Tengt Siglufirði
Neisti, 1. maí 1936
Nú um alllangan tíma hefir staðið deila milli verklýðsfélagsins "Skjöldur" á Flateyri annarsvegar og verksmiðjustjórnar og verklýðsfélaganna Vestanlands hinsvegar.
Deildan stendur ekki um kauphæð eða lengd vinnutíma, heldur um það, hvað margir utansveitarmenn eiga að fá aðgang við verksmiðjuna á Sólbakka.
Með þeirri karfadrift sem fyrirhuguð er á Sólbakka skapast atvinna fyrir um 200 manns, karla og konur, í 5-6 mánuði.
Með því kaupgjaldi sem verður greitt yrðu útborguð vinnulaun í landi um það bil 265 þúsund krónur.
Í beinu áframhaldi af þessum atvinnurekstri skapast atvinna fyrir 60-70 manns við verkun á þorski og ufsa sem togararnir koma til með að fá og lagður yrði upp á Flateyri.
Þar að auki er ýmis annar atvinnuvegur sem þorpsbúar hafa haft að undanförnu.
Í Flateyrarþorpi eru ca. 500 íbúar-, svo aðeins sú vinna sem verksmiðjan kemur til með að veita er um það bil kr. 530,00 á hvert einasta mannsbarn í þorpinu, fyrir utan alla aðra vinnu sem ég hafði áður nefnt svo sem, verkun ufsa og þorski, aðstoð við löndun úr togurunum og fleira sem nefna mætti.
Raunverulega skapast það mikil vinna á Flateyri að þorpsbúar fá ekki annað henni, minnsta kosti ekki alltaf.
Á Þingeyri við Dýrafjörð, Bíldudal við Arnarfjörð, Suðureyri við Súgandafjörð og víðar á Vestfjörðum er tilfinnanlegt atvinnuleysi vegna langvarandi aflaleysi.
Verkalýðsfélög viðkomandi staða, hafa þess vegna farið þess á leit, að þau fengju að koma 5-6 menn frá hverju þorpi, til þeirrar miklu vinnu sem skapast á Flateyri við rekstur þessa stórfelda atvinnutækis sem ríkið á, sem er Sólbakkaverksmiðjan.
Alþýðusambandið hefur látið það álit sitt í ljós, að kröfur félaganna séu fullkomlega sanngjarnar.
Verkamenn úr þessum stöðum og svo víðar, líta svo á, að þar sem eitthvert fyrirtæki, eitthvert atvinnutæki er rekið fyrir fé allrar þjóðarinnar, þá eigi þeir að komast þar að vinnu, heldur en aðeins þeir sem heima eiga á viðkomandi stað, þar sem atvinnutækið er.
Kröfurnar sem verkamenn á Vestfjörðum gera til stéttarbræðra sinna á Flateyri eru, þær, að af hverju hundraði sem vinnu fær við verksmiðjuna, sé hún í karfavinnslu, séu 30 aðkomumenn.
Af 190 verkamönnum yrðu það 57 menn. Kröfurnar eru þær, að á meðan 133 séu frá Flateyri séu aðeins 5-7 til á hverju öðru þorpi á Vestfjörðum, að Ísafirði meðtöldum.
Sé verksmiðjan við síldarvinnslu og færri menn í atvinnu, eru kröfur til aðeins 15 %. aðkomumanna eða sömu hlutfalla sem hér á Siglufirði gilda og eins og var á Raufarhöfn í fyrra.
Ég rita þessar línur mest af því, að mér er kunnugt um að hér hafa verið breiddar út um bæinn. sögur uni þessa deilu, og mig persónulega í sambandi við hana, og eftir því sem mér hafa borist þær til eyrna, er bar allmjög hallað réttu máli og víða sannleikanum snúið algjörlega við.
Eins og t. d. það, að ég hafi farið vestur á Flateyri til þess að æsa verkamennina til þess að gera verkfall ofl. ofl. líkum sögum hefir verið dreift út.
Sannleikurinn er sá, að ég fór vestur til þess að fá verkalýðsfélagið á Flateyri til þess að verða við sanngjörnum kröfum þurfandi stéttabræðra þeirra af hinum fjörðunum.