Knattspyrnukeppni Síldarverksmiðja ríkisins 1936

Neisti, 26. ágúst 1936

Undanfarandi sumur hafa verkamennirnir í Síldarverksmiðjum ríkisins hér, oft spilað knattspyrnu innbyrðis. Hafa þá ýmist "vaktirnar" keppt eða verksmiðjurnar, t.d. í fyrra SR-30 (Miðríkið) og S.R.N (Nýja verksmiðjan).

Í ár hefur sú breyting orðið á þessu, að nú keppa allar verksmiðjurnar hér og er keppt um 200 kr. bikar, sem Síldarverksmiðjur ríkisins gefa og fylgir honum nafnbótin: "Besti knattspyrnuflokkur Síldarverksmiðja ríkisins".

Nú þegar hafa tveir leikir farið fram. Á laugardaginn kepptu S.R.N. og S.R.P. (áður Dr. Paul-verksmiðjan) og vann S.R.N með 4 mörkum gegn 1.

Á mánudaginn kepptu S.R.P. og SR-30 og sigraði SR-30 með 6 mörkum gegn 1. - Leikar standa því þannig að S.R.N og SR-30 hafa báðar 2 stig en S.R.P. 0 stig. Næsti leikur, sem sennilega verður úrslitaleikur, verður milli S.R.N. og SR-30.

Um lið verksmiðjanna mætti segja þetta:

SR-30 Árið 1936 með sigurbikarinn.
Fremsta röð: Jón Guðni Stefánsson, Björn Jónsson íþróttakennari, Jóhann Ólafsson, Miðröð: Ásgrímur Kristjánsson, Jóhann G Möller. ?, Aftast: Þorsteinn Aðalbjörnsson, Snorri Dalmann, Sveinbjörn Tómasson, Jón Þorsteinsson bifreiðarstjóri og Sigurgeir Þórarinsson.

SR-30 Árið 1936 með sigurbikarinn.
Fremsta röð: Jón Guðni Stefánsson, Björn Jónsson íþróttakennari, Jóhann Ólafsson, Miðröð: Ásgrímur Kristjánsson, Jóhann G Möller. ?, Aftast: Þorsteinn Aðalbjörnsson, Snorri Dalmann, Sveinbjörn Tómasson, Jón Þorsteinsson bifreiðarstjóri og Sigurgeir Þórarinsson.

S.R.P. hefir hefur langóvanasta liðið, enda úr fæstum mönnum að velja, þó hefir það "ríkið" sennilega besta, bakkinn" (Jón Hjartarson).

S.R.N. hefur nokkra ágæta menn, þar á meðal Helga Torvö, sem talin er besti knattspyrnumaður verksmiðjanna.

SR-30 er af mörkum talið hafa jafnbesta líðið.

Þegar nú S.R.N. og SR-30 keppa má því búast við hörðum og til þrifamiklum leik og hvort þeirra verður sigurvegari, er ekki gott að segja um.

Dómari við knattspyrnuna verður Björgvin Bjarnason.

Verksmiðjustjórn og framkvæmdastjóri eiga þakkir skilið fyrir að örva og auka íþróttaáhugann meðal verksmiðjumannanna. Og ekki kæmi mér það á óvart, þó að á næsta sumri væri enginn óæfður maður í kappliði verksmiðjanna

---------------------------------------------------------------

Neisti, 4. september 1936

Knattspyrnukeppni Síldarverksmiðja ríkisins, sem getið var hér í síðasta blaði, lauk s.l. miðvikudag með því að S.R.N. vann SR-30 með 4 gegn 2 mörkum.

Úrslit keppninnar urðu því þau, að S.R.N. fékk 4 stig, SR-30 2 og S.R.P. 0.

Knattspyrnuflokkur S.R.N. vann þar með bikarinn, sem um var keppt og hlaut til viðbótar nafnbótina "Besti knattspyrnuflokkur Síldarverkamiðja ríkisins"

Leikurinn milli S.R.N. og SR-30 var á köflum harður og skemmtilegur, þó varð það til þess að skemma þennan úrslitaleik, að þegar 13 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik sprakk knötturinn og enginu var til vara. Var þar um að kenna óforsjálni og trassamennsku knattspyrnunefndar og má slíkt aldrei koma fyrir aftur.

Í þetta sinn var knöttur sóttur niður í bæ, en kalsaveður var og nærri óverjandi að láta knattspyrnumennina bíða heita og rennblauta á meðan, enda fóru tveir úr liði SR-30 heim og spilaði það lið með 9 mönnum, það sem eftir var af síðari hálfleik.

Sá hluti leiksins var þó bestur, skerpan, samspilið og, "upphlaupin" mest og ákveðnust.

Það verður sennilega dómur flestra, sem á leikana horfðu, að lið SR-30 sé jafnleiknast og best, jafnvel þótt það tapaði fyrir S.R.N.

En SR-30 vantar duglegan "skotmann" og liðið allt vantar meiri skerpu og herslu. Var þetta áberandi bæði í leik SR-30 við S.R.N. og S.R.P.

Báðir leikirnir voru mest af átakalitlir frá SR-30 hendi fyrr en síðustu mínúturnar í síðari hálfleik.

Það sem einkenndi aftur á móti leiki S.R.N. frá byrjun, var harðneskja og dugnaður og sama mætti segja um S.R.P. Annars eru víst allir, sem á leikina horfðu, sammála um það, að knattspyrnumennirnir hafi upp til hópa staðið sig ágætlega, þegar tekið er tillit til þess, að langflestir þeirra voru gjörsamlega óæfðir menn.

Síðastliðinn laugardag, kl. 6, afhenti svo framkvæmdarstjóri Síldarverksmiðja ríkisins, hr. Gísli Halldórsson, í viðurvist knattspyrnumanna verksmiðjanna, sigurvegurunum, S.R.N.-liðinu, bikarinn.

Við það tækifæri lét framkvæmdarstjóri þess getið, að sér væri það áhugamál að efla íþróttalíf verksmiðjumannanna á sem víðtækastan hátt, t.d. þyrfti sem allra fyrst að koma upp sundlaug fyrir verksmiðjumennina o.fl. ofl.

Þökk sé stjórn og framkvæmdastjóra fyrir það, sem gjört hefur verið og vel er það, ef meira verður að gjört.