Árið 1935 - Deilur um forstjóraskipti-1

Einherji, 22. nóvember 1935

Ríkisverksmiðjumálið

Jóni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra ríkisverksmiðjanna, sparkað úr stöðunni af krötum með tilstyrk Sveins Benediktssonar. Einn af gæðingum kratanna settur í stöðuna með fullkomnu kaupi í tvo mánuði meðan hann er að læra af Jóni Gunnarssyni. Almenn óánægja meðal verkafólks í verksmiðjunum. Á fundi, er stjórn ríkisverksmiðjanna hélt í Reykjavík 5. nóvember. s.l. var Jóni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra við ríkisverksmiðjurnar, sagt upp stöðu sinni frá 1. mars n.k.

Tillöguna til uppsagnarinnar flutti Jón Sigurðsson og greiddu atkvæði með tillögunni, ásamt honum, þeir Páll Þorbjarnarson og Sveinn Benediktsson. Á móti tillögunni greiddu atkvæði Þormóður Eyjólfsson og Björn Þórðarson.

Smelltu til að stækka- Fleiri blaðaklippur neðst á síðu

Smelltu til að stækka- Fleiri blaðaklippur neðst á síðu

Í tillögunni um uppsögn Jóns Gunnarssonar var einnig fram tekið að ráða skyldi Gísla Halldórsson sem framkvæmdastjóra með fullu kaupi frá 1. janúar n.k. og var tillagan samþykkt af þeim þremenningum, sem að framan eru taldir.

Engar ástæður voru færðar fram fyrir uppsögninni, enda mun þar hafa ráðið meira fyrir krötunum að koma flokksmanni sínum að stöðunni en þó þeir væru svo mjög óánægðir með Jón Gunnarsson sem framkvæmdastjóra eða hefðu sakir á hann fyrirframmistöðu sína.

Mun það og mál allra óhlutdrægra manna, þeirra er til þekkja, að hann hafi gegnt starfi sínu með miklum áhuga, dugnaði og röggsemi.

Strax og fregnir þessar bárust hingað kom í ljós megn óánægja meðal starfsmanna ríkisverksmiðjanna, útaf framkomu meirihluta verksmiðju-stjórnarinnar gegn Jóni Gunnarssyni, er leiddi til þess, að 87 af starfsmönnum verksmiðjanna létu óánægju sína í ljós með yfirlýsingu, er send var formanni verksmiðjustjórnarinnar og hefir verið birt í opinberu blaði.

Útaf þessari framkomu meirihluta verksmiðjustjórnarinnar, gagnvart Jóni Gunnarssyni, hafa risið blaðadeilur. Byrjuðu Morgunblaðið og Alþýðublaðið - og birtu gleiðletraðar fregnir um burtvikningu J. G. og varð það til þess að Nýja Dagblaðið álits Þormóðs Eyjólfssonar formanns verksmiðjustjórnarinnar um málið og hvernig Jón Gunnarsson hefði staðið í stöðu sinni. Er það viðtal birt í Nýja Dagblaðinu 7. nóvember s.l.

Hafði hann áður gefið samskonar lýsingu á Jóni Gunnarssyni í viðurvist Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra, Haraldar Guðmundssonar, atvinnumálaráðherra, Jónasar Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins og Jóns Baldvinssonar, formanns Alþýðuflokksins, að þeim viðstöddum Jóni Sigurðssyni og Páli Þorbjarnarsyni, sem þá viðurkenndu hana rétta.

Virðist það vera sjálfsagt drengskaparbragð, að halda uppi vörnum, þegar réttlætismorð er framið á alsaklausum manni. - En þeir Sveinn Benediktsson og Co. hafa orðið æfir við og ráðist með ofsaheift á Þormóð Eyjólfsson út af þessu.

Fara hér á eftir grein, er Þormóður Eyjólfsson, hefir skrifað um málið, og birst hafa í Nýja Dagblaðinu. + Ádeilan í Alþýðublaðinu.

Úrklippur blaðanna 👎