Auk þess sem S.Goos greiddi gjöld sín til bæjarins, var hann hjálpsamur við marga og gerði mönnum ýmsan greiða, þótt eigi væri það á almenningsvitorði.

Þeir er kynntust S.Goos hér munu minnast hans með hlýleik og óska honum góðs gengis í framtíðinni.

Hann var yfirleitt vinsæll, jafnan glaður og viðmótsgóður. Sem kaup-sýslumaður gat hann verið nokkuð harður í horn að taka, en aldrei var hann kynntur að neinum óheiðarleik í viðskiptum.

Nú þegar S.Goos hættir til fulls starfsemi sinni hér, er lokið sérstökum þætti í sögn atvinnulífs þessa bæjar.

Sá þáttur mun ekki gleymast, að minnsta kosti ekki þeim Siglfirðingum er voru samstarfsmenn S.Goos, á einn eða annan hátt.

Hannes Jónasson