Árið 1935 - Greinargerð "Þróttar"

Neisti, 9. nóvember 1935

Greinargerð "Þróttar" -  Ríkisverksmiðjudeilan.

Framkvæmdastjóra ríkisverksmiðjanna, Jóni Gunnarssyni, hefir verið sagt upp startinu frá 1. mars n. k., og Gísli Halldórsson, vélaverkfræðingur - ráðinn eftirmaður hans frá 1, janúar n. k. að telja.

Undanfarið hefir mikið verið rætt í bænum um burtför Jóns Gunnarssonar frá ríkisverksmiðjunum og hin ýmsu atriði í sambandi við það.

Það var orðið ákveðið af hálfu verkamannafélagsins "Þróttur", að gera þetta ekki að opinberu máli, og mun síðar bent á hvers vegna.

En framkoma Þormóðs Eyjólfssonar nú síðustu daga, ásamt samtali hans við Nýja dagblaðið, gerir það að verkum, að um einstök atriði þessa máls verður nú ekki þagað lengur, heldur munu nú rædd hér þau atriði þessu viðvíkjandi, er máli skipta, frá hagsmunasjónarhól verkalýðssamtakanna og heildarinnar séð.

Aðdragandi málsins.

Þegar vinna hófst í vor og síldardriftin byrjaði í sumar, varð ýmisleg framkoma Jóns G. til að auka á óánægju verkamannanna.

Einstök tilfelli, sem að þessu sinni er ekki ástæða til að tilgreina sér staklega, sköpuðu megna andúð velflestra verkamanna við ríkisverksmiðjurnar, gegn honum .

Daglega heyrðust óánægjuorð, bituryrði og jafnvel illyrði útaf framkomu mannsins,

En síldardriftinni lauk án stórslysa. -

Svo kom karfavinnslan. -

þá er það sem Jón G. þann 7. september, án þess að hafa fyrst borið það undir verksmiðjustjórnina, skrifar verkamannafélaginu "Þróttur" eftirfarandi bréf:

"Siglufirði 7. september 1935

---------------------------------

Stjórn verkamannafélagsins "Þróttur", Siglufirði.

Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins hefir ákveðið að láta byrja vinnslu á karfa í S.R.N. verksmiðjunni. Þar sem hér er um tilraun að ræða, sem getur orðið, ef vel heppnast, til geysilega mikilla atvinnuaukningar fyrir Siglufjörð, og það einmilt á þeim tíma, þegar lítið er um atvinnu, vill stjórn Síldarverksmiðja ríkisins fara þess á leit við stjórn verkamannafélagsins "Þróttur" að slakað verði til á hinum almennu kaupkröfum við vinnslu karfans, meðan á þessari tilraun stendur.

Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins mælist því til, að kaup karlmanna verði kr. 1,10 á tímenn, kaup kvenfólks kr. 1,00 á tímann og öll eftirvinna falli burtu.

Sérstaklega er það þýðingarmikið, að eftirvinnan sé engin á hvaða tíma sem unnið er, því það borgar sig ef til vill ekki að taka lifrina úr karfa með kr. 2,00 tímakaupi, en það er nauðsynlegt að taka lifrina eins fljótt og unnt er úr karfanum, því hún skemmist mjög fljótt, ef hún liggur í fiskinum og fellur þá í verði.

Svar við þessu óskast í dag.

Virðingarfyllst

pr. pr. Síldarverksmiðjur ríkisins

J. Gunnarsson.

Þessu bréfi svaraði verkamannafélagið "þróttur" á þá leið, að það:

"Í fyrsta lagi réði Þróttur ekki kaupi kvenna, og í öðru lagi, að það gæti ekki gengið að framkomnum kaupgjaldstillögum karla."

10. september er svo stjórn og kauptaxtanefnd "Þróttar" boðuð á fund ríkisverksmiðjustjórnarinnar og Jóns Gunnarssonar.

Á þeim fundi lögðu Þormóður og Jón G., með tilstyrk Jóns Þórðar, hvor öðrum fastar, að "Þróttar" mönnum um það, að þeir berðust fyrir því innan félagsins ("Þróttar"), að samþykkt yrði að vinna gegnumsneitt fyrir gildandi dagvinnutaxta, á hvorum einstökum tíma, á meðan á karfavinnslunni stæði.

En ef slík samþykkt fengist ekki, þá yrði lifrin ekki tekin úr karfanum, en það væri einmilt sá liðurinn, sem skapaði mesta vinnu við karfavinnsluna.

Þá bentu fulltrúar verkalýðsins, á að lifrina yrðu verksmiðjunnar alltaf að taka úr karfanum. því að annars þverbrytu þeir grundvallaratriði þess, að karfavinnslan var reynd hér.

En af öllum er hlut áttu að máli, um að karfavinnslan var reynd hér, var því haldið fram, að fyrst og fremst væri þetta gjört til þess, að auka atvinnu og bæta afkomu alls almennings vegna atvinnubrestsins i sumar.

Þá bentu þeir á það, að yrði lifrin ekki tekin, þá missti landið sem heild, gjaldeyri, sem því myndi fyllilega ekki af veita, í því árferði sem nú væri.

Að lokum sýndu þeir fram á það, að ef lifrin yrði ekki tekin úr karfanum, þá misstu Ríkisverksmiðjurnar af þeim tveim þúsund krónum, er Hafnarsjóður Siglufjarðar væri búinn að lofa að styrkja karfavinnsluna með, gegn því ákveðna skilyrði, að farið yrði a. m. k. innan í allan stærri karfann.

Þessu svöruðu þeir J. G. og P. E. litlu, nema þegar síðasta athugasemdin kom fram, þá sagði J. G.: "Haldið þið að þessar tvö þúsund krónur verði nokkur svipa á okkur?"

Að þessum ummælum mun síðar vikið.

Endalok þessa fundar urðu svo þau, að þegar útséð var um, að verksmiðjustjórnin ætlaði enga tillögu að koma með til samkomulags, þá varpaði einu fulltrúi Þróttar því fram:

Hvort verksmiðjustjórnin vildi ganga að því, að fengnu samþykki verkamannafélagsins "Þróttur", að unnið yrði gegnumsneitt fyrir kr, 1,50 alla virka daga vikunnar.

Eftir mikið þref sendi íhaldsmeirihluti verksmiðjustjórnarinnar, V.M.F.P. tilboð um að greiða 1,45. Þegar nú þetta kom svo fyrir fund í V.M.P.Þ., þá var tillagan um kr. 1,45 felld, en samþykkt að ganga að kr. 1,50. -

Þetta var bréflega tilkynnt verksmiðjustjórninni 11, september. En J.G. svaraði svo viku síðar, 18. september, að verksmiðjurnar sæju sér ekki fært að ganga að samþykkt verkamannafélagsins "Þróttar" um kr. 1.50, en aftur stæði tilboðið frá verksmiðjustjórninni um kr. 1.45 ennþá.

Hér er rétt að benda á það, að afturhaldið í verksmiðjustjórn, ásamt Jóni Gunnarssyni, sá sér ekki fært að hækka kaupið um 5 aura á tímann, en vildi heldur eiga á hættu, að missa 2 þúsund krónurnar frá Hafnarsjóði, þó var það vitanlegt, að kauphækkunin gat aldrei numið slíku.

21. september kom svo áskorun frá 5 bæjarfulltrúum, ásamt Erlendi Þorsteinssyni, settum bæjarfógeta, til verkamannafélagsins "Þróttur" um að reyna ennþá að ná samkomulagi í karfadeilunni.

Og það sama kvöld samþykkti stjórn og kauptaxtanefnd verkamannafélagsins "Þróttur" að láta það afskiptalaust þó að unnið yrði fyrir kr. 1.50 gegnumsneitt, ef menn óskuðu að vinna þannig.

Nú varð reyndin sú, að mikill meirihluti allra verkamanna í bænum óskuðu þess að vinna fyrir kr. 1.50 gegnumsneitt, og það réði úrslitum þess, að 26. september gengu þeir Kristján Sigurðsson og Guðberg Kristinsson, fyrir hönd verkamannafélagsins "Þróttur" að svohljóðandi tilboði frá ríkisverksmiðjunum:

------------------------------

Siglufirði, 26. september 1935.

"Verkamannafélagið "Þróttur Siglufirði.

Bjóðumst til að greiða öllum karlmönnum, sem vinna við að fara innan í karfann, kr.1,50 á klukkustund jafnt að nóttu sem degi, helgidagar meðtaldir.

Mönnum, sem vinna við bræðslu karfans, sé greitt kr. 1,50 á klst. sex virka daga og nætur, en á helgidögum sé ekki unnið. Þetta gildir einungis meðan á vinnslu karfans stendur á þessu ári. Þetta gildir um alla algenga verkamenn, en hlutfallslega verður kyndurum og þróarmönnum greitt hærra, eins og venja hefir verið.

Virðingarfyllst

pr.pr. Síldarverksmiðjur ríkisins

J.Gunnarsson (sign.)

Svikin.

Þegar nú þetta samkomulag náðist, þá gengu allir forvígismenn verkalýðs samtakanna og verkalýðurinn að því sem gefnu, að nú væri tryggt:

Í fyrsta lagi, að lifrin yrði tekin úr öllum þeim karfa, sem hún væri óskemmd í, og í öðru lagi, að greitt yrði með kr. 1,50 fyrir alla þá vinnu, er karfavinnslunni væri áhrærandi.

Enda var um þetta talað, og svo sjálfsagt þótti það að engir skriflegir samningar voru um það gerðir.

En nú kemur önnur hlið þessa máls. Því að svo tregt, sem afturhaldið í ríkisverksmiðjunum var til samkomulags, þá varð það ennþá tregara, að halda það samkomulag, sem náðist. Og skal nú bent á það.

2. október um kl. 7 síðdegis var byrjað að skipa upp karfa úr togaranum "Gulltoppi", sem lá við Hafnarbryggjuna og var karfinn fluttur á bílum.

Þennan dag var versta veður, stormur og úrkoma. Þrátt fyrir það óskaði fjöldi fólks þess að fá að vinna að lifrartöku úr karfanum. Mun knýjandi þörf fólksins fyrir daglegum lífsnauðsynjum hér hafa ráðið.

Allir vita um ástandið sem var og er, Þetta tilkynnti Vinnumiðlunar skrifstofan Jóni G. áður en byrjað var að skipa upp og óskaði þess, að unnið yrði, en hann sagði vera búið að ákveða það, að ekki yrði unnið við lifrartöku úr þeim karfa, sem tekin yrði úr "Gulltopp" af bílum frá Hafnarbryggjunni.

Þá sneri skrifstofan sér til Jóns Sigurðssonar, sem strax fór að vinna að því, að unnið yrði, að lifrartökunni. Ennfremur sagði Jón Þórðar að skilyrðislaust ætti að vinna, ef fólkið fengist til þess.

En Þormóður sagði: Ég vil láta Jón G. ráða þessu".

Kl. 8 var komið sæmilega gott veður, þá hringdi form. verkamannafélagsins "Þróttar", Kristján Sigurðsson, til J. G. og vildi fá hann til að láta vinna að lifrartökunni, en hjá J. G. varð engu um þokað.

Hans vilji réði hér gegn hagsmunum verkalýðsins og ofaní vilja meirihluta Ríkisverksmiðjustjórnarinnar.

Kl. milli 8 og 9 um kvöldið kom J. G, niður á ríkisverksmiðjubryggju og þá var komið ágætt veður.

Þá spyr Guðmundur Sigurðsson, J. G. hvort ekki eigi að vinna að lifrartöku um nóttina, kveður J. G. nei við, nema því aðeins að hægt sé að laka togarana upp að Ríkisbryggjunum.

Þessa nótt var skipað upp ca. 100 tonnum af karfa og allur látinn beint í þró.

Á þessu tapaði verkafólk bæjarins um 500 króna vinnulaunum.

Verkamannafélagið Þróttur samþykkti því 2. október, að krefjast 500 króna skaðabóta fyrir samningssvik.

Að þessu hló J. G. mikið og gerði óspart grín að. En nú er hann hættur slíku, því að 7. nóvember s.l, samþykkti verksmiðjustjórnin með 4 atkvæðum gegn 1, að greiða téðar skaðabætur.

Svo sjálfsagt þótti þetta, að báðir Sjálfstæðismennirnir í verksmiðjustjórninni greiða því atkvæði - Þormóður rær einn gegn hagsmunum verkalýðsins sem oftar.

Næsti áfangi, sem máli skiptir, er það, að stuttu eftir að karfabræðslan var hætt, þá fyrirskipar Jón G. að öll vinna skuli færð með kr. 1,25 pr. tíma og skuli þeim vinnulistum, sem færðir séu, breytt samkvæmt því.

Annar verkstjórinn, J.F.G. neitaði að breyta sinum vinnulistum en Jón Kjartansson gerði, sem honum var sagt, og Jón Gunnarsson lét sjálfur breyta vinnulistum J.F.G.

Og það var ekki nóg með það, að J.G. léti færa vinnuna niður í kr. 1,25 úr kr. 1,50 heldur lét hann líka færa þróarhreinsun, sem ávalt hefir verið greidd með kr. 1.40 niður í kr. 1,25.

Afleiðing þessa alls var svohljóðandi bréf:

Til stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði.

Siglufirði, 22. október 1935.

Þar sem oss er ljóst, að þér hafið greitt kr. 1,25 pr. tíma við hreinsun á S.R.N. verksmiðjunni nú eftir karfabræðsluna, og ennfremur að þér hafið ekki greitt þeim mönnum er á "vaktir" gengu, (6 eða 8 tíma), í S. R. N. við karfabræðsluna, nema fyrir þá 6 (eða 8) tíma er þeir unnu, viljum vér hér með tilkynna yður:

1. Vér lítum svo á, að yður beri að greiða kr. 1,50 pr. tíma við hreinsun S.R.N. samkvæmt samkomulagi því, er þér gerðuð við oss, um kaupgjald viðvíkjandi karfavinnslunni, sama gildir og um alla aðra vinnu, sem karfavinnslunni er áhrærandi.

2. Yður ber að greiða þeim mönnum, er á "vaktir" ganga 6 og ½ tíma vinni þeir 6, sbr. síldarvinnsluna, þá eru greiddir 13 tímar fyrir 12 unna (á vöktum) og það á skilyrðislaust að haldast þegar menn vinna á "vöktum".

Ennfremur viljum vér skýra yður frá, að ritari félags vors átti símtal við hr. Jón Gunnarsson framkvæmdastjóra út af þessum kaupgjaldsmálum og lofaði hann (framkvæmdastjórinn) að láta leiðrétta þá vinnu, sem unnin hafði verið við "átöppun" á lýsi og "stúun" á karfaméli og færð með kr. 1,25 pr. tíma.

En þrátt fyrir þetta er oss nú tjáð, að eigi hafi verið leiðrétt nema "átöppun" lýsisins.

Nú óskum vér þess því hér með, að þér leiðréttið allar framanskráðar kaupgreiðslur og tilkynnið þeim, sem vinnulaun sín hafa tekið. -

Ennfremur skal það tekið fram, að ef þér leiðréttið þetta ekki nú þegar, þá mun félag vort taka til sinna ráða.

Virðingarfyllst

F. h. stjórnar verkamannafélagsins "Þróttur"

Kristján Sigurðsson (form.) (sign.) Guðberg Kristinsson (ritari) (sign.)

Þegar Guðberg talaði við J. G. um leiðrétting kaupgjaldsmálanna, þá vísaði J. G. því öllu til stjórnarinnar nema því tvennu, er í bréfinu segir að hann lofaði að leiðrétta.

Efndir þess loforðs urðu þó aldrei nema hálfar. Ennþá hefir þessu bréfi til stjórnarinnar ekki verið svarað og mun það sameiginleg trassamennska og viljaleysi Þormóðs Eyjólfssonar og Jóns Gunnarssonar, sem veldur því.

Ákvörðun tekin.

Öll framkoma Jóns Gunnarssonar í þessum málum, er að framan getur, er mjög furðuleg og geta ekki nema tvær ástæður legið til grundvallar.

Í 1. lagi, að maðurinn sé frámunalega heimskur og hafi ekkert inngrip í hvað verkalýðssamtök eru.

Í öðru lagi, að takmarkalaus hroki og einstrengingsskapur, samfara blygðunarlausu ábyrgðarleysi í garð verkalýðsins, ráði framkomu hans.

Eða ef til vill er um alla kostina sameiginlega að ræða. En hvað sem réði framkomu mannsins, þá var nú ákveðið innan stjórnar "Þróttar" að láta þetta ekki lengur svo til ganga.

Formaður og ritari "Þróttar" voru ákveðnir í því, að flytja á næsta fundi svohljóðandi tillögu:

"Verkamannafélagið "Þróttur", Siglufirði krefst þess, að framkvæmdastjóra ríkisverksmiðjanna, hr. Jóni Gunnarssyni, verði sagt upp nú þegar.

Ástæður eru meðal annars þessar:

1. Hann hefur komið fram sem versti kaupkúgari, svikið gefin loforð og gerða samninga milli félagsins og verksmiðjanna t.d. við karfavinnsluna, og jafnvel látið vekja verkamennina að nóttu til, til þess að reyna að fá þá, til að samþykkja kauplækkun á bak við félagið.

2. Verkamönnum hefir hann sýnt bæði hroka og ósvífni, og meðal annars haft þau orð um þá, að hann teldi þá ekki með hvítum mönnum.

3. Nauðsynleg samvinna milli framkvæmdastjórans og sumra starfsmanna verksmiðjanna, sem verið hafa þar frá byrjun (1930), hefir ekki tekist, og telur félagið, að fengnum upplýsingum og fyrri reynslu, að það sé, að mestu leyti hans sök.

4. Hann hefir svikið rafvirkja hér í bæ um greiðslu og auk þess fyrirskipað á hann verk og viðskiptabann. Maðurinn hafði þó ekki annað til saka unnið, en það, að lána verksmiðjunum raftaugar, þegar þær voru í vandræðum, gegn ákveðnu loforði framkvæmdastiórans um að fá samskonar efni aftur með fyrstu ferð frá Reykjavík. Þegar svo raftaugarnar fengust ekki frá verksmiðjunni á réttum tíma, og maðurinn löngu seinna sendi reikning fyrir efninu, neitaði framkvæmdastjórinn að greiða reikninginn en fyrirskipaði í þess stað verk og viðskiptabann á manninn.

Telur félagið þessa framkomu svo dónalega og ósvífna, að ekki sé sæmandi heiðarlegum manni.

Að lokum lýsir verkamannafélagið "Þróttur" yfir því, að ætli stjórn verksmiðjanna að hafa sama fram framkvæmdastjóra og nú er, þá ber hún ein ábyrgð á alleiðingunum".