Árið 1935 - Deilur um forstjóraskipti-4

Neisti 26. Nóvember 1935 

Ríkisverksmiðju málið enn

  • „Á saurkasti við þig ´eg ata mig ekki,
  • Jeg aumkva þig, garmur, en hata þig ekki,
  • Og sæi ´eg þig hengdan - slíkt hendir, því miður,
  • Þá held ´eg, jafnvel,´eg skæri þig niður",

(Hannes Hafstein.)

Út af brottför Jóns Gunnarssonar úr framkvæmdastjórastöðu Síldarverksmiðja ríkisins, hafa nú undanfarið staðið yfir allharðar blaðadeilur, sem Þormóður Eyjólfsson á heiðurinn af að hafa hafið, og ekki nóg með það, heldur virðist hann leggja allt kapp á að halda þeim deilum áfram bæði með skrifum sjálfs sín og annara návenzlaðra samfélaga.

Mikið af þessum greinum Þormóðs & Co. er tileinkað Sveini Ben, og fer vel á því, að þeir rífast, því „þar hittir fjandinn ömmu sína." — —

En nokkuð af greinum þeirra fé- laga, er lúalegt nöðrunýð um siglfirzka verkamenn, — einstaklinga og heildina, og svo alveg sérstaklega um fulltrúa alþýðunnar í Síldarverksmiðjustjórninni.

 Öll skrif þeirra kumpána verða hér ekki krufin, því ekkert rúm er til slíks, en að nokkru mun verða tekið á lúalegustu greininni, er ennþá hefir frá þeim birzt og á ég þar við skrif þau sem birt eru í „Nýja Dagblaðinu" þann 22. nóv. s,l. undir fyrirsögninni: "Gott var þú fékkst ekki flokkinn að sjá", Grein þessi er birt nafnlaus, og þar með á ábyrgð ritstjórans, enda mun hann hafa tekið upp þá hluta; er orðrétt eru birtir eftir Alþýðuflokksblöðunum frá árinu 1932, en kunnugir telja sig finna áþreifanleg merki betri. helmings Þormóðs Eyjólfssonar á þeim hlutum greinarinnar er frumsamdir eru.

 Hundadagakonungurinn.

Grein þessi er að nokkru lofsöngur um Jón Gunnarsson (sennilega fyrir þægð hans við Þ. E.)

En þessi og annar lofsöngur Þ. E. um J. G. virðist aðeins hafa orðið til þess, að J. G. hefir áskotnazt svohljóðandi orð skáldsins:

„Með oflofi teygður á eyrum var hann. Svo öll við það sannindi rengdust, en ekki um einn þumlung hann vaxa þó vann".

Það voru aðeins eyrun sem lengdust. - Greinarhöfundur N. Dbl." virðist vera það kappsmál að gera J. G. að Hundadagakonungi hér á Siglufirði. Það er að vísu alveg rétt, að höfuðeinkenni eru þau sömu hjá J. G. og Jörundi Hundadagakonungi. — Báðir virða að engu lög og rétt og þykjast vera yfir allt og alla hafnir, en þess ber að minnast, að sagan getur þess alls ekki um hinn raunverulega Hundadagakonung, að honum hafi verið otað af sér verri mönnum

Teflt átæpasta vaðið.

Í niðurlagi umræddrar greinar eru siglfirzk verkalýðssamtök kölluð: „Samkunda hagsmunablindra hópsálna".

Það er vitaskuld varla við því að búast, að Þ. E. og aðrir álíkir íhaldsmenn, skilji hvað hagsmunir verkalýðsins eru og hvað það er að vera stéttvís verkamaður eða óstéttvís. En það þarf meira en meðal illyrmi, til að valda því, að á sama tíma, sem það svíkur siglfirzkan verkalýð, um sjálfsagt fylgi við málstað hans, að níða þau samtök, sem bera uppi málstað lítilmagnans.

 Það var réttlætiskrafa siglfirzks verkalýðs til Þ. E. að hann fylgdi "hinum mjög hógværu kröfum verkalýðsins í kaupgjalds- og hagsmunamálunum, í haust við karfavinnsluna. í fyrsta lagi bar Þ. E. þetta sem siglfirzkum borgara, og í öðru lagi, varð að krefjast þess, af honum, sem yfirlýstum Framsóknarmanni og fulltrúa núverandi ríkisstjórnar í verksmiðjustjórninni.