Tengt Siglufirði
Einherji 26. Ágúst 1937
Ranghermi og svar við þeim ásökunum
Alþ.blaðið birtir 5. þ. m. viðtal við Gísla Halldórsson framkvæmdastjóri. Síldarverksmiðja ríkisins. — Full ástæða væri til að taka þetta við- tal, ásamt mörgu öðru af því sem birt hefir verið í útvarpi og blöð- um að tilhlutun þessa framkvæmdastjóri, til rækilegrar athugunar og gagnrýningar, þó ekki sé það gert að þessu sinni. Það verður sennilega gert hér í blaðinu eða annarstaðar síðar.
En nokkur ranghermi, sem framkvæmdastjóri. lætur eftir sér hafa í þessu viðtali, er þó sjálfsagt að leiðrétta strax. Hann talar um að afkastamagn verksmiðjanna hafi aukist um 2800—3000 mál á sólarhring »síðustu tvö sumur«. Og svo kemur runan um hvað hver verksmiðja hafi unnið mest áður og hvað hún vinni nú, en einkennileg er sú frásögn, því allar tölurnar (að Sólbakkaverksmiðjunni undanskilinni) um það hvað hámarksvinnsla verksmiðjanna hafi verið áður, eru rangar og allar verksmiðjurnar sagðar hafa unnið minna en þær gerðu.
Einherji hefir átt kost á að kynna sér skýrslu um verksmiðjurnar fyrir starfsárið 1935 og borið hana saman við frásögn Gísla \ Halldórssonar, og skal nú sýnt fram á nokkrar rangfærslur hans. Gísli segir S. R. '30 hafa komist mest (fyrir tveim árum) í 2400 mál á sólarhring. Hún komst sumarið 1935 í 2800 mál. Hann segir S. R. P. hafa komist' mest í 1400 mál á sólarhring.
Hún komst í rúm 1600 mál 1935 og þáverandi framkvæmdastjóri, J. G., benti á leið til að auka framleiðslumagn þeirrar verksmiðju með litlum tilkostnaði. Gísli segir SRN hafa komistí2000 mál. Hún komst í 2260 mál 1935, en raunar er alrangt að gera nokkurn samanburð á þeirri verksmiðju þá og nú, því hún var ekki fyllilega tilbúin og í megnasta ó- lagi það sumar, en hvorki var bygging hennar né undirbúningur í höndum verksmiðjustjórnar né framkvæmdastjóri.
Afkastamagn Raufarhafnarverksmiðjunnar telur Gísli hafa aukist úr 800 málum á sólarhring upp í »1200—1300 mál á sólarhring, en hefir komist mest upp í 1600 mál« segir hann. — Meðalvinnsla Raufarhafnarverksmiðjunnar var sumarið 1935 um 1000 mál á sólarhring.
Svona löguð frásögn gerir auðvelt að sýna mikla afkastaaukningu verksmiðjanna — á pappírnum. En meðal annara orða: Hvernig má það ske að Raufarhafnarverk smiðjan vinni daglega í sumar úr 1200—1300 málum og stundum úr 1600 málum síldar á sólarhring, þegar hún er þó ekki búin að vinna frá 18. júní til 24. ágúst úr nema rétt um 68 þús. málum? Það getur hver sem vill spreytt sig á að reikna það dæmi sjálfur
Gísli Halldórsson segir í viðtali í Alþýðublaðinu að allar »endurbæturnar« á verksmiðjunum hafi »kostað tiltölulega mjög lítið«. — Tveir verksmiðjustjórnarmenn segja litlu síðar í viðtali við N. Dagblaðið. að nýja þróin og »endurbæturnar« á verksmiðjunum hafi kostað 1 miljón króna. Nú er það vitað að áætlað verð nýju þróarinnar var 175 þús. kr. Endurbæturnar ættu þá eftir því að hafa hlaupið upp á 325 þús. kr. eða jafnmikið og SRP kostaði með lóð, bryggjum og öllum húsum. Það verður tæplega talið »mjög lítið«.
-----------------------------------------------------------------------
Neisti, 28. ágúst 1937 --- Gísli Halldórsson svarar
Aumingja nöldursjúki maðurinn.
Nöldrið hennar Guðrúnar var á ferðinni rétt einu sinni í fyrradag og setti óhreina fingurna á hinn ekki alltof hreinan prentpappír. - þess Einherja rógburðar og slúðurs sem mest óhreinkar þennan góða bæ. II - Þessi "vinur" Síldaverksmiðjanna fórnar á mig tveim greinum í nefndu tölublaði Einherja og skal þeim nú lítillega svarað fyrir beiðni ritstjóra Neista, því ég legg það annars ekki í vana minn að svara rógburði.
Í grein sem heitir Gísli Halldórsson er vitnað í ummæli eftir mig um það að endurbæturnar hafi "kostað tiltölulega mjög lítið". En síðan er haft eftir stjórninni að þær hafi kostað ½ miljón krónur.
Þetta þykir greinarhöfundi mikið sem von er slíkum fuglsheila. En mér þykir það ekki mikið, fyrir það sem framkvæmt hefir verið og ekki heldur stjórn verksmiðjanna eða öðrum sem til þekkja og vilja af sanngirni mæla.
Stend ég fyllilega við ummæli mín og má benda á að fyrir þetta fé hafa verið byggð, auk hinnar nýju yfirbyggðu og í alla staði vönduðu þróar á Siglufirði, mjölhús á Sólbakka og Raufarhöfn, olíugeymir á Raufarhöfn, bryggjur og plön, stækkuð verksmiðjuhús og umbætt innrétting, breytt vélum, keyptar vélar og byggðar vélar, auk ýmis annars, því að í stjórnartíð Þormóðs var margt í niðurníðslu.
Kæri ég mig ekki um að gefa Einherja sundurliðaða skýrslu um þetta, þar eð hún mun koma fram síðar á réttum stað og tíma.
En síst ættu Siglfirskir verkamenn að kunna þeim mönnum þakkir er berjast gegn því öllum árum að varið sé í þessum bæ jafnvel um 100 þúsundum krónum í vinnulaun á einu vori og það fyrir umbætur og byggingar er fljótlega greiða sig upp og afla þjóðinni í heild sinni tekna sem ella myndi ekki vera um að ræða.
Kemur nú að því hvað fyrir þessar byggingar hefir fengist. Má þar t.d. nefna hin auknu móttökuskilyrði sem t.d. fyrir nýju þróna nema um 300-500.000 krónum á ári í gjaldeyri og svo þá afkastaaukningu verksmiðjanna sem "vinurinn". vill gera sem minnst úr og rengja. Og um þetta fjallaði hin greinin í blaðinu.
Í grein þessari ranghermir greinarhöfundur það sem hann hefir eftir Alþýðublaðinu, um mesta afkast SR-30, S.R.N. og S.R.R.
Heldur hann því fram að ég telji vinnslu þessara verksmiðja hafa verið mesta 2.400, 2.000 og 800 mál. En í blaðinu er hvergi minnst á þessi afköst sem toppafköst.
Alþýðublaðið segir t.d. eftir mér orðrétt á þessa leið:
"Raufarhafnarverksmiðjan var keypt fyrir 800 mála vinnslu en nú vinnur hún um 12-1300 mál á sólarhring, en hefir komist mest upp í 1.699 mál".
Alveg á sama hátt segir í Alþýðublaðinu "SR-30 vann 2.400 mál og vinnur nú um 3.000, og S.R.N. vann 2.000 mál en vinnur nú um 3.000"
Þetta er allt laukrétt. Hér er aðeins ekki verið að tala um topp afköst, og þau hvergi nefnd, heldur sambærileg venjuleg afköst á góðri síld.
Og skal ég nú sýna fram á það hér á eftir að aukningin á afkastagetu verksmiðjanna hefir ekki verið sögð of há í viðtali mínu við Alþýðublaðið.
Hinsvegar hafði í Alþýðublaðinu misprentast um afköst Sólbakka-verksmiðjunnar og gerir greinarhöfundur að vísa enga athugasemd við það, vegna ókunnugleika, en mér verður varla kennt um þá prentvillu, þar eð ég hafði aldrei tækifæri til að lesa prófarkir af viðtalinu, sem tekið var lauslega niður.
Hinsvegar er nú best að gjöra skjótan enda á lífi þessa vanskapaða rógsafkvæmis greinarhöfundar um það að ég ljúgi til um afköst verksmiðjanna og skulu hér tekin upp mestu afköst hverrar verksmiðju 1935 og það sem af er þessa ári og gefa þau góða hugmynd um aukningu afkastagetunnar.
Mestu afköst í sekkir á 24 klukkustundum. Taflan neðst á síðunni hér.
Samtals aukning 1.696 sekkir pr. 24 klukkustundir. Sem miðað að við 16 % mjöl gerir þá 3.220 mál á sólarhring.
Í Alþýðublaðinu er haft eftir mér, að afkastamagn verksmiðjanna "hafi aukist tvö síðustu sumur um 2.800-3.000 mál á sólarhring".
Þetta hefði greinarhöfundur átt að leiðrétta og benda á það, að afköstin hefðu aukist 300 til 406 málum meira en ég hélt fram.
Nú, en hverju getur þá þetta munað á framleiðsluverðmæti ársins? Gæti þá einhver spurt.
Því er ekki auðvelt að svara. Í ári eins og þessu reynir mikið á afkastagetu verksmiðjanna.
Síldin verður gömul og pressast illa. Afköstin tiltölulega lægri en þegar minni landburður er.
En þrátt fyrir það fæst, þegar tekin eru meðalafköst ársins 1935, sem er hagkvæmt ár, og meðalafköst þess tíma sem af er þessu ári, að framleiðsluaukningin nemur eitthvað um 675 sekkjum á sólarhring. Svarar þetta til 3.100 mála á sólarhring.
Aukning afkasta nemur því allt að 200.000 málum yfir sumarið í sumar og auk þess bjargar nýja þróin einum 25.000 málum og má því reikna með að fyrir byggingu hennar og aukningu atkastanna sé hægt að notfæra sér verðmæti er, nemur, svo varlega sé reiknað, um 225.000 málum eða um kr. 3.000.000 - þremur miljónum króna - með því verði sem nú er á olíu og mjöli.
Ég hygg að hinn ötuli öfundarmaður okkar, bæði starfsmanna og stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, ætti nú að gleypa þetta í kyrrþey og setjast á rassinn ennþá einu sinni.
En að hann hafi vit á því að þegja til lengdar, það dettur mér ekki í hug.
Gísli Halldórsson