Tengt Siglufirði
Einherji, 26. nóvember 1937
J.F.G. hróðugur + Vindhögg og Fyrirspurn
Jóhann F. Guðmundsson, starfsmaður hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, lætur bæði Alþýðublaðið og vasaútgáfu Alþýðublaðsins á Siglufirði, flytja þá fregn að Þornmóður Eyjólfsson hafði verið "dæmdur" fyrir að bera sér á brýn vanrækslu í störfum fyrir ríkisveiksmiðjurnar.
Kallaði Jóhann þann áburð "atvinnuróg af verstu tegund" og krafðist að stefndur væri dæmdur fyrir hann til "þyngstu refsingar".
En fyrst Jóhann er svona glaður yfir hinum ágæta árangri(!), sem hann hefir náð í þessum málaferlum, hefði hann átt að skýra ögn nákvæmar frá, hve mikið hann hefir upp úr þeim haft, því hann hefir þar náð fleiru en því að fá Þormóð Eyjólfsson sektaðan um 40 krónur í undirrétti fyrir munmælin.
Honum hefir líka tekist að fá það staðfest fyrir réttinum, af þeim Guðmundi Hlíðdal, landssímastjóra og Oscar Ottesen, að verksmiðjustjórnin hafi á sínum tíma samþykkt að heimila Ottesen að segja Jóhanni upp verkstjórastarfinu eftir ósk Ottesens, og vegna kvartana um vanrækslu Jóhanns, en sú heimild hafi ekki verið notuð "vegna þess að Jóhann hafi fariðað rækja starf sitt betur eftir samþykktina", segir Ottesen.
Jón Gunnarsson, framkvæmdarstjóri, segir meðal annars: "Að hann (Jóhann) hafi stundum ekki verið viðstaddur til vinnu þegar honum bar" og "að hann hafi notað aðra menn til að vinna verk, sem hann hafi átt að vinna sjálfur".
Jón Sigurðsson, erindreki, viðurkennir að Jóhann hafi eitt sinn lagt niður vinnu þegar verst stóð á - mest var að gera - vegna þess, að hann hafi reiðst.
Einn verkamannanna segir:
"Að Jóhann F Guðmundsson hafi oft haldið sér og fleirum uppi á pólitísku snakki og bæjarslúðri í vinnutímunum á daginn".
Þá er það staðfest með eiði að annar verkamaður hafi viljað afturkalla eða ónýta vottorð, sem hann var búinn að gefa i málinu, af ótta við að Jóhann mundi "verða sér reiður og hann missa atvinnu í verksmiðjunni".
Þetta er aðeins lítið sýnishorn af hinum eiðfestu ummælum, sem Jóhanni hefir tekist að framkalla með málaferlunum.
Þau eru miklu fleiri og verða ef til vill birt síðar ef tækifæri gefst.
-----------------------------------------------------------
Vindhögg.
Í reiði sinni við Þormóð Eyjólfsson, ráðast aðstandendur "Neista" allharkalega að Sjóvátryggingarfélagi Íslands, og telja Gísla Halldórssyni það til gildis, að hafa flutt vátryggingar Ríkisverksmiðjanna frá því til útlends vátryggingarfélags. -
Annars mun Sjóvátyggingarfélagið svara "Neista" sjálft á viðeigandi hátt, - ef því þykir þá taka því, - því auðvelt er félaginu að afsanna dæmi þau er til eru tekin í blaðinu, sem eru bara fjarstæða ein.
Annars hefir svo margt verið um samning Gísla Halldórssonar við útlenda vátryggingarfélag talað, og orsakirnar til þess að hann hefir gengið fram hjá Íslenska félaginu, að vel mundi það þegið ef "Neisti" vildi birta þann samning í heild.
--------------------------------------------------------------
Neisti, 12. desember 1937
Fyrirspurnir til Þormóðs Eyjólfssonar fyrrverandi formanns stjórnar ríkisverk-smiðjanna og umboðsmann Sjóvátryggingarfélags Íslands.
Í Einherja frá 1. desember, stendur þessi eftirtektarverða klausa:
Ríkisverksmiðjunum hefir alltat staðið til boða 10% atsláttur hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands, sem föstum viðskiptavin.. Og síðar þetta:
Tilhæfulaust er það með öllu, að vátryggingasamningur verksmiðjanna hafi verið gerður í sumar með leyfi fjármálaráðherra-.
Í framhaldi at þessu er Þormóður Eyjólfsson beðinn að svara, undanbragðalaust, eftirfarandi spurningum:
1. Hvernig stóð á því, að Þormóður Eyjólfsson formaður stjórnar ríkisverksmiðjanna vildi ekki þiggja fyrir hönd verksmiðjanna, þann 10 % afslátt á iðgjöldum, sem Þormóður Eyjólfsson umboðsmaður Sjóvátryggingafélags Íslands hafði heimild til að veita?
2. Vill Þormóður Eyjólfsson halda því fram, að Þorsteinn M. Jónsson hafi sagt það ósatt, að hann hafi leitað álits fjármálaráðherra um vátryggingarmálið, og að ráðherrann hafi talið sig samþykkan gerðum verksmiðjustjórnarinnar í málinu?
Þormóði til leiðbeiningar skal þess getið, að síðastliðin 5 ár munu Síldarverksmiðjurnar hvergi hafa tryggt afurðir sínar nema hjá Sjóvátryggingarfélaginu. Hann ætti því að geta áttað sig á því, hvað ber að telja föst viðskipti.
Seinna verður ef til vill spurt eftir því, í hvaða sjóð þessi 10 % hafi runnið.