Árið 1936 - Síldarfréttir - Afli mikið meiri heldur en á sama tíma í fyrra.

Neisti, 8. júlí 1936

Sumarið er komið hér á Siglufirði. farið er að lifna yfir atvinnuvegunum, fólk streymir hingað allsstaðar frá í atvinnuleit.

Síldin kom óvenju snemma og fleiri skip við veiðar en undanfarið.

Verðið er einni krónu hærra á saltsíldartunnu en var i fyrra og hækkun á síld í bræðslu er kr. 1,30 á mál.

Sjómönnum ber saman um það, að síld sé bæði víðar og meiri en var í fyrra og jafnframt hagar síldin göngu sinni allt öðru vísi.

Það er því spá flestra að síldarsumar muni verða að þessu sinni, enda veitir síst af, að eitthvað úr rætist eftir langvarandi aflaleysi.

Neisti mun í sumar flytja skýrslu um afla skipanna, hvernig hann er um hverja helgi, og ættu sjómenn og aðrir sem gaman hafa af, að fylgjast með hvernig aflinn skiptist á skipin, að kaupa blaðið.

Afli skipanna um síðustu helgi var sem hér segir: 

Til Ríkisverksmiðjanna: Um 50 skip biðu nú losunar og höfðu þau samanlagt um 30 þúsund mál síldar innanborðs.

Á sunnudag var búið að landa í þrær verksmiðjanna sent hér segir: Tafla hér neðar