Árið 1936-Saltað og brætt

Einherji, 23. júlí 1936

Síldveiðin: Saltað og brætt

Búið er að salta hér á sumum söltunarstöðvum eins mikið og saltað var hér í allt fyrrasumar.

Um síðustu helgi var hér landburður af síld svo að á sumum söltunarstöðvum var unnið samfleytt dag og nótt en 2 undanferna sólarhringa hefir aftur á móti mjög lítið af síld borist að.

Virðist nú eins og sakir stands frekar vera að dofna yfir veiðinni í bili.

Í gærkvöldi var heildarsöltun hér á Siglufirði orðin sem hér segir: Tafla 1 hér neðar

Á mánudaginn var höfðu Síldarverksmiðjur ríkisins framleitt mjöl og lýsi sem hér segir: Tafla 2 hér neðar

Lýsi og mjöl sem ríkisverksmiðjurnar hér á Siglufirði fengu úr þeirri síld sem þær höfðu unnið fram að s.l. mánudag, skiptist þannig niður: Tafla 3 hér neðar

Í gærkveldi höfðu Ríkisverksmiðjurnar tekið á móti síld sem hér segir: tafla 4 hér neðar

 Þrjú hæstu skip hjá Síldarverksmiðjum ríkisins eru:

  • M.s. Eldborg  4.737 mál
  • E.s. Fróði  4.529 mál
  • E.s. Ólafur Bjarnason  4.443 mál

Nokkur skip hafa komið inn í nótt og morgun með sæmilegan afla, en lítið af þeirri síld mun hæf til söltunar.