Árið 1936-Lygum íhaldsblaðanna hnekkt.

Neista, 9. júní 1936

Lygum hnekkt !

"Morgunblaðið" og núverandi bergmál þess "Einherji" hafa undanfarið verið að krydda fyrir lesendur sína þær lygar, að Holdö hafi boðist til þess, að tryggja 8 vikna vinnu ef verkamenn vildu vinna að jarðabótum ef síld vantaði, en ég hati bannað verkamönnum að ganga að þessu.

Það sem fyrir verkamönnum vakti, fyrst og fremst, var að fá vinnu í 8 vikur og greidda samkvæmt taxta félagsins. hvort sem sú vinna var við bræðslu síldar eða túnsléttun.

Ég játa það fúslega, að ég hvatti verkamenn eindregið til þess, að hvika ekki frá þessari samþykkt sinni um 8 vikna tryggingu, þrátt fyrir hótanir Holdö um að verksmiðjan yrði ekki rekin; en slíkar eru venjulega hótanir atvinnurekenda, ef verkamenn vilja ekki með þakklæti taka við því sem að þeim er rétt.

Með öðrum orðum: Ef þið takið ekki við því. sem við skömmtum. þá stöðvum við framleiðslutækin og sveltum ykkur til hlýðni og auðsveipni.

Þrátt fyrir þessa ósvífnu hótun, eru verkamenn einhuga um að láta ekki kúgast.

Til þess að hnekkja lygum andstæðinganna um þessi mál, hefir Verkamannafélag Glæsibæjarhrepps beðið blaðið fyrir eftirfarandi leiðréttingu, sem einnig hefir verið birt fyrir sunnan:

Leiðrétting.

Morgunblaðið flytur 23. maí síðastliðinn, grein frá fréttaritara sínum hér á Akureyri með fyrirsögn:

Krossanes. verksmiðjan verður ekki starfrækt í sumar

Það er einkum tvennt í grein þessari sem við viljum harðlega mótmæla. Þar segir, að Jón Sigurðsson erindreki hafi fengið Glerárþorpsbúa til að heimta 8 vikna vinnutryggingu í Krossanesi við síldarvinnu.

Sannleikurinn í þessu máli er sá, að Jón Sigurðsson sat einn fund í félagi okkar (þ. 10. maí s.l. og þar var að sönnu tryggingarmálið til umræðu, en fullnaðarákvörðun hafði verið tekin í því löngu áður en hann kom norður.

Þá stendur í greininni:

"Verksmiðjustjórinn kvaðst ekki geta gengið að kröfum verkafólksins, nema hann fengi að láta það vinna við jarðabætur í Krossaneslandi.

Þorpsbúar neituðu því." - Þetta eru hrein ósannindi, og furðulega bíræfin, hvort heldur sem þau eru nú smíðuð af herra Holdö eða fréttaritaranum.

Verksmiðjustjórinn hefir aldrei okkur vitanlega farið fram á slíkt, og við getum alveg fullyrt, að verkamenn hans myndu hiklaust hafa gengið að því að slétta hans kargaþýfða tún, eða vinna hvað sem fyrir kæmi, ef síld vantaði á bræðslutíma.

Glerárþorpi, 3. júní 1936.

Stjórn Verkamannafélags Glæsibæjarhrepps.

Síðustu fréttir herma, að HoIdö muni koma 12. þ.m. hingað til landsins, og heyrst hefir einnig, að hann hafi beðið útgerðarmann í Reykjavík að útvega skip til veiða fyrir verksmiðjuna.

Ábyggilegt er að verkamenn uppskera ávöxt af þessum góðu samtökum sínum.

Jón Sigurðsson.

--------------------------------------------------------------------------------

Neisti, 15. júlí 1936

Ennþá er Holdö með blekkingar.

Þegar deilan var í Krossanesi í vor út af því að verkamenn verksmiðjunnar vildu fá vinnutryggingu, lét Holdö þær sögur út ganga, að hann hefði boðið verkamönnum tveggja mánaða tryggingu ef þeir vildu vinna að jarðabótum þegar að síld vantaði, en Jón Sigurðsson hefði bannað verkamönnum að ganga að þessu.

Þessum lygum hnekktu verkamenn mjög eftirminnilega fyrir Holdö.

Nú er Holdö kominn enn á stúfana með blekkingar sínar þó í annarri mynd sé.

Málavextir eru þessir:

Þegar Norsku samningarnir voru gerðir, var það eitt ákvæði. að síldarverksmiðjur hér sem væru í eign Norðmanna, mættu taka af norskum skipum allt að 60% af þeirri síld, sem tekin yrði til vinnslu. 40 % varð að taka af Íslenskum skipum, eða öðrum jafn réttháum.

Það var einnig ákvæði að afkastagetu verksmiðjanna mætti ekki auka, frá því sem var, þegar samningarnir voru gerðir.

Þá voru afköst Krossnesverksmiðjunnar ca. 2.000 mál á sólarhring. Síðan hefur Holdö verið að smáauka afköstin, svo að nú er svo komið að verksmiðjan vinnur allt að því 4.000 mál á sólarhring.

Á laugardaginn var sýslumanni falið að rannsaka þetta mál.

Atvinnumálaráðherra hefur gefið í skin að þessi viðbótarafköst verksmiðjunnar yrðu látin afskiptalaus, ef þau kæmu eingöngu Íslenskum skipum til góða, þannig, að það yrði ekki tekið meira af norskum skipum en 60 % miðað við 2.000 mála vinnslu, hitt yrði allt tekið af Íslenskum skipum.

Holdö vill fá að taka sem mest af norskum skipum, bæði er það, að hann mun fá síldina ódýrari, og sem bætir það stórkostlega mikið aðstöðu norðmanna til veiða hér við land að geta látið sem mest í bræðslu.

Nú upp á síðkastið þegar skip hafa komið inn til Krossaness með síld til löndunar, þá hefur Holdö sagt að hann gæti ekki tekið af þeim, allt væri fullt og sér væri bannað að bræða eins mikið og verksmiðjan þó gæti.

Þetta og annað eins hefur hann látið sér um munn fara, vitandi þó, að honum leyfist að bræða eins og hægt er, með þeim skilmálum sem að framan eru greindir.

Holdö hefur margoft sagt að hann vildi halda sér utan við alla pólitík, en vitandi vits lætur hann þessar sögur út ganga til þess að reyna að æsa upp gegn ákveðnum stjórnmálaflokk, þeim flokk, sem sá ráðherra telst til, sem þessi mál heyra undir.

Atvinnumálaráðherra vill koma í veg fyrir að vegur Norðmanna verði meiri hér á landi, heldur en leyft er með vandræðasamningum Óllafs Thors.

Hann vill einnig, að sú aukning á Krossanesverksmiðjunni, sem gert hefur vent í óleyfi, og átti að verða Norðmönnum í hag að mestu leiti, komi eingöngu Íslenska veiðiflotanum að gagni og þeim mönnum sem á honum vinna.

Gegn þessum manni og þeim flokk sem hann tilheyrir, reynir Holdö að æsa sjómennina með því að segja rangt frá.